Vikan


Vikan - 07.02.1963, Síða 23

Vikan - 07.02.1963, Síða 23
FEGURSTU INGAR VISSULEGA geta drottningar verið fagrar, þótt þær séu ekki fegurðar- drottningar, það sanna þessar myndir, sem við birtum héma á síð- unni. Það mundu margar svokallaðar fegurðardrottningar þakka sínum sæla, ef þær væru eins fallegar og sumar hverjar aivöru-drottningarnar. Erlendur blaðamaður gerði það að gamni sínu fyrir nokkm, að birta þessar myndir í blaði sínu, og láta svo sem þær væm í fegurðarsamkeppni sín á milli, og bjó t'il snotra lýsingu á því er þær gengu upp á sýningarpallinn, hver á fætur annari til að sýna sig og keppa um titilinn: Heimsins fegursta drottning. Sir Winston Churchill var kynnir og dómari, enda var þetta gert á 88 ára af- mælisdag hans 30. nóv. s.l. Það voru fyrst mikil vandræði með að ákveða hvaða drottning ætti fyrst að ganga upp á pallinn, en einhver úrræða- góður náungi bjargaði málinu við með því að stinga upp á því snjallræði, að sú drottningin, sem lengst hefði setið í veldis- stóli, skyldi fyrst ganga upp á pallinn. Þess vegna var það, að Elizabeth Eng- landsdrottning gekk fyrst virðulega upp á pallinn, sneri sér í nokkra hringi til að sýna sig mannfjöldanum, og settist svo virðulega í eitt hásætanna, sem þar hafði verið komið fyrir. Síðan komu þær hver af annari, Sirikit drottning í Thailandi, Grace frá Monakko, Farah keisaraynja frá Persíu, Fabíóla Beigiudrottning og lo'ks Jacqueline Kenne- Jacqueline Kennedy. DROTTN- í HEIMI dy forsetafrú Bandaríkjanna. Greinin skýrir ekki frá því hvernig úr- slitin urðu, enda hefðu vafaiaust orðið úr því æðisleg mill'iríkjamál og kalt stríð, ef ekki heil heimsstyrjöld, því alltaf hefði ein- hver móðgazt. En það er ekkert á móti því, að þið ger- ið ykkur e'inhverja skoðun á því, hverja þið munuð kjósa í fyrsta sæti, annað o. s. frv., — en varizt bara að láta nokk- urn vita um álit ykkar, því það gæti orð- ið dýrt — ef einhver móðgast. Sirikit. Grace furstafrú. Fabiola. - 23 VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.