Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 15
auðvelt að kippa í lag. Ykkar einlæg.... Magga frænka. Helena stóð öldungis dolfallin með póstkortið f höndunum. —• Það getur hugsazt að þau, þarna hin skil- urðu, eigi lika tvö börn.... dreng og telpu, sem heiti sömu nöfnum og okkar börn, varð Tómasi að orði. — Það er óhugsandi, sváraði hún. Það sérðu sjálfur. Hann neri hökuna. — Það er satt. Það er að minnsta kosti ákaf- lega óliklegt. — Ég skil hvorki upp né niður i þessu, mælti Helena enn. Tómas yppti öxlum. — Kannski er bara einhver að reyna að vera fyndinn á okkar kostnað. Eða kannski er við- komandi með lausa skrúfu i kollinum. Hver veit... .já, hver veit nema þetta sé einhver aug- lýsingabrella? — Þú heldur þá ekki, að við ættum að snúa okkur til lögreglunnar? — ímyndaðu þér að við kæmum askvaðandi inn á lögreglustöðina með póstkort frá Möggu frænku-----Þeir mundu óðara loka okkur inni. — Þrjú póstkort, mælti Helena lágum rómi. Heyrðu....ég lagði aldrei liin tvö í póslkass- ann, eins og við vorum að tala um.... — AIll í lagi. Þrjú póstkort. Það er ekki hið minnsta merkilegt við þau. Engar hótanir eða neitt þess háttar. Bókstaflega ekkert. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Hvers vegna skyld- um við þá snúa okkur til lögreglunnar? Hvað ætti hún svo sem að gera í málinu? Athuga hvort ekki fyndust einhver fingrafor, eða hvað? Nei, við skulum ekki vera að gera okkur neinar grill- ur að óþörfu. Við höfum ekki heldur neina á- stæðu til að láta þetta koma okkur úr jafnvægi. Þetta verður hka hvort eð er sennilega síðasta póstkortið, scm okkur herst frá Möggu frænku. En Helena gat ekki látið sér þetta með póst- kortin í léttu rúmi liggja. Hún gætti í bréfkass- ann á hurðinni á hverjum morgni. Það var nefni- lega ekki eins og póstkortin frá Möggu frænku hefðu borizt með jöfnu mitlibili. Milli fyrsta og annars höfðu liðið sex vikur, en aðeins mánuð- ur milli annars og þriðja póstkortsins. Ef það fjórða átti eftir að berast, gat það þvi orðið hvenær sem vera vildi. Þó fór svo, að október- mánuðurinn leið án þess að nokkuð póstkort frá Möggu frænku bærist. Það var meira að segja komið nokkuð fram i nóvember, þegar svo bar við, að Nancy litla kom inn í eidhúsið og kallaði: — Mamma, við höfum fengði eitt póstkortið enn frá þessari konu, sem þykist vera frænka okkar. Helena lagði frá sér skaptpottinn. — Farðu úr kápunni og þvoðu þér um hend- urnar, sagði hún við Nancy, sem var að koma heim úr skólanum. Þegar Nancy var komin inn i snyrtiherbergið, settist Helena upp á eldhúsborðið og tók að lesa það, sem skrifað var aftan á póstkortið. — Mér þótti gaman að heyra, að þið skyldnð hafa farið að minum ráðum og gróðursett silfur- greni i garðinn. Ég vildi óska, að Walter tæki eins mikið tillit til frænku sinnar og þið gerið. Nii ætlar hann að skiljn mig eina eftir með Hattie. Kysstu börnin frá mér. Og svo var sama undirritunin og á hinum póstkortunum: Ykkar einlæg... .Magga frænka. Það lá við sjálft, að þau hiónin lentu i sennu um kvöldið út af þessu siðasta póstkorti frá Möggu frænku. — Ég er þess öldungis viss. að enginn hefur^ j verið að iaumast í kringum húsið og njósna um|r, okkur, fullyrti Helena. — Það getur þó ekki annað verið, staðhæfði Tómas. TTvernig f óskðpunnm ætti hún annars að vita, að við höfum gróðursett silfurgreni i garðinum? Helena hækkaði raustina. — Konan hlýtur að vera snorbrjáluð. Að vera að skrifa fólki, sem hún þekkir alls ekki neitt. .... Og njósna mn okkur i hokkabót. Hvað ætl- ast hún eiginlega fvrir með þessu. Og þér finnst auðvitað, að við oigum að láta þetta lönd og leið? Tömas hristi höfuðið. — Nei. Satt bezt að segja er þetta farið að valda mér verulegum áhyggjum. Ég vildi gefa talsvert til þess að mega vita hvers vegna ein- mitt við verðum fyrir þessu; hvers vegna hún hefur valið okkur.... — Hver heldur þú að hann sé, þessi Walter? — Það lief ég ekki hugmynd um frekar en þú. Tíu dögum siðar barst svo fimmta póstkortið. Nú sagði Magga frænka frá þvi, að liún hefði nkveðið fund með lögfræðingi sfnum næsta mið- vikudag; það væri dálitið, sem hún þyrfti að ganga frá á löglegan hátt, og áreiðanlega mundi koma þeim, Tómasi og Helenu, skemmtilega n óvart. Og svo vonaði hún að þeim öllum liði vel.... Árla mánudagsins, þegar Helena var að drekka morg- unkaffið við eldhúsborðið, var barið að dyrum. Hún gerði ráð fyrir, að það væri sendillinn frá þvottahúsinu, svo að hún var ekki að gera sér það ómak að lita var- irnar áður en hún fór til dyra. En maðurinn, sem stóð úti fyrir, var henni algerlega framandi. Maður ur um fertugt, hár vexti og grannur — klæddur sam- kvæmt nýjustu tizku og föt- in úr vandaðasta efni; bind- ið úr svörtu silki. Hann brosti. Þér hljótið að vera Helena, sagði hann. Já, og ég er Walter... .bróður- „sonur Möggu frænku.... Hann rétti Helenu hönd- IK4ina. Q Sem snöggvast þótti Hel- enu að timinn stæði kyrr, og að hún stæði þarna sjálf eins og illa gerður hlutur. En svo áttaði hún sig. . Já, einmitt það, sagði húh eins eðlilega og henni var frekast unnt. Gerið svo vel að koma inn. Sem snöggvast þótti herini mjög fyrir því, hvc allt var i mikilli óreiðu 1 stofunni. Dagblöð, náms- bækur og fötin krakkanna lágu þar í einni bendu. Hún afréð þó að fara ekki neitt að afsaka það; slíkt gat einungis gert illt verra og vakið athygli hans enn frekar á þvi hvernig um- horfs var. — Ég var að drekka morgunkaffið. Má ég kann- ski bjóða yður.... ? Framhald á bls. 35. k IH c *■ a 0) (0 0 (B 0 G) 0) IB IA 0) 0 •18 r (D E (A tkm 0 c VIRAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.