Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 24
llrog n á ým§a vegrii
Bezt er aS sjóða hrognin í málmpappír
og má búa til einn eða fleiri pakka í pott-
inn, eftir því sem henta þykir. Það verður
að loka pökkunum vel, sérstaklega ef
hrognin eru ekki heil, en þeir eru svo
lagðir hlið við hlið í pott með sjóðandi
saltvatni. Þau eru soðin í nákvæmlega
hálftíma. Sé húðin höfð á þeim, eftir að
þau eru soðin, eru þau sneidd niður, heit
eða köld, en sé húðin tekin af þeim, má
hræra alls konar krydd saman við þau.
Það má þó ekki vera of mikið, svo að
bragð hrognanna fái að njóta sín. Rifinn
laukur er gott krydd í hrogn og salt og
pipar er sjálfsagt að nota. Sítrónusneiðar
eru góðar með hrognum hvernig sem þau
eru matreidd. Hrogn eru mjög góður og
næringarríkur matur, en í þeim er sér-
staklega mikið af A-bætiefni — jafnmikið
og í þorskalifur. Uppskriftirnar hér á eft-
ir eru ætlaðar fyrir fjóra.
SÍLD f HROGNFARSI.
6 síldir, 250 gr hrogn, 1 lítill laukur,
100 gr sveppir, 2 matsk. rasp, 1 egg (eða
tvær eggjahvítur), 2 tsk. salt, pipar, %
dl soð af hrognum, 50 gr smjörlíki.
Beinin tekin úr síldinni og hún flökuð
í tvennt. Húðin er tekin utan af hrogn-
unum og laukurinn og sveppirnir rifnir
á rifjárni. Búið til fars úr hrognunum,
lauknum, sveppunum, raspinum, egginu,
salti og pipar, allt hrært vel saman og
smurt á hvert síldarflak, sem síðan er
rúllað upp frá sporðinum og rúllurnar
lagðar í eldfast fat. Ef afgangur er af fars-
inu er það lagt inn á milli síldarflakanna,
eða í mitt fatið. % dl af hrognasoði hellt
yfir og soðið í ofni í 15—20 mín. við
170—200 gr. hita. Ristað brauð borið með.
'©> IIROGNRÖND.
250 gr hrogn, svolítið soð af hrognun-
um, 7 blöð matarlím, 1 tsk. salt, pipar, sítróna,
humarlitur, 200 gr majones.
Hrognin eru soðin og tekin af þeim húðin.
Þau eru hrærð með það miklu soði, að úr þessu
verði hálfur líter. Matarlímið sett í með sítrónu-
safa, kryddað með salti og pipar. Hellt í hring-
form, sem skolað hefur verið með kðldu vatni.
Þegar það er orðið stíft er því hvolft á fat.
Majones má búa til þannig:
MAJONES.
2 dl matarolía, 2 eggjarauður, 1 tsk. franskt
sinnep, 1 tsk. salt, pipar, 1 tsk. edik, 1 tsk.
rifinn laukur, 2 rifnar sultaðar gúrkur, 1 tsk.
brún sósa (H.P. eða Worcestershire).
Sinnepið þeytt saman við eggjarauðurnar og
olían látin drjúpa í. Kryddað með öllum hinum
efnunum og sett inn í hrognhringinn. Rund-
stykki eða ristað brauð borið með.
AIOLI (franskur réttur fyrir 12 manns).
% kg rauðsprettuflök, % kg þorskflök, 250
gr hrogn, 2 tómatar eða tvö rauð piparhulstur,
1 gúrka, 4 gulrætur, 1 salathöfuð, 25 gr smjör-
líki, 400 gr majones, sem helzt hefur verið lituð
gul. í þessari gömlu frönsku uppskrift er not-
aður hvítlaukur í majonessósuna, en þeir sem
ekki kæra sig um bragðið af honum, geta notað
venjulegan rifinn lauk.
Aioli getur verið veizluréttur ef rauðvín er
borið með, á eftir er gott að hafa ostabakka
og einhvern léttan ábætisrétt. Kartöflur og rauð-
beður eru hafðar með réttinum.
Fiskflökin soðin í 3—4 mínútur, vatnið látið
renna af þeim og þau kæld. Hrognin soðin,
kæld og skorin í sneiðar. Gulræturnar skafnar
og skornar í mjög þunnar sneiðar, sem eru soðn-
ar í smjörlíki í 10—15 mín., en ekki saltaðar.
Fræin tekin innan úr rauða piparnum og hann
skorinn í sneiðar, sömuleiðis tómatarnir og
gúrkan (nota má sultaða gúrku, ef ný er ekki
til). Salathöfuðið tekið í sundur og hreinsað
og látið þorna vel. Majonessósan hrærð og
krydduð vel (svipað og í uppskriftinni
hér að framan) og lituð gul. Síðan eru
salatblöðin lögð á fat, þar næst gulræturn-
ar, fiskflökin og hrognin, tómatar og gúrk-
ur. Majones sett yfir, en ekki þakið með
henni, svo að sjá megi allt sem er í rétt-
inum.
HROGNSXENGUR.
Ca. 200 gr hrogn, u. þ. b. 200 gr kart-
öflur, 200 gr hakkað spínat, 1 lítill laukur,
1 matsk. salt, pipar.
Kartöflur og hrogn soðin sitt í hvoru
lagi, hrognin afhýdd og kartöflurnar
mósaðar. Því síðan hrært saman og rifni
laukurinn, salt og pipar sett í. Engan
vökva á að láta í deigið, því að það á að
vera Þykkt. Búnar til 8—10 cm langar
stengur, sem velt er upp úr raspi og eggi
og steiktar ljósbrúnar í smjörlíki á pönnu.
Þar sem bæði hrognin og kartöflurnar eru
soðin, þarf það rétt að brúnast og er borið
fram strax með spínati. Sítrónusneiðar
eru góðar með þessu.
LJÓSRAUÐ HROGN.
500 gr hrogn, humarlitur, % tsk. sinneps-
duft, 3 matsk. olía, 1 matsk. edik, % tsk.
salt, kapers og sítrónusneiðar til þess að
skreyta með.
Hrognin soðin og húðin tekin af þeim.
Humarlitnum, sinnepinu, edikinu, olíunni
og saltinu bætt í og hrært saman. Sett í
kringlótt eða ílangt form, hvolft úr því,
þegar það hefur rétta lögun, og sett á
fat og skreytt með kapers og sítrónu-
stykkjum. Skorið í sneiðar og borðað með
ristuðu brauði og smjörkúlum.
GÓÐUR MIÐNÆTURMATUR.
8 sneiðar franskbrauð, 8 sneiðar steiktar
Framhald á bls. 41.
&
•Ö?
24 — VIKAN 6. tbl.