Vikan


Vikan - 30.08.1962, Síða 13

Vikan - 30.08.1962, Síða 13
A. B. Ódýrustu bátar............ um kr. 20.000 Legupláss, upptekning, við- hald og annar rekstrar- kostnaður miðað við 16 vikna úthald á ári ....... um kr. 4.000 Dýrustu bátar ............ um kr.500.000 Trygging og rekstrarkostn- aður á ári............. allt að kr. 80.000 SKEMMTISIGLINGAR: HVERS VEGNA HEILLAR SJÚSPORTIÐ? HAUKUR JÖRUNDARSON SEGHt: Enn eru mér i minni þær gleðistundir, þeg- ar ég sem strákur stóð á Steinbryggjunni eða Hauksbryggjunni og dorgaði eí'tir kola eða ufsa. Þótt ódráttur, sem marhnútur, kæmi stundum á færið, þá hafði það líka sína kosti. Hann mátti nota í beitu, en hún var oft af skornum slcammti. iúklega lief ég verið 5 ára, þegar ég, ásamt enn yngri félaga mínum, fór á sjóinn á smá- bát, sem án efa hefur verið illa fenginn. Sú sjóferð varð þó stutt, því vart höfum við ver- ið komnir nema 2—3 bátslengdir frá landi, þegar móðir min kom niður á bryggju. Rumskaði þá samvizka min hressilega. Fög- ur fyrirheit um að fara ekki í báta út á höfn- ina stóðu nú i fersku ijósi. Reri ég því líf- róður til lands, eftir því sem geta og kunnátta leyfði. Svo fór nú um sjóferð þá. Síðar rætt- ist úr. þessu þegar ég stækkaði, þá lánaði afi mér háf, æti var sníkt og bátur, rauðspretta og sandkoli veitt ýmist á innri eða ytri höfn. Enn heilla veiðarnar þótt áruin fjölgi. Hvers vegna? Ástæðurnar eru margar. Sem betur fer lifir náttúrubarnið lengi í okkur mannanna börnum. Þótt þægindi, ör- yggi og lystisemdir nútímans veiti okkur margt af því, sem áa okkar skorti, þá verður líf borgarbúans oft ærið snautt nema að tengslum við náttúruna sé haldið. Fáum þjóðum bjóðast slík tækifæri til þess að treysta þessi bönd sem okkur íslending- um. Yið eigum stórbrotið, lítt numið land. Ægir umlykur hólmann margbreyttu formi og yfir oss hvelfist himinn með óendanlegri fjölbreytni ljóss og skugga. Vikjum að sjónum. Fátt er svo hressandi kyrrsetumanni, eins og að skreppa á sjóinn. Störfin í bát, bæði við veiðar og annað bjástur í veiðiför, sem og ferskt sjávarloftið. Lognkyrr sær, sem og hæfilega úfinn mar, gleður hugann. Þungir kippir þorsksins í færi, snöggir kippir og sprikl ýsu og þungt tog flyðru auka enn á ánægjuna. Vitundin um það, að þegar vel aflast, kemur heilnæm og ljúfíeng björg í bú, gerir lika sitt til að auka giidi veiðifararinnar. „Það er fallegt á Hvitárvölluin, þegar vel veiðist“. HAUKUR JÖRUNDARSON BJARNI KJARTANSSON SEGIR UM SJÓ- SPORTIÐ: Sjósport liefur farið mjög í vöxt hér á landi síðasta áratug, enda býr langmestur hluti þjóðarinnar í bæjum og þorpum, sem eiga afkomu slna að miklu leyti undir sjávarafla. Sjómennskan er því svo rík í þjóðinni, að sjórinn töfrar til sin menn úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, sem fara á sjó eftir að vinnu lýkur að kveldi og um helgar. Bátarnir eru flestir litlir fiskibátar, enda stunda me-nn handfæraveiðar, hrognkelsa- og kolaveiðar og fá þá oft drjúgar aukatekjur, ef heppnin er með. Seglbátar eru aftur á móti sjaldgæfir og siglingaiþróttin hefur ekki náð neinum teljandi vinsæld- um liér á landi, en litlir vélbátar, sem eingöngu eru ætlaðir til mannflutninga i stuttar ferðir, ryðja sér þess í stað til rúms, einkum í Reykjavík. Einnig er sjóstangaveiði að verða vinsæl íþrótt hér sem annars staðar. Ég vil hvetja sem flesta, bæði karla og konur, sem eiga þess kost að fara á sjó i tómstundum sinum, að reyna það. Það er bæði hollt, gagnlegt og skemmtilegt sport og vekur einnig áhuga ungra manna á sjómennsku. Munið umfram allt að hafa bátinn alltaf i góðu lagi og búinn öllum nauðsynlegum öryggistækj- um, því að á skammri stund skipast veður í lofti. Og síðast en ekki sízt, hafið aldrei áfengi með á sjó. Víða um land hafa smábátaeigendur stofnað með sér félög, og fyrir rúmu ári stofnuðu þessi félög Landssamband smábátaeigenda, sem hefur það markmið áð vinna að áhuga- og hagsmunamálum smábátaeigenda. Framhald á bls. 35, BJARNI KJARTANSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.