Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 16
ÚRDRÁTTUR: Þrír yfirmenn námurekstursins í Ungava, Norður-Kanada, eru á leið- inni heim til „siðmenningarinnar“ með lítilli flugvél, eftir sumarlangt starf þar nyrðra. Ung stúlka, dóttir trúboðshjóna þar norður frá, fær far með þeim. Þetta er í september- mánuði og allra veðra von á norð- urslóðum, en flogið er yfir víðar auðnir og hrikalega fjallgarða-- Eirrautt hárið féll i lokkum um herðar henni, mun síðara en sam- rýmdist tízkunni. Og nú þóttist Dahl sjá hvað væri athugavert við klæða- burð hennar. Fötin voru að vísu úr góðu efni — en þau báru með sér, að þau höfðu verið pöntuð eftir verð- lista og fóru eftir því, auk þess sem þau voru alltof gamaldags til þess að stúlka, sem ekki var nema tuttugu og fjögurra ára, gæti látið sjá sig í þeim á almannafæri. Aftur á móti var öll framkoma hennar og málfar eins og vel menntaðri og vel uppalinni stúlku bezt sæmdi. Gat það átt sér stað, að hún hefði dvalizt hér í Ungava óslit- ið frá því hún var níu ára að aldri? Þá hlutu foreldrar hennar að hafa vandað vel uppeldi hennar i æsku, og Dahl spurði sjálfan sig, hvernig nokkr- ar manneskjur, jafnvel þótt um trú- boða, brennandi í andanum, væri að ræða, gætu einangrað sig svo lengi frá umheiminum og siðmenningunni. Því næst minntist hann, rétt eins og hann væri að ráða gátu, þess, sem Greatorex hafði sagt I sambandi við stúlkuna: „Það búa ekki neinir hvit- ir menn við Rahklekflóann, að und- anskildum foreldrum hennar, vitan- lega, sem finnst því að hún verði að fá tækifæri til að.... kvænast manni af sinum eigin kynþætti. Þess vegna senda þau hana til frændfólks sins I New Jersey. Upphaflega stóð til, að hún tæki sér far með birgðaskipinu, en því hefur seinkað svo I ár, að ég bauð þeim far handa henni með flug- vélinnl". Og svo hafði Greatorex bætt við: „Þið verðið bara að haga ykkur kurt- elslega I návist hennar. Hún er sak- laus eins og níu ára barn „Þú þarft ekki að líta á mig", hafði Prowse sagt og hlegið við „Þess hátt- ar dúfur eru ekki fyrir mig“. Dahl heyrði að hreyfill vélarinnar herti átakið; Surrey gerði tilraun til að hækka flúgið, svo hann kæmist unn fyrir hríðina. Þegar hað tókst ekki, lækkaði hann flugið til muna og skyggndist eftir kennileitum. Hvergi sást neitt nema sniór og hríð. Ef allt hefði verið með felldu. áttu bau að vera komin á fvrsta áfanvastað*nn fvrir klukkustundum síðan. Dnþl vissi að eldsneytið hlaut að vera á imotum. Sjálfur átti hann nótr eidsnnvti í bili. Og þegar hann hafði fengið sér vænan viðbðtarteig úr flevvnum. bö^ti honum sem allt væri I stakasta lagi. Storminn hlaut bráðum að lægia, hríðinni að slota. Og sennilega hafði Surrey þegar sannfærzt um það að hann væri alveg í námunda við á- fangastaðinn; beið þess einungis að ör- litið rofaði til, svo hann gæti lent. Andartaki siðar dró þó nokkuð úr þeirri vissu Dahls. Surrey lækkaði enn flugið og svipaðist um eftir kenni- leitum, herti svo allt í einu á hreyfl- inum allt hvað hann mátti og beindi vélinni bratt upp á við. Dahl grillti I jörð fyrir neðan, hrikalega hamra- tinda, ekki meira en tuttugu fet fyrir neðan bátana. Fýrir nokkrum minút- um mundi honum hafa brugðlð svo um