Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 19
V Albert Schröder býr nú í Oslo, en er orðínn heilsutæpur. Hér er hann með Volks- wagenbíl, sem hann fékk að gjöf frá nafnlausum vini. þá eins og sjúklinga á heilsúhæli. Schröder var refsað, þótt ekki væri hann sendur aftur til Þýzka- lands. Manneklan var mikil. Með strangri áminn- ingu var hann svo fluttur til Grinifangelsisins. í Grinifangelsinu hélt hann ótrauður áfram likn- arstarfi sinu. Og jafnvel þar syeifst hann einskis. Ekki leið á löngu, áður en „skósmiðurinn í Grini“ var þekktur meðal fanganna. „Skósmiðurinn“ tek- ur við pökkum og bréfum, skósmiðurinn segir aldrei nei — þetta vissu menn mætavel. í febrúar 1945 var kvartað undan honum og hann tekinn til fanga. „Skeísmiðurinn i Grini“ fékk nu á sig fanganúmer í Akershus. Mál hans átti að taka fyrir þann 8. mai. Gestapo krafðist þess að hann yrði tekinn af lifi fvrir svik. Þegar Þjóðverjar gáfust upp 8. mai, var lífi lians borgið, þótt ekki hreppti hann strax frelsið. Setu- liðsmeðlimir voru sendir i sérstakar búðir, og Schröder lenti i einum slíkum. Þjóðverjar höfðu þar stjórnina með höndum, og farið var með Schröder eins og landráðamann. Hann var látinn vinna þrælkunarvinnu, og liann vissi mætavel, að ef liann gerði tilraun til að strjúka, yrði hann skot- inn á staðnum. En Albert Schröder var staðráðinn i að strjúka. Hann átti unnustu, norska stúlku, systur eins fang- anna i Grini. Hann vissi, að hún átti von á barni, en hann vissi ekki, hvað orðið var að henni. Hún var tekin höndum um svipað leyti og hann og var nú horfin í fangelsi eða fangabúðir. í örvilnan reyndi Schröder að leita hjálpar hinna norsku varðmanna, sem stóðu utan við búðirnar. Eitt sinn, er enginn hafði auga með honum, hróp- aði hann til þeirra: „Hefur nokkur ykkar verið i Grinifangelsi?" „Jú, liðsforinginn“, var svarað. „Segið honum, að skósmiðurinn sé hérna“, bað Schröder. Liðsforinginn kom á vettvang, og Schröder leysti frá skjóðunni. „Ef þú getur einhvern veginn kom- ið þér lit úr búðunum og inn á skrifstofuna mina, skal ég reyna að hjálpa þér‘, lofaði liðsforinginn. Schröder tókst svo loks að komast út úr búðun- um. En það var ekki hlaupið að því að verða hon- um að liði. Þjóðverjar höfðu rétt til þess að leita á fimm kilómetra svæði umhverfis búðirnar að Jið- hlaupum. Og Norðmenn höfðu þau fyrirmæli, að hver sá Þjóðverji, sem sæist á víðavangi, skyldi tek- inn og sendur i Þjóðverjabúðir. Liðsforinginn kuni engin ráð betri en að senda Schröder á geð- veikrahæli, en þar var vinur hans einn yfirlæknir. í fimm vikur leyndist Schröder á geðveikrahæl- inu. A meðan hélt leitinni að unnustu hans áfram. Hann komst að þvi, að hún var i Oslo. Schröder klæddist nú borgaraklæðum, hélt til Oslo og gift- ist. Nokkrum vikum siðar fæddist barnið. í heilt ár leyndist Schröder með konu og barn í lítilli íbúð i Oslo. Hann þorði naumast að fara Framhald á bls. 41. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.