Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 24
Ungírú Yndisfríð Hvflr er örkín har>s NÓft? Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: GUNNAR M. HANSSON, Grenimel 21, Rvík. Enn er það Örkin hans Nóa, sem unfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri mynd- inni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana, og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Gene McDaniels: Chip Chip og Anoth- er tear falls. Fyrra lagið er fjörugt, og þó nokkuð sérkennilegt vegna stoppanna í því, það er mjög vel sungið, enda McDan- iels í hópi langbeztu söngvaranna, sem komið hafa fram undanfarið. Siðara lagið er mjög rólegt og sérstaklega fallegt, jafn- vel enn betur sungið en fyrra lagið. Minn- ir McDaniels lítið eitt á söngvarann A1 Hibbler (sem gerði lagið Unchained Melo- dy frægt fyrir 6—7 árum). Plata þessi er ekki líkleg til að verða vinsæl, þvi á þess- um síðustu og verstu twisttímum er hún of góð til þess. Liberty hljómplata, sem fæst í Fálkanum, Laugav. 24. ★ GAMLA MYNDIN Þetta er hin kunna hljómsveit „Gautar“ frá Siglufirði. Myndin var tekin árið 1960 en gæti allt eins vyið tekin árinu áður eða nokkrum árum þar áður þvi hljóm- sveitin hefur haldið saman i allmörg ár. Gautlandsbræður léku upphaflega saman tveir og voru kunnir um allt Norðurland. Síðan var hljómsveitin stækkuð og nafnið stytt í Gautar, sem er stutt nafn og skemmtilegt. Á myndinni eru f.v.: Guð- mundur Þorláksson, altósaxófón, Þórður Kristinsson, trommur, Ragnar Páll Einars- son, gitar (en hann hefur verið hljóm- sveitarstjóri Gauta undanfarin ár) og Þór- hallur Þorláksson, píanó. En það eru þeir Guðmundur og Þórhallur, sem eru Gaut- landsbræður og léku þeir upphaflega á harmoniku. ★ ARETHA FRANKLIN X NÝ JAZZSÖNGKONA T Hún er aðeins átján ára gömul, en komin i hóp fremstu jazzsöngkvenna Bandaríkjanna, og það á hún allt að þakka fyrstu plötunni sinni, tólf laga plötu, sem kom út hjá Col- umbia fyrir nokkru. Aretlia söng leiigi fram- an af eingöngu sáltnalög, eða „gospel-lög“, eins og visst afbrigði af negra- sálmum er nefnt, (ekki ó- svipað og lög þau, sem Mahilia Jackson syngur — og hér er reiknað með að allir kannist við Mahilia Jackson)) En svo komu tilboðin og áður en Aretha eiginlega vissi af, var hún farin að syngja í næturklúbbum í New York. Chicago og San Fransisco, þar sem aðeins er boðið upp á jazzmúsik. Framhald á bls. 39. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.