munaði, en nú var farið að svifa 16 VISAM FRAMH ALDSSAGAN 2. HLUTI EFTIR LAWRENCE EARL svo á hann aftur, að hann gerðl sér óljósa grein fyrir hættunni. En það mundi hann þó, að ekki átti að vera neinna slíkra fjallatinda von i grennd við lendingarstaðinn. Aftur á móti brá honum, þegar hann heyrði stúlkuna reka upp ann- arlegan hlátur. Þegar flugvélin hafði náð nokkui hundruð feta hæð og tók aftur lárétta stefnu, hallaði Greatorex gamli sér fram í sætinu og klappaði á öxl stulk- unnar, en einhvern veginn fannst Dahl, að hann mundi gera Það öllu frekar til að róa sjálfan sig. Stúlkan virtist miður sin og baðst afsökunar á hlátrinum. Prowse var nábleikur af ótta, kreppti hendurnar svo fast að sæti'sbríkunum, að hnúarnir hvítnuðu. Dahl fann yl áfengisins seytla um hverja taug. Þau eru öll drephrædd, hugsaði hann, ég einn er óhræddur. Enn setti hann fleyginn á munn sér og drakk í botn. Þá kvað við skerandi, sargkennt málmhljóð frá hreyflinum og um leið fór snarpur titringur um alla vélina. Á næsta andartaki heyrðist ekki neitt, ekki einu sinni frá hreyflinum. Surr- ey leit um öxl og mælti hátt og með áherzlu: (( „Spennið á ykkur öryggisbeltin.... Þannig var þetta Þá... .Dahl varð dálitið undrandi, fann jafnvel vakna með sér nokkra eftirvæntingu í stað ótta. „Hvað er að?“ Há og hvell rödd stúlkunnar rauf martröð þagnarinn- ar. „Er flugvélin að.... “ Dahl spennti á sig beltið, vélrænum handtökum. Hann heyrði einhver ann- arleg kokhljóð úr næsta sæti — Það var Prowse, sem seldi upp af skelf- ingu. Enginn gerðist til að svara spurningu stúlkunnar. Uti fyrir kvað við hvinur loftsins við vænbörðin, þeg- ar vélin tók dýfuna. Þannig var það þá að standa aug- liti til auglits við dauðann, hugsaði Dahl. Það, sem hann hafði óttazt alla ævi, var sem sé ekki voðalegra en þetta. Tómur fleygurinn lá á hnjám honum, og hann lét hann falla á gólf- ið. „Allir búnir að spenna á sig beltin?" spurði Surrey hæversklega, en leit ekki um öxl. Dahl varð litið út um gluggann og sá trjátopp á fleygiferð og svo ná- lægt, að hann beygði sig ósjálfrátt til hliðar í sætinu. Prowse seldi ekki lengur upp, hann var náfölur eins og liðið lík. Skyldi Peggy systir mín í St. John syrgja mig látinn, hugsaði Dahl. eða verða því fegnust að losna þannig við mig? Einhverra hluta vegna minntist hann þess nú, hve skemmtilegt siðasta árið við háskól- ann var; árið fyrir styrjöldina, siðasta góða árið. sem hann hafði lifað. Það var merkilegt hversu margs hann gat minnzt bessa örfleygu andrá, hve margt hann gat séð fyrir hugskots- siónum sinum. Annað flotskíði flugvélarinar snart; trjágrein, svo hún skekktist til á svif- inu niður á við. Dahl bjóst við að hún steyptist kollhnýs við áreksturinn, en bað varð ekki, heldur breytti hún ein- ungis um stefnu og um leið herti vindhvininn við vængina. 1 næstu and- ••á hlaut þessu öllu að Ijúka. Dahl mundi ekki óttast dauðann framar. ..Nei... .nei...." Það var Prowse, sem veinaði, eins og I mótmælaskyni, og Dahl, sem vildl njóta síðustu andrárinnar í þögn, svaraði hranalega: „Þegiðu!" Prowse hlýddi. Skyndilega sást myrkur vatnsflötur fyrlr neðan og framtindan, kembdur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.