Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 43
Rgftu deaUMii^lnM Draumspakur maður ræður drauma fvrir Icscndur Vikunnar. Kæri draumaráðandi. Fyrir stuttu síðan dreymdi mig einkennilegan draum. Mér fannst ég vera í bil, sem strákur, sem ég var einu sinni meS, á. Allt í einu er mér litiS á gólfiS og þar liggur for- láta festi úr glerperlum. Mér fannst þetta vera festi beztu vinkonu minn- ar og tek ég hana upp og ætla aS fara meS hana til vinkonu minnar en um leið og ég tek hana upp renna perlurnar af og út um allt gólfið. Ég hugsaði ekkert um að tína perl- urnar upp, en hélt áfram ferðinni. Fyrir hverju er draumurinn? MeS fyrirfram þökk fyrir svarið. Stina. Svar til Stínu: Draumurinn bendir ekki til þess að ástarævintýri þitt hið gamla eigi eftir að endurnýja sig. Hins vegar virðist draumurinn aðallega vera bending um að „bezta vinkona þín“ muni lenda í svipuðu ástarævintýri eins og þú lentir í þá og jafnvel með gamla „stráknum“ þínum. Kæri draumaráSningamaður. Mig langar til að fá ráðningu á eftirfarandi draum. Ég stóð úti á túni hjá sívölum staur er stóð upp á endann og var ég að virða fyrir mér hvað slétt hann væri gaSur. í því kemur eitthvað fijúgandi, lík- ast litlu aflöngu kartöflufati að lög- un. Það rekst í staurinn og brotnar. Þá kemur annað fat alveg eins og hiS fyrra nema litlu stærra og fer á sömu leið, það rekst á staurinn og brotnar. En þá kemur þriðja fat- ið og er það stærst, það rekst á staurinn en brotnar ekki, heldur svífur þrjá hringi umhverfis hann en fellur þá til jarðar og á hvolf en snýst jafnskjótt við og sé ég þá að það er gulllitað innan og glóir á ])að. Lengri var draumurinn ekki og vonast ég lil þess að fá ráSningu birta sem fyrst. Draumey. Svar til Draumeyjar: Staurinn, sem þú stóðst hjá er að mínu áliti tákn deiluefnis rnilli þín og einhvers. Svo virðist sem þessi deiluefni séu í höfuð- atriðum þrennskonar, og virðast tvö hin fyrstu verða áfram á- steitingsefni, en hið síðasta snýst ykkur báðum til gæfu og gengis. Kæri draumaráðningamaður. Mig langar til að biðja þig að ráða draum fyrir mig, sem mig dreymdi um mig og skólasystur mína, sem ég þekkti fyrst núna í vetur. Hún er 17 ára en ég er 19. Mig dreymdi, að við vorum að ganga eftir götu í lilt- um þéttbyggðum bæ, sem mér fannst vera Garðurinn, en var þó ekkert likt honum. í þessum bæ voru 2 kirkjur, önnur gul timburkirkja, en hin stór og grá steinkirkja. Ég spyr skólasystur mína í livorri kirkjunni hún hafi verið fermd, og bendir hún á steinkirkjuna. Svo fanst mér að það ætti að fara að ferma okkur saman. Ég gekk inn kirkjugólfið í hvítum kyrtli og þegar ég kem í kór- tröppurnar mæti ég gamalli skóla- systur minni (við vorum saman í unglingaskóla) og spyr hún mig, hvort ég sé fyrst núna að láta ferma mig. Ég sagði henni að ég hefði vilj- að bíða eftir bróður mínum (en hann er ári yngri en ég) og væri því fyrst núna að láta ferma mig. Svo þegar ég kem upp i kórinn sé ég hvar standa tveir strákar um 20 ára og man ég bara eftir öðrum. Hann var hár og grannur, dökkhærður og var í mislitum fötum, gráum jakka og dökkum buxum. Mér fannst þeir ættu að fermast með okkur. Þegar ég geng inn i herbergi inn af kórnum, sé ég hvar ákaflega hugguleg kona á íslenzkum búning er að klæða skólasystur mína í hvítan kyrtil. Þegar við stóðum í kórnum vorum við öll með íslenzka fána. Stöng skólasystur minnar var svo stór og falleg en mín svo lítil og vesældar- leg og svignaði öll undan fánanum og var oddhvöss í endann. Ég stóð alveg við kórtröppurnar og fyrir neðan sat maður, sem horfði svo mikið á mig, og fannst mér þá svo leiðinlegt hvernig mín stöng var og rétti hana þá við og varð hún þá al- veg eins falleg og stöng skólasyst- ur minnar og við það vaknaði ég. Fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Á. G. Svar til Á. G.: AS dreyma sig fara til kirkju er venjulega fyrir breytingu til hins betra í lífinu. Samkvæmt draumnum voru tveir piltar til staðar upp við kórinn, sem bendir til að lcirkju- ganga ykkar hafi verið á einhvern hátt tengd þedm. AS halda á fána bendir til hækkunar á hinu verald- lega sviði hjá ykkur, bæði hvað mannorð ykkar áhrærir og efnalega. Hinn hvíti kyrtill skólasystur þinn- ar bendir til að draumurinn sé tengdur giftingum. Flaggstöng þín bendir til að fyrst í stað hafir þú verið eitthvað vansæl með fram- vindu málanna, en það lagast allt í samræmi við stöngina. Maðurinn, sem horfði svona mikið á þig, er tákn þess að einhver er farinn að lita þig hýru auga með hjónaband eða eittlivað slikt fyrir augum. MANADAR RÍTIÐ í hverjum mánuði. ViKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.