Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 41

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 41
 MMKIH DRENGJABUXUR SÖLUUMBOÐ: G. Ö. NILSEN, Aðalstr. 8. Sími 18582. Klæðagerðin SKIKKJA Reykjav. ur og það var hægt að tala við þig eins og góSan kunningja. En ég komst fljótlega að einu, sem ég gat ekki fellt mig þið. Það var piltur- inn, sem þú varst trúlofuð einu sinni fyrir langa löngu. Þú geymdir hann i helgiskríni og bannaðir öðrum að snerta það. Þó að það hljómi kulda- lega, Hilda, þá er þaö eins og dýr, sem situr vakandi yfir dauðum unga sínum. Hún sat kyrr, þögul og undrandi, og hann gekk frá glugganum og staðnæmdist fyrir framan skrifborð- ið. — Ég vissi ekki, að ég var farinn að elska þig, Hilda.... eklci fyrr en kvöldið, sem við fórum út að dansa. Þá komst ég að þvi, að þú varst stúlkan mín. Og ég var í sjöunda himni það kvöld, þar til.... þú dróst Ricky inn á milli okkar. Hann þagði snöggvast, og hún lok- aði augunum fyrir skörpu augnaráði hans. Því næst hélt hann áfram, lægri röddu, eins og hann væri að tala við sjálfan sig: — Ökuferðir, kvikmyndir, samræður... .það næg- ir ekki núna. Ég vil koma heim til þín á kvöldin og loka hurðinni að okkur... .bara þú og ég. Það er hjónaband eða ekkert. Og það má enginn draugagangur eiga sér stað. Hann rétti höndina út eftir mynd- inni af Ricky. — Ég er ekki öfund- sjúkur út i piltinn, Hilda. Ég gleðst yfir þvf, að hann skuli hafa haft þig. En það var hin barnslega Hilda, sem hann hafði. En það er konan Hilda, sem ég vil fá. Þú ert tuttugu og sex ára, Hilda. Ertu ekki nógu hugrökk til að horfast í augu við lífið? Veiztu ekki, að þetta með Ricky var svo sem ágætt....sem eins konar móðurtilfinning. Já, ég veit, að ég er ruddalegur, en hvers vegna getur þú ekki hætt við piltinn? Hún var of rugluð til að gráta eða verða reið. Rödd Daviðs var nú orð- in blíðari: — Littu á það eins og það er, Hilda. Ég held, að þú hafir aldrei gert það, ekki í alvöru. Hugs- aðu um það. Gjörðu svo vel. Og hann lét bíllyklana detta niður í kjöltu hennar. — Notaðu bílinn á meðan ég er i burtu. Ef þú vilt það ekki, geturðu skilið lyklana eftir hjá Ge- org i bílskúrnum. Hann klappaði á kinn hennar. — Ég væri ekki svo harðorður, ef ég sæi aðra leið, en nú verð ég að fara. En ég kem aftur, og þá vil ég ann- að hvort fá allt....eðá ekkert. Og hann var farinn, áður en hún hafði áttað sig. Ilún var ein eftir, ein með piltinum í silfurrammanum.... unga, unga piltinum. Hilda stöðvaði bílinn. Hún klifr- aði upp hæðina meðfram stígnum. Nokkra stund sat hún og virti fyrir sér útsýnið. Hún þekkti það svo vel. Hundruð ungra elskenda höfðu set- ið þarna og séð það sama. Svo tók hún böggulinn, sem hún var með. Það var snemma dags, nákvæmlega viku eftir sunnudaginn, sem orðið hafði mílusteinn i lífi hennar, það vissi hún núna. Hún opnaði böggulinn, í honum voru sendibréf og ljósmyndir af Ricky. Hún brosti veikt við tilhugs- uninni um hina saklausu ást milli stúlku og pilts. Hún minntist stúlk- unnar, sem hún liafði verið, með sítt ljóst hár, kringluleitt og barnalegt andlit. Ricky myndi ekki þekkja þessa konu með fullorðinslega hár- greiðslu og andlit, sem var orðið mótað á þessum átta árum, sem hún hafði staðið á eigin fótum. Hann hafði elskað stúlkuna, en konan var honum framandi, konan, sem hafði haldið honum innilokuðum í silfur- ramma. — Ég skal gefa þér frelsi þitt, Ricky, sagði hún upphátt. Hún lagð- ist á hnén og bjó til lítið bál úr bréfunum og myndunum. Hún bar eldspýtu upp að horninu á þunnu umslagi. Þáð fuðraði upp, og blá reykjarsúla teygði sig upp i loftið. Hún studdi höndum um hálsinn og horfði á eftir reyknum, sem sveif upp í loftið, breiddi úr sér og hvarf. Þegar hún leit niður aftur, var þar ekkert, nemá askan. Hún lá kyrr á hnjánum um stund. Hún hafði eng- an minjagrip lengur, en í leyndum afkima í hjarta sínu myndi hún ætíð geyma minninguna um ungan pilt, sem hún hafði elskað fyrir langa löngu. Að lokum stóð hún upp, gekk aft- ur að bilnum, settist inn og ók á brott. Það var sumar, og hún hafði sent minningar vorsins aftur til vorsins. — Sumarið, hugsaði hún, þegar hún kom niður af hæðinni og ók fram hjá grænum, frjósömum ökr- um, — sumarið var dásamlegur timi. Og lmn sá fyrir sér augu Davíðs, sem voru djúp og hlý og skörp. Skósmiðurinn í Grini Framhald af bls. 19. út fyrir dyr, og hungrið vofði sífellt yfir fjölskyldunni. Hann átti það yf- ir höfði sér að hann yrði rekinn úr landi, eins og aðrir Þjóðverjar. Loks kom hinn hræðilegi dagur, þegar hann var handsamaður. Hann reyndi árangurslaust að benda á og leita til manna, sem hann hafði kannazt við i Grinifangelsinu; voru engar líkur á þvi að ein undantekn- ing yrði gerð frá því að verða land- rækur sem aðrir landar hans? Hann vildi nauðugur skilja við konu og barn, og hann gat ekki hugsað sér að fara með þau í alla eymdina i Þýzkalandi. Nei, engin undantekning var hugs- anleg. Ákvæði voru ákvæði, jafnvel þótt hér væri um að ræða mann, VIEAN 4X

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.