Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 8
o Morgunn í Þórsmörk. Sum tjöldin voru ekki bein línis reisuleg eftir nóttinal Drjúg eru morgunverkin. Svanhildur Jakobsdóttir, fegurðardís og dægurlagasöngkona, dökkhærð að þessu sinni, rétti úr sér sem snöggvast, meðan við smelltum af. Það var verzlunarmannahelgi. Bílalestin austur yfir sýslur var nær óslit- in, og rykmökkurinn af þessum malarhrygg, sem þeir kalla veg, var samfelldur og steig hátt til lofts. Það var orðið býsna áliðið dags, þegar bílarnir tóku að mjakast eftir krókótt- um troðningunum fyrir innan Merkurbæina; sólin var komin eitthvað vestur í Fljótshlíð, og kotin í Landeyjunum urðu liiminborin og losnuðu við jörðina í hillingunum. Ég hafði óvart lent í „barnabíl“, þar voru aðeins örfáir eldri en fimmtán ára. Það bar ósköp lítið til tíðenda, og allir voru hljóð- látir og stilltir eins og tii þess að búa sig undir einhver átök, sem gætu verið í vænd- um. Það sást varla peli á lofti, og þessi ó- hjákvæmilegi söngur í rútubílum var þaraf- leiðandi heldur máttlitill. Það voru alla vega bílar á leið inn aurana, — sumir á smábílum af mikilli bjartsýni eða bara kæruleysi. Krossá var með bezta móti, og svo var Mörkin framundan, — sílgrænir skógar- ásar og rjóður á milli, og andrúmsloftið í bílnum var þrungið spennu og eftirvæntingu. Bílarnir komu eins og innrásarprammar upp á meiinn, og fóikið gekk i holskeflum inn á Mörkina. Það var flest mjög ungt, — sextán ára ungpiur í níðþröngum gallahux- um og grófum peysum og gæjarnir flestir viðlíka klæddir. Um allar jarðir var fólk að tjalda, og sumum gekk það lieldur erfiðlega, sérstaklega kvenfólkinu, en það tilheyrir nú einu sinni, að kvenfólk sé hjálparvana, og menn voru ákaflega hjálpsamir við kven- fólkið Jretta kvöid. Ég var með Úlfari Jacobsen og öðru ágætu fólki frá ferðaskrifstofu hans. Meyjarnar kölluðu hann afa, og afi hafði mikla lýðhylli í nýlendu sinni. í næsta nágrenni við okkur reypdu tvær dömur af yngri kynslóðinni að koma upp tjaldi, en það var ekkert annað en je minn góður, sem kom út úr því, unz þar bar að unga menn með blandið i buxna- strengnum, og þeim fannst ekki ráðlegt að tjalda þarna á almannafæri. — Það verður allt vitlaust liérna í nótt, þetta er á aðalsvæðinu. — Jesús minn, en við vitlausar að ætla að tjalda liérna. Hvar ættum við þá að tjalda? — Við erum með okkar tjald Jjarna úti í skóginum. Þar er miklu betri staður. Þeir segja, að það verði almenn siagsmál hérna. Það ku vera komin lögga og læknar. Svaka liasar. Svo var dömunum hjáipað að tjalda uti í skóginum, og það fór að skyggja í Þórsmörk- inni. Menn voru búnir að kveikja á primusn- nm og hita undir katlinum og komnir út undir bert loft tii þess að sjá þetta ógurlega, sem kæmi tneð kvöldinu, þegar lýðurinn rynni saman í almenn slagsmál. Það var gengið úr einu rjóðrinu í annað, og það gerð- ist ekkert annað en það, að rökkrið varð blárra og skógurinn dekkri. Ég sá suma af þessum unglingum, sem voru með í bílnum. Þeir voru eins og kálfar, sem sleppt er út á vorin og kunna sér ekki iæti. Þeir voru með flöskur undir beltinu eða flöskur í hendinni og einhvern gæjastæl, en það var allt afspyrnumeinlaust, og margir héldu, að þeir væru liífaðri en þeir voru. Ég sá afskaplega fáar stúlkur drukknar, en það var að minnsta kosti ekki af skorti á vinföngum. Miklu fleiri virtust dreklca eins og siðuðum mönnum sæmir, hvað sjaldan sést á slíkum samkomum, Jtar sem íslend- ingar eru annars vegar. Það var jódynur öðru hverju og farið mik- inn á drógum unt tjaldstæðin, en það voru engir gæðingar, og mennirnir á þeim voru álika ógæfulegir og hrossin og drukknir að auki. Þeir voru víst úr Landeyjum og Fljóts- hlíð og sveitum sínum og sjálfum sér til skammar. Ivenndir unglingar þyrptust utan nm þá, og nú vildu allir sýna, að þeir væru hestamenn, og hrossin fóru hverja ferðina á fætur annarri út um mörkina með ungl- inga, sem aldrei liöfðu setið hest og klára- garmarnir voru eindæma iifsieiðir á svipinn, eins og nærri má geta. Einn knapinn datt af baki og hafði upp úr því heilahristing. Undir miðnættið var ærið mannmargt í Húsadal, og allir biðu eftir þessu mikla, sem aldrei gerðist. Það var eitthvað dansað á einni flötinni og leikið undir á eina harmon- íku. Annars voru flestir á hreyfingu til þess að missa ekki af neinu neinsstaðar, og uppi um allar hlíðar sr'-.u smáhópar og sungu og föðmuðust. Allir voru afskaplega elskulegir við náungann þessa nótt. Einstaka ölvaðir unglingar reyndu að reka upp einhvers kon- ar hróp og hví, en þeir voru í mútum, og það varð bara hjáróma baul úr því. Svo varð smám saman fámennara á flötunum, unz eftir stóðu nokkrir hópar söngmanna, og sungu ættjarðarlög, aðrir slagara. Mönnum varð ekki ýkjasvefnsamt fyrr en um þrjúleytið, en þá datt nokkurn veginn í dúnalogn, og söngmennirnir voru orðnir hásir og uppgefnir. Nýlenda Úlfars var við aðalgleðisvæðið, og það var nokkrum sinn- um gengið á stögin og bölvað, og einhver unglingur braskaði lengi við að ná upp tjald- inu hjá okkur, unz það tókst og hann spurði, hvað manna liar væri. — Blessaður farðu að liátta, strákur, sagði einhver, sem liafði rétt verið að sofna. — Fyrirgefðu, heyrðu, fyrirgefðu, vinur, sagði unglingurinn, segðu mér bara ef þér er illa við mig. Ég skal fara, ég vil bara, að þú segir mér ef liér er illa við mig. — Já, farðu, blessaður farðu. — Já, ég skal fara, en segðu mér bara, hvort Jjér er illa við mig. Ég ætlaði bara að fá einhvern til að syngja með mér. Þeir eru allir hættir gæjarnir, og ég er meira að segja ... — Já, út með þig, — og svo var unglingn- um ýtt út fyrir skörina, hann fékk engan botn í það, hvort nokkrum væri illa við hann. Það var eitthvað i honum, ekki mjög mikið samt, en hann var varla rneira en sextán ára. Svo var laugardagskvöldið búið, og þetta, sem menn biðu eftir, hafði alls ekki gerzt. Það var giampandi sólskin um morgun- inn. Við fréttum, að gamalmenni, Ferðafélags- fólk og einstaka hraustmenni hefðu farið i gönguför snennua um morguninn og mundu nú liklega komin inn undir Goðaland, ef Framhald á bls. 31. B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.