Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 34
Hárið verður fyrst fallegt meö /dm, SHAMPOO W'HITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda yndisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Periulivítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir purrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár Toni framleiösla tryggir fegursta hárið Á eyðihjarni Framhald af bls. 17. ur siðmenningin, tækniþróunin og allt það, okkur nú?“ Dahl hugleiddi ósjálfrátt orð gamla mannsins. Þau voru sönn að vissu leyti, en þó ekki nema að litlu leyti. Siðmenningin svokallaða og tækni- þróuhin kom þeim enn að gagni. Neyð arútbúnaöur'nn, sem flugmálaráðu- neytið skyldaði hverja flugvél, sem hélt uppi ferðum á þessum slóðum, að hafa með sér, kom þeirn að minnsta kosti i góðar þarfir. Nokkur kíló af næringartöflum handa hverjum manni um borð, eða nægilegur skammfur fyrir mánuðinn, ef illa tækist. til; suðu- og mataráhöld 34 VIKAN úr léttmálmi, eldspýtur í vatnsþéttúm umbúnaði, tvær axir, veiðarfæri, bæði lína og net, svefnpokar, fjögur pör af snjóþrúgum og langhleypt marg- hleypa, skotfæri, tvær árar — en eiig- inn bátur eða fleki, veiðihnífar og nælontjald. . . .allur þessi útbúnaður mundi koma þeim í góðar þarfir, meira að segja duga þeim vel, ef út- legð j.eirra yrði ekki því lengri. Auk þess hafði Surrey flugmaður forláta riffil meðferðis og mikið af skotfær- um, því að hann lét ekkert tækifæri ónotað að komast á veiðar, þegar veð- uraðstæður eða eitthvað annað tafði flugið. Þessi fyrsti kvöldverður þeirra í út- legðinni reyndist hinn ijúffengasti. Greatorex hafði veitt um þrjátíu sil- unga, feita og allvæna, og Bud steikt þá á viðarteinungum við bálið, eins og stúlkan sagði honum fyrir. Auk þess snæddu þau kjúklingasúpu og kex af nestinu í flugvélinni. Já, stúlk- an, hún hafði breytzt, hugsaði Dahl enn. Um leið og hún steig fæti á auðn- irnar, var sem henni hyrfi öll feimni, engu líkara en að þá væri hún komin heim. Hún var stöðugt að starfa, brosmild og kát en þó alvarleg. Það var augljóst, að hún gerði sér fylli- lcga grein fyrir því, hvað með þyrfti til þess að þau gætu hafzt þarna við — unz hjálp bærist, eins og Greator- ex orðaði það —- og haft það af. Hún var uppalin í þessu umhverfi, og þar átti hún fyrst og fremst heima. 1 raun- inni hafði hún ekki breytzt neitt, hugsaði Dahl, það voru öllu fremur aðstæðurnar og hans eigið sjónarmið. ! i Kannski var það ekki svo vitlaust hjá gamla manninum, að þau hefðu farið gegnum tímamúrinn, þegar flugvél- in nauðlenti. Klukkan var ekki nema rúmlega átta, þegar norðurljósin hófu dans sinn á blámyrkum himni. Dahl horfði á dýrð þeirra unz Prowse tók til máls. „Takið eftir þessu", mælti hann I- bygginn. „Norðurljósin fagna okkur með húla-húla-dansi. Það merkir að á morgun verði heiðskírt veður, takið eftir því. Við þuríum ekki annars við, en sitja við bálið, hafa neyðareld- flaugarnar tilbúnar og biða þess að leitaflugvélin fari hér yfir. Og þess verður ekki langt að bíða....það er sjaldan, að hugboð mitt bregðist mér“. Hann leit til þeirra hinna, eins og hann byggist við að þau létu í ljós fögnuð sinn yfir boðskap hans. Af því varð þó ekki. Þess í stað svaraði Sam Bud: „Við erum stödd á reginvíðri auðn. Við er- um sex, örsmáar títlur á stórum bjarndýrsfeldi. I þínum sporum mundi ég ekki gera mér vonir um að það reynist auðvelt að hafa uppi á okkur“. „Að minnsta kosti eru norðurljós- in ekki nein sönnun þess, að heiðskírt verði á morgun“, mælti stúlkan. „Viljið þið veðja?“ spurði Prowse glaðhlakkalega. „Ég treysti hugboði mínu. Mér hefur reynzt það óhætt hingað til, og svo mun enn verða“. Dahl leit til hans, þungur á brún- ina. „Við ölum öll þá von með okkur, að við munum finnast. Hvers vegna skyldum við fara að setja biðinni, sem á því kann að verða, einhver ó- eðlileg og óskynsamleg takmörk, ein- ungis til að valda sjálfum okkur von- brigðum?" Prowse setti upp fýlusvip og svar- aði honum engu. „Það kynni að stytta þá bið veru- lega, ef mér heppnaðist að koma lífi í senditækið", varð Bud að orði. Greatorex sneri sér að honum og mælti af ákefð. „Því ekki að gera til- raun strax? Er ekki líklegt að það dragi lengra í náttmyrkri en á dag- inn.... að minnsta kosti eru hlustun- arskilyrði betri eftir að myrkt er orð- ið, það hef ég oft komizt að raun um, Þegar ég hlusta á útvarp heima....“ Framhald í næsta blaði. Ljósmyndaiðja Framhald af bls. 12. Áhugaljósmyndarar eru flestir sammála um það, að mesta ánægjan og sköpunargleðin komi fram þegar maður er í tnyrkraherberginu með stækkara fyrir framan sig, tilbúna filmu í höndunum og ljósmynda- pappír i skúffunni undir borðinu. Þeir möguleikar, sem maður hefur þá til að skapa mynd á pappfrinn, eru næstum óþrjótandi. í einum litl- um ferhyrning á filmunni er oft hægt að finna efni í margar mismun- andi myndir, með þvi að stækka mismunandi mikið, draga fram sum atriði en eyða öðrum, fela sumt en sýna annað skýrar. Daufar myndir má gera skarpar og skarpar daufari, — ailt eftir því hvað manni sjálf- um finnst. Slikt er ekki hægt að fá gert neins staðar annars staðar, þó ekki sé nema vegna þess, að þá er maður sjálfur ekki viðstaddur og aðrir vita ekki hvernig maður vill hafa mynd- ina. Slík vinna er mjög timafrek og nákvæm, en sköpunargleðin, sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.