Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 4
Valið er auðuelt þegar uuran et goð H F. BRJÓSTSYKURGERÐIN NÓI « 4 VIKAN Ein skáldkona enn . . .1 kenna> að það sé hin mesti ó- siður að reykja, en ég er hrædd- Kæri Póstur. ur um, að við verðum að sætta Mig langar til að vita, hvort ég get fengið smáráðleggingar hjá þér. Ég er stúlka með talsvert ímynd- unarafl og hef, frá því ég var lítil hnyðra haft gaman af því að skálda og búa til sögur. Sjaldnast skrifaði ég það þó nið- ur, en nokkrum sinnum hafa birzt eftir mig sögur í barnablöðum, þeg- ar ég var yngri. Oft hef ég haft efni i heila skáld- sögu, en aldrei skrifað neitt. En nú langar mig til að gera tilraun og þá gjarnan með smásögu til að byrja með. Hvernig er það með ykkur, sem alltaf eruð með alls konar getraunir, eruð þið ekkert að hugsa uin að efna til smásagnakeppni eða einhvers svo- leiðis? Hvað gerir annars fólk eins og ég undir slíkum kringumstæðum til að koma einhverju eftir sig á framfæri eða fá einhvern, sem vit hefur á að líta á það? Þú myndir e.t.v. gefa mér góð ráð. Kærar þakkir fyrir ágætt lestrar- efni. Lilja. --------Vikan hefur einmitt ný- lega efnt til smásagnakeppni, og ef að líkum lætur, verður hún ekki sú síðasta. Mig langar til að segja þér svo- lítið, og ef þú ert nógu mikill „andi“, ætti það ekki að verða til þess að draga úr þér kjarkinn. Það eru líklega allflestir skáld — svona gagnvart sjálfum sér — en það eru aðeins örfáir, sem geta tjáð þessar skáldlegu hugsanir sínar. Þess vegna skaltu ekki í- mynda þér, að þú sért eitthvert skáld, einungis af því að þú hefur pínulítið ímyndunarafl — það hafa flestir. Þetta bréf þitt er heldur ekkert stílafrek og staf- setningin ekki alltaf sem skyldi, svo að þér væri kannski réttara að halda þig við barnablöðin. Hins vegar skaltu umfram allt senda okkur sögu í næstu smá- sagnasamkeppni, og ef eitthvað verður í söguna spunnið. skal ég lúta þér í lotningu og biðjast af- sökunar á þessu hlífðarlausa svari mínu. Viðkvæm... Kæra Vika. Ég þoli ákaflega illa tóbaksreyk, en ferðast oft með rútubll, þar sem reykingar eru ekki bannaðar. Stund- um er einhver sem reykir, en yfir- leitt eru þeir mjög fáir. Mér finnst þetta hinn mesti ósiður, sem banna ætti gersamlega. Ætfi ég að tala við bílstjórann, eða á ég að snúa mér til þess, sem reyk- ir, og óska eftir því, að hann hætti? Mig hefur oft langað til þess, en brostið kjark. Farþegi. --------Það reykir nú orðið annar hver maður, svo að það er dálítið erfitt að banna mönnum að reykja á einhverjum vissum stöðum, nema bein hætta stafi af. Jafnvel reykingamenn viður- okkur við ýmsa ósiði aðra. Spurn- ingin er bara, hvar eigum við að setja mörkin? Hvað eigum við að banna? Ég er hræddur um, að þú getir lítið við þessu gert, og verðir bara að bíða eftir því, að gerðir verði út sérstakir rútubílar fyrir reyk- fjendur. Bílstjórann þýðir lítið að tala við — farþegarnir eru jafnréttháir, meðan leyft er að reykja í bílnum — og ef þú snýrð þér að einum púaranum, er hætt við að þú fáir ekki annað svar en myndarlega reykjarstroku framan í þig. Flautarar . . . Kæri Póstur. Mér þætti vænt um, að þú ge-rðir að umtalsefni í dálkum þinum þann afleita ósið margra bílstjóra að flauta á næsta bíl fyrir framan við minnsta tilefni. Mest áberandi er þetta auðvitað við gatnaljósin — oft byrjað að flauta á fremsta bílinn, um leið og gula Ijósið kviknar. Yiltu benda þessum bandóðu flauturum á það, að menn gera það ekki að gamni sínu að bíða við þessi um- ferðarljós, og yfirleitt liggur þeim eins mikið á og flauturunum fyrir aftan þá. Mér finnst svona flaut bera vott um heimsku, það segi ég satt. Mér þætti vænt um, ef þú birtir þetta bréf mitt eða reyndir einhvern veginn að leggja út af því. H. --------Ég er innilega sammála þér — slíkt ber ekki vott um neinar roknagáfur. Ég veit um mann, sem hefur það fyrir sið að bíða meðan græna ljósið er (og þá það rauða), ef næsti bíll fyrir aftan flautar, þegar gula ljósið birtist — mér finnst þetta góður siður og flauturunum ekki nema mátulegt. Lélegt viðhald . . . Póstur góður. Ég var á gaugi niðri í miðbæ í gær. Skyndilega vissi ég ekki fyrr en ég rak fótinn ofan i heljardjúpa holu á hellulagðri gangstéttinni og steyptist beint á hausinn. Ég staul- aðist á fætur og fór inn i búð þarna rétt hjá, en þar sagði afgreiðslustúlk- an mér, að þetta væri daglegt brauð, fólk væri alltaf að detta um þessa holu. Og þetta er svo sem ekki eina holan — því að það úir og grúir af svona viðsjárverðum holum, þar sem hellulagt er í bænum. Mér finnst við útsvarsgreiðendur eiga rétt á því, að ekki séu beinlinis lagðar fyrir okkur gildrur á göt- um úti — við verðum víst að þola að falla í nógu margar gildrurnar, svo ekki sé farið að bæta svona lífs- hættulegum gildrum við öll ósköpin. Er það ekki bein skylda gatna- gerðarinnar að sjá um, að gangstétt- irnar séu nokkurn veginn í mann- sæmandi lagi? K. --------Það hélt ég. Ég vona,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.