Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 5
að |)ctta verði tekið til sreina — cf ekki, þá er þó skárra að hafa enpar hellur os því engar holur. Endurtekið tónlistarefni... Elsku Pósturinn minn. Heyrðu, geíurðu sagt okkur hjrna þremur skvísum, hvers vegna það eru aldrei dans- og dægurlög í þess- um þætti hjá Útvarpinu, sem heitir „Endurtekið tónlistarefni“? Okkur finnst, að við, sem höfum gaman að danslögum, eigum líka að geta heyrt einhver skemmtileg lög endur- tekin í þessum þætti, annað er bara svindl. Þrjár skvisur í austurbænum. -------Á hverjum einasta degi eru leikin einhver dans- og dæg- urlög í Ríkisútvarpinu og heita þættirnir ýmsum nöfnum, t.d. „Lög unga fólksins", „Við vinn- una“ og þar fram eftir götunum. Ég sé ekkert því til fyrirstiiðu, að svo sem einu sinni í viltu heiti þátturinn „Við vinnuna“ ekki „Við vinnuna“ heldur „Endurtek- ið tónlistarefni" og verði í þeim þætti leikin einungis' dans- og dægurlög. Það eina, sem myndi breytast, væri nafnið. Dans- og dægurlögin, sem eru leikin í út- varpinu í dag, eru hvort eð er endurtekið tónlistarefni frá því í gær. Grjótkastari . . . Kæri Póstur. Geturðu sagt mér, eru ekki for- eldrar hundrað prósent ábyrgir fyr- ir þeim óskunda, sem börnin þeirra valda? Svoleiðis er mál með vexti, að einn óþckktaranginn hér í nágrenninu er tvisvar sinnum búinn að brjóta rúðu í húsinu hjá okkur. Maðurinn minn er ákaflega til baka, og hann hefur bara látið setja rúðurnar í i bæði skiptin, án þess að refsa stráknum eða tala við foreldra hans. En, segðu mér, getum við ekki fengið fullar bætur hjá foreldrum stráksins? Maðurinn minn segir, að svona geri maður ekki, en ég er samt viss um, að hann myndi strax borga, ef sonur hans (hann er fimm ára) gerði eitthvað svona af sér. Finnst þér ekki, að í svona tilfell- um eigi foreldrarnir að snúa sér til foreldra óþekktarangans? Freyja. -------Auðvitað á ekki að láta þessa óþekktaranga komast upp með slíkt. Reyndar getið þið alls ekki refsað þessum prakkara — það er hlutverk foreldra hans — en það er hreint og beint sið- ferðileg skylda ykkar að benda foreldrunum á óknytti stráksa. Þið eigið engan veginn að gjalda afbrota einhvers vandræða- krakka. Og auðvitað fáið þið full- ar bætur hjá foreldruni hans. Lítilsvirtur leigubílstjóri... Kæri Póstur. Ekki man ég, hvort það var í Vik- unni eða einhverju öðru blaði, að leigubílstjóri kvartaði yfir þvi, að sér væri lítil virðing sýnd. Hann sagði, að fólk þúaði sig umsvifalaust og legði litla stund á það að fága framkomu sína í návist hans. Mig hefur lengi langað til að svara þess- um ágæta manni og geri það hér í Póstinum í Vikunni, j)ví að ég veit, að hann kemur fyrir augu margra. I fyrsta lagi vil ég segja leigubíl- stjóranum þetta: Leigubílstjórar geta ekki búizt við, að þeim verði sýnd mikil virðing og þaðan af síður að þeir verði þéraðir. Leiguakstur er að vísu nauðsynlogur, en hvergi í heiminum þekkist það, að ungir og hraustir menn leggi þessa atvinnu fyrir sig, enda er þar hvorki um and- lega né líkamlega áreynslu að ræða. Alls staðar, þar sem ég þekki til er- lendis, eru það eldri menn, eða á ein- hvern hátt fatlaðir menn, sem aka leigubílum. Mig hryllir. við því að sjá fileflda karlmenn um tvitugt og þrítugt sitja og bíða við staurana, Og svo er það annað: Langflestir þeirra ganga þannig til fara, að það sker sig úr öllu öðru. Þið skulið koma fötunum ykkar í kynni við strau- járn, þá getum við eitthvað farið að tala um virðingu. Ég liefði gaman að því að vita, hvað Pósturinn seg- ir um þetta. H. H. H. ---------Mér finnst það engin forsenda fyrir því að men þver- skallist við að þéra aðra menn, þótt þessir menn gangi ekki veru- lega snyrtilega til fara. Annað hvort þéra menn ókunnuga, hvernig sem þeir eru klæddir, eða ekki. Þessi umræddi leigubílstjóri hefur að mínu áliti verið einhver undantekning, því að alltof sjald- an þéra leigubílstjórar mann. Sammála er ég einnig því, sem þú segir urn þessa fílhraustu karl- menn, sem aka leigubílum. Maður skyldi halda, að þeir hefðu getað fengið sér einhverja ábatasamari vinnu, sem krefst þó einhvers af hæfileikum þeirra, andlegum og líkamlegum. Og ekki sízt vil ég undirstrika það, sem þú segir um klæðaburðinn. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, fyrr en bréf þitt barst, en þegar ég fer að hugsa um það, eru líklega ámóta margir leigubílstjórar, sem ganga snyrtilega til fara og þeir, sem kunna að þéra og sýna almenna mannasiði. Ætli það fylgist ekki nokkurn veginn að. úrsmíðameistari Laugavegi 39 — Reykjavík Kaupvangsstræti 3, Akureyri Franch Michelsen GINSBO GINSBO úrin eru stíl- hrein og fögur, nýtízku úr. Kaupið úrin hjá úrsmið. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.