Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 28
REX — HÁLFMATT er eina lakkið sinnar tegundar á markaðinum. Málarar segja: Einmitt það sem okkur hefur vantað. Létt í meðferð, — létt að þrífa. Þornar á 3 — 4 tímum. u ij % , 4 'HUpnai* Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr,): I þessari viku gerist það, sem þú áttir ekki von á fyrr en í í næstu viku, og kemur það sér að mörgu leyti mjög illa, þó einkum fyrir þína nánustu. Á fimmtudag áttu von á skemmtilegri sendingu frá manni eða konu, sem vill þér mjög vel. Þetta sýnir þér, að þú hefur til Þessa vanmetið þessa persónu. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. mai): Þetta verður dálítið óvenjuleg vika, einkum hvað allt félagslif þitt snertir. Þú munt umgangast fölk, sem þú sérð í rauninni mjög sjaldan ,og yfirleitt verður þetta hin ánægjulegasta vika fyrir þig. Einn hæfi- leiki þinn fær að njóta sín mun meira en áður við Þessa skyndilegu breytingu, og mætti hann fá að njóta sín fram- vegis. Heillatala 9. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Þú gerir allt of lítið til þess að ná framförum í lífinu, enda þótt þér bjóðist einstaklega mörg tækifæri til þess þessar vikurnar, og er heldur leiðinlegt til þess að að vita. Þó gæti verið að nú tækir þú á þig rögg og létir hendur standa fram úr ermum, og verður það til þess að þú ferð að líta tilveruna mun bjartari augum. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Vandaðu mjög allt það sem þú segir eða lætur frá þér fara í vikunni, Því að menn eru óeðlilega fúsir til Þess að gagnrýna þig fyrir eitt og annað. Ef þú slepp- ur skammlaust frá þessu, mun virðing þin út á við aukast til muna. Á vinnustað er dálítið hætt við deilum, líklega eitthvað í sambandi við peningamál eða launamál. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þetta verður fremur leiðinleg og tilbreytingalítil vika fyrir þá, sem ekki kunna að gera sér mat úr hversdagsleg- um smámunum. Þó má ætla að helgin verði dá- lítið óvenjuleg og eftir því skemmtileg fyrir fólk yfir þrítugu. Þú kemur illa fram við einn kunningja þinn, og veiztu bezt sjálfur, að hann á ekki slíka meðferð skillð. Meyjarmerlciö (24. ág.—23. sept.): Ekki skaltu búast við því að vikan verði eins og þú og einn vinur þinn bjuggust við, því að ýmislegt verður til þess að breyta áformum þínum til muna. Yfir- leitt má þó búast við að vikan verði jákvæð fyrir þig og kunningja þína, þótt það kunni á enihvern undarleg- an hátt að bitna á öðrum aðilum. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þessi vika býður upp á ýmislegt nýstárlegt. Þó munt þú yfirleitt eiga svo annrikt við daglega iðju þína, að þér gefst engan veginn timi til þess að nýta þér öll þau tækifæri til nýbreytni, sem þér gefast. Á vinnustað ríkir einhver deyfð, og gætir þú og einn vinnu- félagi þinn orðið til þess að koma lífi í tuskurnar. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú virðist vera að berjast við Það hið innra með þér, hvort Þú eigir að taka veigamikla ákvörðun strax, eða láta það biða í kannski nokkrar vikur enn. Líklega væri þér það hollast að biða ögn, þvi að enn virð- ist þú ekki undir það búinn að taka þessa ákvörðun upp á eigin spýtur. Heillatala 3. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þetta verð- ur vika mikilla freistinga, einkum þó á kvöldin. Þér gefast óvenjumiklar frístundir, en ekki bend- ir margt til Þess að þú munir kunna að nota þér þær á skynsaman hátt. Þú færð skemmtilegt verkefni að glíma við, líklega á sunnudag eða mánudag, en hætt er við að áhuginn á þvl dofni fljótt. Heillptala 9. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú kemur i hús í vikunni, sem þú hefur aldrei komið í áður, og Þar gerist eitthvað, sem gæti orðið til þess að breyta framtiðaráætlunum Þinum eitthvað til batnaðar. Þótt umburðarlyndi sé góður eiginleiki, virðist Þú vera alltof umburðarlyndur gagnvart kvenmanni, sem hefur komið fantalega fram gagnvart þér. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú munt reka þig á það í vikunni, að það þýðir ekki að reiða sig alltof mikið á náungann, þegar um er að ræða mál, sem í rauninni einungis snerta þig sjálfan. Þú verður að læra að vinna einn og sjálf- stæður. Kona, sem lítið hefur komið við sögu undanfarlð, )ætur nú mikið að sér kveða, og getur þú hagnazt á sam- skiptum þínum við hana. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú virðist ekki vera alltof vel liðinn meðal kunningja þinna fyr- ir einhvern verknað, sem þú hefur framið fyrir skömmu, en þú færð bæði tækifæri til þess að bæta fyrir þetta í vikunni og einnig til þess að sýna þeim, að þetta var ðviljaverk, sem ekki endurtekur sig. Heillatala 14. * 23 VH4»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.