Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 30
cx'v' - • V l 1 María Guðmundsdóttír, fegurðardrottning frá í fyrra, hefur átt viðburðarika daga síðan henni hlotnaðist sá titill. Vikan hefur áður birt myndir af henni úr starfi hennar í París, en þar hefur hún unnið sér nafn sem úrvals fótómódel og komizt á forsíður þékktustu tízkublaða heimsins. - Maria kom heim rétt áður en hún fór vestur og Dýrleif Ármann saumaði á hana kjóla fyrir keppnina á Langasandi. :I| Þið sjáið, af þessum myndum, að Dýrleif er ekkert blávatn i þessum sökum, enda hafa kjólar eftir hana hvað eftir annað fengið verðlaun þar vestra. Dýrleif mundi án efa geta setzt að hvar sem væri úti í þeim slóra heimi og orðið fræg af iðn sinni. Maria, sem er há og grönn í vexti, ber einstaklega vel þessa tignarlegu kjóla, ekki sízt þann síða, hvíta. En blái þjóðbúning- urinn fer henni mjög vel líka. Herdís Guðmundsdóttir, Ijósmyndari í Hafnarfirði, tók með- fylgjandi myndir af Maríu í kjólum Dýrleifar, en hinar mynd- irnar tók Ijósmyndari Loftleiða við komu hennar út til New York. | Fegurðardísirnar ferðast alltaf með Loftleiðum og María var í þar engin undantekning. Erling Aspelund, yfirmaður Loftleiða \ í New York, tók á móti Maríu. Hún hafði nokkurra daga við- dvöl í New York á leið til Langasands og áður en langt um líður getur Vikan ef til viil birt eitthvað af myndum frá dvöl hennar þar, svo og keppninni. :W VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.