Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 20
 SNIÐAÞJÖNUSTA VIKUNNAR Hérna kemur ákaflega ein- faldur og þægilegur heima- kjóll, sem mjög auðvelt er að sauma. Hann er hnepptur nið- ur að framan, ermalaus og kragalaus með belti, sem er hnýtt lauslega yfir mjaðmir. Það er rifsefni i kjólnum og hann er til i 2 litum. Ljós í grunninn með brúnum köfl- um og hvítur í grunn með svörtum og gráum köflum. Þú getur auðveldlega saum- að hann sjálf, því Sniðaþjón- usta Vikunnar sníður liann fyrir þig og merkir fyrir öll- um saumum, einnig fylgir saumatiísögn. Kjóilinn er til í no. 42, 44 og 4(5 og kostar kr. 130.—, tvinni, tölur og flísilin kr. 64.— auka. Útfylltu pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendu til Sniðaþjónustu Vikunnar ásamt 100.— kr., og þú færð kjólinn sniðinn og sendan heim i póstkröfu. Ef þig langar að fá prufu, þá sendu frímerkt umslag til Sniðaþjónustu Vikunnar. Kjólnum verður stillt út í Kjörgarði, kjóaldeildinni á 2. hæð. Ailar nánari upplýsing- ar eru gefnar i síma 37503 á föstudögum og þriðjudögum frá kl. 2—5. PÖNTUNAR- SEÐILLINN ER Á BLAÐSÍÐU 40. BBEFfgp AÐ :f§|| SUNNAN Suðurpól. Kæri Björn. Það er nú orðið í lengra lagi síðan ég skrifaði þér síðast, en eftir því sem mig minnir, skulda ég þér þréf. Það fer allt úr skorðum um hásum- arið, sem ekki er að undra. Engum er láandi, þótt hann vilji nota þessa fáu daga. í raun og veru er sumarið aðeins tveir mánuðir hér á fs- landi. Og í ágústlok er raunar orðið æði haust- legt oftast nær. Ég var að lesa það í einhverju útlendu blaði, að maður hugsi bezt á vorin. Þá sé einhver vaxtarsproti í hugsuninni líkt og í grösunum. Svo hugsar maður sæmilega á haust- in, sagði blaðið, en yfir sumartímann fæðast sjaldan hugsanir, sem eru mikils virði. Það var sökum hitans; heilinn vinnur bezt við meðal- hita. í kulda á vetrum dregur úr starfseminni og í miklum hitum verður maður sljór. Við lestur þessarar greinar datt mér í hug, að við íslendingar ættum að hugsa álíka skarplega allan ársins hring. Hér er aldrei heitt og aldrei kalt. Þvílík aðstaða í lífsbaráttunni. En hvern- ig hugsar fólk? Kannske betur og fjölskrúðug- ar en annars staðar, en harla ómerkilega samt að því er mér virðist. Og æði margir hugsa svo sem ekki neitt, en líða áfram og láta berast með straumnum án sjálfstæðra skoðana. Og samt höfum við þessi einstöku skilyi'ði til að hugsa. Ég var að blaða í Vikunni um daginn og sá þar grein um nýtt dagblað, sem átti að fara að hleypa af stokkunum og líklega hefur það litið dagsins ljós, þegar þetta bréf kemur á þrykk. Sjálfsagt er það hið þarfasta verk að gefa út ó- háð dagblað, en mér dettur í hug, að sú hug- sjón eigi erfitt uppdráttar af einni ástæðu: Eng- in samtök og enginn stjórnmálaflokkur munu kreista út fé handa þessu blaði, þegar illa ár- ar. Öll dagblöðin utan eitt, eru föst í sama pytt- inum hvað þetta snertir. Fámennið er svo gíf- urlegt, að það er útilokað að ná nokkurri veru- legri sölu. Mér hefur komið til hugar, að margt gætu þessi blöð gert til þess að bæta afkomu TOMATSR OQ QURKUR Afhýðið ekki gúrkurnar, þvi börkurinn er bætiefnaauðugur og bragðsterkur. Þær geymast lengi í kæliskáp, en mega ekki vera of nærri kælinum. Bezt er að láta þær í plastpoka eða málm- pappír ef þær eru geymdar i ís- skáp. ÝMSAR UPPSKRIFTIR AF RÉTTUM, SEM GÚRKUR ERU NOTAÐAR í. GÚRKUPIKLES. Aj-V 30—40 gúrkur, 2’L I. edik, 250 gr. sykur, 4 rauð piparhulstur, 2 matsk. sinnep, 20 mjög litlir laukar, 4 lárviðarlauf, piparkorn. Gúrkurnar lagðar í sólarhring i kalt vatn, teknar upp úr og lagðar í saitvatn (125 gr. salt i hvern 1. vatns) og látnar liggja í því i tvo sól- arhringa. Þá eru þær teknar upp úr og þurrkaðar og skornar i sneiðar, 2—3 cm. breiðar. Allt efnið, ásamt gúrkunum sett i edikið og suðan lát- in koma upp. Gúrkurnar lagðar i hreinar sultukrukkur og leginum hellt yfir. Látið standa i nolckra daga og rétt áður en bundið er yfir þær, verður að setja rotvarnarefni i. Ef þær eru of súrar, verður að sjóða þær aftur með meiri sykri áður en efnið er sett í og bundið yfir. VENJULEGT GÚRKUSALAT. leggið þær á disk og annan disk yfir þær, en stráið salti á þær áður. Legg- ið eitthvað þungt ofan á efri diskinn og pressið þær í 15 mín. Hellið þá leginum, serm safnazt hefur, af þeim og leggið í lög gerðan úr ediki, sykri, salti og pipar. Látið standa nokkra stund. GÚRKUR A LA CREME. 2 gúrkur, 2 matsk. rjómi, 1 matsk. hveiti, 1 tesk. salt. Gúrkurnar rifnar á rifjárni og sett- ar í pott. Rjómanum hellt á og suð- an látin koma upp, hveitinu og salt- inu stráð yfir og soðið litla stund. Ekkert annað krydd á að setja í, til að yfirgnæfa ekki gúrkubragðið. Gott með kjöt- og fiskréttum. TYRKNESKUR HRISGRJÓNA- RÉTTUR MEÐ GÚRKUM. Sjóðið hrísgrjón í vatni og salti i Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar, 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.