Vikan


Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 30.08.1962, Blaðsíða 21
r HANDAVINNA sína, væru þau eltki ofurseld rótgróinni and- stöðu hvert við annað af pólitízkum ástæðum. Ein góð prentvél gæti prentað öll dagblöðin og gert það miklu betur en nú er gert. Um þetta munu að sjálfsögðu aldrei verða samtök, þótt það hafi komið til mála manna á milli. í stað þess kjósa blöðin að braska hvert fyrir sig með rándýrar prentsmiðjur og jafnvel myndamóta- smiðjur. Annars er eitt höfuðeinkenni á íslenzkum dag- blöðum: Meginpartur vinnunnar virðist lenda á örfáum mönnum. Einn dagblaðaritstjóri sagði mér, að 20% af mannskapnum framkvæmdi 90% af því að koma blaðinu saman. Og svo er annað: Nokkrar tilraunir hafa verið .gerðar til þess að fjörga útlit á íslenzkum dagblöðum, einkum þó tveim þeirra. Þessar tilraunir tók- ust sæmilega, stundum meira að segja ágætlega, en stíllinn var sjaldan útfærður í gegnum blað- ið, heldur áttu þessar umbætur fj'rst og fremst við forsíðuna og baksíðu. En hvað gerðist svo? Þegar frá leið, minnkaði spennan að því er virt- ist, og það var farið að kasta höndunum til hlut- anna að nýju. Ástæðan: Nýr ritstjóri hafði ver- ið ráðinn, hann hafði tekið sig til og gert heil- miklar umbætur. En vinnan lenti öll á honum sjálfum og hann varð að vinna fram á nætur. Það Iiggur í hlutarins eðli, að ritstjórinn á ekki að þurfa að vinna að því að brjóta heilann um útlit blaðsins í smáatriðum. En þannig er það. Og menri héldu út við þetta einn eða tvo mán- uði og síðan ekki söguna meir. Þá voru þeir upp- g'efnir, sem enga skyldi furða á. Svona eru vinriu- brögðin á íslenzkum blöðum. Það þarf að borga miklu betur fyrir blaðamennsku en gert hefur verið, til þess að hæfir menn veljist til þeirra starfa. Blöðin hafa alveg ótrúleg áhrif á málfar landsmanna. Það er ekki nóg að hafa einn eða tvo menn á hverju blaði, sem drepa sig fyrir tímann. Eða hvað segir þú um þetta, Björn? Ég bíð eftir svari í næstu viku. Þinn einlægur, Brandur á Suðurpól. jSkópoki Ilér kemur snið af einföklum og hentug- um skópoka. Búið til snið eftir skýringarmyndinni og klippið út. Efnið er 1,40 m af 80—90 cm breiðu röndóttu léreftsefni og 3,75 m af hvít- um skáböndum. Einnig má nota einlitt lér- eftsefni í dökkum lit og brydda með ská- böndum í þeim lit, sem fer vel við efnið. Sniöið pokann og vasana eftir sniðunum. Bryddið vasastykkin að ofan og fellið (sjá mynd). Þræðið fellingarnar fastar og strauið vel niður. Brjótið stóra stykkið tvöfalt, svo það verði 80x25 cm. Mcrkið fyrir miðju á stykk- inu og miðju á vösunum og þræðið saman." Brjótið 1 cm inn af vasastykkjunum að neð- an, nema þvi neðsta. Þræðið stykkin föst eftir skýringarmyndinni. Stingið stykkin að neðan 3 ,mm frá brún, einnig til hliðanna. Brvddið með skábarid- inu allt í kring um pokann. Festið 3 gluggatjaldahringjum ofan á pok- ann og hengið upp. jSárltontnr ?Iér cru sýndar 0 aðferðir við að ganga frá sárköntum eða földum. 1. Ágæt aðferð við silkiefni. Fyrst eru nokk- uð margir þræðir raktir yfir efnið og síðan strekkt á því með ca. 2ja cm milli- bili, myndast þá bylgjur eins og sést ó myndinni. 2. Mjög einföld aðferð. Klippt er með zig- zag skærum i áður merktar tungur. 3. Góð aðferð við þunn silkiefni t. d. „sjörsette“. Faldurinn er rúllaður örlítið upp og síðan iagt niður við eins og myndin sýnir. 4. Frekar grófur faldur. Fyrst er saumaður mjór einbrotinn faldur i saumavél, siðan er hann brotinn yfir aftur, og saumaður i höndum eins og myndin sýnir. 5. Tungufaldur. Fyrst er faldurinn tvibrot- inn og þræddur, síðan er saumað yfir hann eins og sýnt er á myndinni. I &asy ZOchx. SOcuj. J 12 mín., setjið lok á pottinn og látið grjónin standa 1 aðrar 12 mín. 2 gúrkur skornar i ílanga bita, lagðar í pott með sjóðandi vatni og soðn- ar í 5 mín. Teknar upp úr með gata- skeið. Þunnt lag af hrisgrjónum lagt í eldfast fat, tómatsneiðum, soðnum gúrkunum, rifnum osti og rifnum lauk stráð þar yfir og annað lag af hrisgrjónum lagt þar ofan á og þann- ig til skiptis nokkrum sinnum, en efst er haft hrísgrjónalag og rifnum osti stráð yfir. Smjörlíkisbitar sett- ir ofan á og bakað i meðalheitum ofni i ca. 25 mín. HARLEKINSALAT. 1 gúrka, 2 rauð piparhulstur, 200 gr. majones. Piparinn og gúrkan skorin i langa, mjóa bita og blandað í majonessós- una, sem hefur verið bragðbætt með salti og svolitlu af ediki. OFNBAKAÐUR GÚRKURÉTTUR. 300 gr. majones, 60 gr. hveiti, % dl. mjólk, 2 eggjarauður, 2 eggjahvit- ur, 1 matsk. sitrónusafi, 1 tesk. salt, 2 gúrkur. Hveitið er hrært saman við majo- nessósuna og eggjarauðurnar settar í með mjólkinni. Sítrónusafanum og saltinu bætt í og síðast eru stíf- þeyttar hviturnar settar varlega i. Þunnt lag af deiginu lagt á botninn á eldföstu fati. Gúrkurnar rifnar og lagðar ofan á, og svo það sem eftir var af deiginu efst. Fatið er sett neð- arlega i ofn og bakað við meðalhita i u. þ. b. 30 min. Borið fram strax. GÚRKUBÁTAR. (Fylltar gúrkur). Þetta er skrautlegur og skemmti- legur réttur. Gúrkan eT skorin sund- m ur eftir endilöngu. Stundum er skafið svolitið innan úr henni til að meira komist í hana af fyll- ingu, en stundum er fyllingin lát- in sitja ofan á. Ef gúrkan er skaf- in, er því, sem úr henni kemur, blandað saman við eitthvað i fyll- ingunni. Allt mögulegt má nota til að fylla hana með, en skemmti- legt er að velja fallega iiti saman. Rækjur, majones, tómatar, rifnar gulrætur, alis konar hrátt græn- meti, fiskur og kjöt, sem er hakk- að, eða bitað mjög smátt, eitthvað Framhald á bls. 38. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.