Vikan


Vikan - 30.08.1962, Side 23

Vikan - 30.08.1962, Side 23
Drukkinn negri kom til okkar Blessaðir gefið mér fyrir einu glasi .... þetta er ekki nóg, vinur. í hyldýpi öniurleika og aumingjaskapar. <C Marga hafa styrjaldir eyðilagt. A. Það er vonlaust. Þá er Bakkus búinn að vinda sig utan um vesalinginn eins og risakolkrabbi, og sleppir ekki aftur fyrr en maðkarnir taka við. Við eigum nokkra slíka ólánsmenn hérna heima, því miður, og höfum flest séð þá. Sem betur fer eru þeir ekki fleiri en svo, að flestir þeirra eru þekktir meðal almennings, i það minnsta í sjón, enda auðþekktir tilsýndar. Hjá þeim snýst lífið ekki um annað en hvar og hvernig þeir geti komizt yfir næsta „sjúss“. Vinna er þeim óþekkt fyrirbrigði og töf frá drykkju. Matur er þeim aðeins nauðsyn til að geta innhyrt meira af víni. Fjölskylda, ættingjar og vinir eru fyrir þeim og leiðinlegir vegna sifellds nöldurs um ofdrykkju. Heimurinn er ekki til og jafnvel ekki nánasta umhverfi, — aðeins þeir sjálfir og sjúss- inn. Slikir menn eru — eins og hyrjaði á að segja — víðast hvar til, og þá ekki sízt í hafnarliverfum stórborganna. Af hverju hafnarhverfin veljast venjulega til að „hýsa“ siíka menn, veit ég ekki. Líklega er þar yfirleitt meiri umferð manna á svip- uðu stigi, meiri möguleikar á að næla sér í eitthvað drykkjar- eða matarkyns, þar eru sjoppur og alls konar misjöfn fyrir- tæki, þar sem slikir menn fá frekar aðgang að, en í öðrum hverfum horganna. Hver veit? í Nevv York er eitt slíkt liverfi, sem þekkt er um allan heim, enda hafa mörg drykkjumannahverfi dregið nafn sitt af þvi. Helzta gatan þar lieitir „The Bowery“, sem upprunalega mun vera nafn á hollenzkum húgarði, enda bjuggu hollenzkir innflytjendur þarna fyrr á tímum. Þá var þetta niesta fyrirmyndarhverfi og var svo lengi vel. En liklega vegna þess að þetta er nálægt höfninni, risu jiarna smám saman upp alls konar veitingastofur, drvkkjustofur, leikhús og alls konar önnur „hús“, og þeirri þróun lauk svo, að nú er þarna eitt mesta og hörmulegasta drykkjumannahverfi heims. „The Bowery“ fékk síðar á sig annað nafn eða uppnefni, og var í daglegu tali kallað „Skid Ro\v“ eða rennibrautin, þvi eftir þessari götu runnu menn alla leið til botns i drykkjuskap og volæði. Framhald á bls. 39. \P VIKAN 28

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.