Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 2
Loksins! litarblær svo eðlilegur, að öll- um sýnist hann ekta. í fuUri fllvöru: ÓUÓF Stórkostleg uppgötvun frá Noxzema! Hressandi Cover Girl smyrst svo eSlilega og fullkomlega. Það iuni- heldur sérstök sóttvamarefni, sem bæta húðina og hjálpa að koma í veg fyrir húðtruflanir. Hið nýja Cover Girl er svo létt og fer svo yndislega vel á andlitinu . . . og þar að auki dásamlega gott fyrir húðina. Ólíkt mörgum „Make-ups“, sem bæta húðina ekki neitt (oft jafnvel skaða hana) fær húðin með notkun Cover Girl, sérstök bætandi efni. Berið á yður „Cover Girl Make-up“ á hverjum morgni. — Strjúkið yfir með Cover Girl stein- púðri á daginn. Með því fáið þér ekki aðeins fegurra útlit, heldur verður húðin fallegri. Það er því ekki að undra þótt Cover Girl sé uppáhalds feguröarlyf milljóna stúlkna. NÝTT COVER GIRL með sérstakri efnasamsetningu frá Noxzema. HEILDSÖLUBIRGÐIR FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F. Sími 36620. Laugaveg 178 Mikið áhyggjuefni allra andlega ótruflaðra manna er sú óstjórnlega árátta íslenzkra valdamanna, að efna til stórveizlna, kappáts og hóp- drykkju í tíma og ótíma og kosta til þess af almannafé. Nú er málum svo komið, að ekki má hópur fót- boltaspilara eða handknattleiks- kvenna gista svo ísland, að ekki sé efnt til átveizlu í Þjóðleikhús- kjallaranum eða Nausti og síðan ekið með allan hópinn á Þingvöll eða austur að Sogi. Veizluhöld og ferðalög eru einn dýrasti munað- ur, sem fátækir íslendingar geta veitt sér, og geta því allir gert sér í hugarlund, hver kostnaður þessu er samfara fyrir almenning, því að auðvitað er seilzt í vasa hans, er um slík útgjöld er að ræða. Það er gott og blessað að vera gestrisinn og veitull og reyndar gamall og góður íslenzkur þjóðar- siður, en hóf er bezt í öllu og þá einnig hér. Sjálfsagt er að reyna að gera gestum sínum til hæfis, en þó naumast nauðsynlegt að veita langt um efni fram. Gestrisni getur hæglega farið út í bruðl og kjána- skap og orðið fremur til skammar og athlægis en frægðar og frama. Og það er grunur minn, að svo sé það hjá okkur. Það er óhjákvæmileg staðreynd, að þeir hópar íslendinga, sem heim- boð hafa þegið af öðrum þjóðum, svo sem íþróttamenn og aðrir fleiri, hafa hvergi mætt öðru eins atlæti og þeir flokkar útlendinga, sem Is- land hafa sótt heim, enda ekki all- ar þjóðir, sem telja sig hafa efni á slíku, jafnvel þótt mannfleiri séu og meiri fyrir sér að flestu leyti. íslenzkir forráðamenn ættu að sjá sóma sinn í því að ráðstafa al- mannafé af meiri ráðdeild og fyrir- hyggju en hér er raunin. Við getum áreiðanlega gert okkar erlendu gest- um til geðs á skikkanlegri og ögn skynsamlegri máta. Og íslandsdvöl gæti orðið þeim enn meira ónægju- efni, ef ekki væri demt yfir þá slíku steypiflóði ofboðslegustu óhemju- láta. Við íslendingar verðum að gera okkur grein fyrir því, að við höf- um alls ekki efni og ástæður til að fagna hverjum gesti eins og um þjóðhöfðingja sé að ræða. Við erum lítil þjóð og óþægilega skammt síð- an við réttum úr kryppunni, hvað fjárhag snerti. Þess vegna gerum við sjálfum okkur bæði skömm og skaða með háttalagi sem þessu. ís- lenzkir ráðamenn ættu að vera þess minnugir áður en þeir veita næst af fjárlögum til risnu og óhófseyris. Yfrið nóg gestrisni er að veita þessu fólki, er heiðrar landið með návist sinni, fæði og húsnæði, þó að ekki sé ausið í það víni og veizlu- mat og því ekið að kostnaðarlausu langtímum saman í dýrum lang- ferðabifreiðum, hvernig sem veður er. Svo mikla furðu vekur þetta bjánalega tiltæki íslendinga, að flestir útlendingar henda að því gaman en aðrir eru furðu lostnir. Það er mikill og óþarfalega út- breiddur misskilningur, að íslend- ingar viti ekki aura sinna tal, því Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.