Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 3
VIKAN 90 SMÁL. SKÍÐASKIP FRÁ GRUMMAN ^yrir nokkrum arum voru Grumm- an-verksmiSjurnar heimskunnar fyr- ir flugbáta sína. Nú er þeirra enn getiS í heimsfréttum — aS þessu sinni fyrir „flugbáta“, sem að vísu sleppa ekki vatnsfletinum að fullu, heldur „fljúga“ eftir honum á eins konar sjóskíðum, en þeim mun áður hafa verið lýst nokkuð hérna i þætt- inum. Jamkvæmt tilkynningu, sem okk- ur hefur borizt frá Grumman fyrir- tækinu, fór nýtt skíðaskip, sem það hefur fyrir nokkru hleypt af stokk- unum, fyrstu reynsluför sina þann 5. júní siðastliðinn. Er þetta 90 smá- lesta skip, 104 feta langt og skrokk- urinn að öllu leyti gerður úr álúmíni. og tekur um sextfu farþega. I reynsluförinni skreið þetta renni- lega og glæsta skíðaskip 00 hnúta ■— en með breyttum skíðaútbúnaði skríður það 80 hnúta! Nýstárlegást í gerð þessa skiða- skips er þó vafalaust það, að það er ekki knúið skrúfu eingöngu, heldur og vatnsþotuhreyfli með tveim út- þrýstistútum — einum á hvorri hlið — og getur hvor þeirra um sig fram- leitt 1000 kg þrýsting. Vatnsútþrýst- ingurinn frá þessum stútum hefur þrenns konar áhrif — hann lyftir undir skipið, svo kjölur þess slepp- ir yfirhorðinu þegar er það hefur náð 26 hnúta skriðhraða; fyrir at- beina hans, haggast skipið ekki á sjó, jafnvel þótt í verulegum öldu- gangi sé, eftir að það er komið á fullan skrið og kjölur þess er að minnsta kosti fimm fet uppi yfir vatnsskorpunni, og loks er skipinu stýrt með því að draga úr þrýstingi öðrum megin eða auka hann eftir því sem með þarf. Vél sk-ipsins er 1050 hcstafla, skrúfan þriggja blaða, hreyfiorkan á öxul 14.000 hestöfl. Eftir þessa reynsluför verður þetta skiðaskip, sem hlotið hefur nafnið „Denison“, reynt á Atlants- hafi, en upp úr nýjárinu verður það í áætlunarferðum milli Port Ever- glades og Bahamaeyja. En Grumman verksmiðjurnar ætla ekki að láta þar við sitja. Um þetta Framhald á bls. 42. 1. Peueeot 404“ — virðulegur bfll, línurnar hreinar og látlausar. 2. Þa8 fer vel um bilstjórann í sætinu, mælaborðið er einfalt og blasir við augum. PEUGEOT 404 -— HARÐASTI KEPPINAUTUR VOLVO AMAZONE í Svíþjóð — sjálfu heimalandi Volvósins — er franski billinn Peugeot 404 talinn harðasti keppi- nautur Volvo Amazónunnar, sem flestir hér kannast vel við. Þessir tveir bílar eru af svipaðri stærð, lik- ir um margt — en líka ólíkir um margt. Útlit bila, heildarsvipur, er að visu alltaf smekksatriði, en flest- ir munu telja Peugeot 404 fallegan og glæsilegan bil, þrátt fyrir ytra lát- leysi — línurnar hreinar og allt „yf- irbragð“ virðulegt. Hið innra ber Peugot 404 franskri smekkvísi óg raunhæfni ljóst vitni. Við prófun, sem framkvæmd var af sænskum bilasérfræðingum fyrir skemmstu. hlaut Peugeot 404 hina beztu dóma. Þeir gátu þess sérstak- lega, að vart mundu finnast betri og þægilegri sæti 1 nokkrum bil — og þótt billinn virðist sveiflast nokkur á kröppum beygjum, finnist það ekki inni í bilnum, vegna sætisgæðanna. En fyrst og fremst telja þeir bilinn þó óvenju þægilegan i hröðum ak’átri, 3. Hið innra ber allt vitni franskri smekkvísi og raunhæfni. það sé þreytulaust að aka honum að staðaldri á 130—135 km hraða á klst. — þar mun þó miðað við betri vegi en hér gerast — og ekki kenni minnsta titrings frá hreyflinum, sem er 72 hestöfl. Þá segja þeir og að hreyfilorkan gernýtist, og megi Peu- geot 404 þvi teljast einkar sparneyt- inn. Þó séu ökugæðin, eins og áður er getið, hans mesti kostur. Útgefandí: Hilmi'r h.f. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: , Hilmar A. Kristjánsson. .. \ ..... i Kítstjórn og áúglýsiugur: SkiphoiP* 33. Sitper: 3p32Ö. 30821, 35822, 35323. Pósthólf 119. Afgreifida og dreifíng: Biaftadreifipg, l.augavegi 133, slný 30720. Dreihugarstjóri Óslsar Kaiis-: son. Vt rft i lausasölu kr. 15. Áskrjf^, arverð er 200 kr, ársþriðjungslegaí greiðist fyrirfram. Prentun: llilmir h.f. Mýndamót: Kafgraf h.f. Lf. næsta blaði verður m. a. • Hitinn var óbæriíegur. — Runólfur Sæmundsson flutti með fjölskyldu sina til Argentínu og bjó þar um tíma. Hann er nú fluttur heim aftur og segir frá reynslu sinni af búsetu í Buenos Aires og Argentínumönnum. • Sá rétti maður. — Bráðsnjöll smásaga eftir J. C. Thompson. • Kaldhæðinn húmoristi í blaðamamiastétt. — Gísli J. Ástþórs- son í aldarspcgli. ■MB|nVWnn Þær þúsundir manna, sem að undanförnu hafa sótt knattspyrnuleiki i Reykjavík, hafa vafalaust kennt manninn á forsíðunni við fyrstu sýn, en þeim, sem ekki hafa haft aðstöðu til þess að komast á völlinn, skalt sagt, að þar er ÞÓEÓlfur Beck, snjallastur kappi í hópi íslenzkra knattspyrnumanna um þess- ar mundir. Hann er arftaki afburðamanna í íþróttinni eins og Alberts og Rikharðs og sönn fyrirmynd öðrum knattspyrnumönnum, sem þyrftu að leggja á það talsverða áherzlu að auka „breiddina“ í íþróttinni. Halldór Pétursson teiknaði myndina. • Ósýnilegi veggurinn. — Smásaga. • Að njóta líðandi stundar. — Grein eftir Herborgu. • Gagnkvæm vinátta og góður andi. — Rætt við Vigdísi Elías- dóttur, kennara í Laugalækjarskóla. • Konan og dagurinn. — IVIjög athyglisverð smásaga eftir nýjan, islenzkan höfund. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.