Vikan


Vikan - 21.03.1963, Side 5

Vikan - 21.03.1963, Side 5
HVAÐ UNGUR NEMUR en aðrir að þetta sé allt í lagi. Hvað er rétt? Kalkhrædd. Þú getur tekið þessu með kölk- unina með knúsandi ró — svona í náinni framtíð í það minnsta, en ef þú drekkur tvo lítra af mjóik á dag, máttu alveg búast við því að verða frekar svona bústin áður en langt um líður. Ekki fyrir mallið ... Vikan, Reykjavík. Dóttir mín er bráðum 17 ára, og getur ekki ennþá eldað mat, svo nokkur mynd sé á. Það er líka al- veg sama hvað ég reyni við hana, að hún nennir alls ekki að reyna neitt við það, og brettir bara upp á nefið, ef ég fer að tala um það. Hún er í skóla, og les vel og hugsar vel um skólann, en mér finnst endi- lega að svona gömul stúlka þurfi að læra að búa til mat, því einhvern tíma kemur að því að hún þarf að laga mat handa manninum sínum — ef einhver vill þá á annað borð giftast stúlku, sem nennir ekki að laga mat. Hvað á ég að gera? Móðir. Varst þú sjálf ákaflega spennt fyrir matarlagningu þegar þú varst 17 ára? Satt að segja finnst mér að þú ættir að vera hreykin af dóttur þinni, hvað hún er á- hugasöm fyrir skólanum, en ekki vera að íþyngja henni með hlut- um, sem hún getur auðveldlega lært síðar, þegar tími er kominn til þess. Það tekur ekki langan tíma að læra svona nokkumveg- in sæmilega að elda mat ofan í eiginmanninn, og áhuginn vaknar á sínum tíma. Þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Um eyrnatappa ... Kæra Vika. Getur maður orðið taugaveiklað- ur, eða hreinlega vitlaus af eintóm- um hávaða? Ég er örugglega orðinn taugaveiklaður aumingi og óttast að ég eigi ekki langt eftir til að verða vitlaus. Vitlausari en ég er, meina ég. Það er vélarskrölt í húsinu, sem ég vinn í allan daginn, úti á götu æða skellinöðrurnar framhjá manni með djöfullegu skrölti og flautu- pípi, trukkarnir, strædóarnir arga og garga, blaðasnápar hrópa og kalla, slökkviliðið og lögregla pípa og væla, hurðir skella, gluggar skrölta, útvarpstæki drynja, skvís- ur æpa, krakkarnir heima öskra og grenja, kerlingin orgar, naggar og skammast, flugvélarnar þruma rétt yfir hausnum á manni um miðja nótt, fyllibyttan í næsta húsi og kellingin hans slást og rífast, kettir breima, ■— og vekjaraklukkan hringir eins og heimurinn sé að farast. Er það nokkur furða þótt ég sé að verða vitlaus? Gefðu mér eitthvað ráð, kæri Póstur, áður en það verður um sein- in. Er ekki hægt að fá eitthvað apparat til að stinga inn í eyrun á sér til að deyfa þennan skratta? Stundum liggur mér við að óska að ég væri hreinlega orðinn heym- arlaus, enda er það einkennandi fyrir heyrnardauft fólk, hvað það er rólegt og afslappað. Maður þarf að geta skrúfað fyrir eyrun á sér eins og útvarpstæki, — eða eins og þegar maður lokar augunum. Ég held að skaparinn hafi aldrei reiknað með þessum helvítis hávaða, þegar hann útbjó mann með galopin eyru og engan tappa í. Ef þú svarar mér ekki, Póstur, þá æpi ég!!! S.F. Ég þekki þig góði. Það ert þú, sem átt heima í næsta húsi við mig. Bíllinn þinn er hljóðdemp- aralaus, og strákurinn þinn er með skellinöðrudellu. Kellingin þín hefur útvarpið eins hátt og hægt er, svo hún heyri í því fram í eldhús, eða jafnvel út á snúrur. Stelpan þín öskrar allan liðlang- an daginn. Jámplötumar eru lausar á þakinu hjá þér og glamra í minnsta vindblæ. Þú ert verk- stjóri í blikksmiðju og gargar þar eins og þú lifandi getur til að yfirgnæfa hávaðann í blikk- inu, þegar hundrað hamrar lemja á því. Þú ert þar að auki heyrn- arlaus og allir verða að æpa á þig til að þú heyrir. Bráðum verðurðu vitlaus. Vitlausari en þú ert, meina ég. Og mér er alveg sama, því þú liggur alltaf á hleri, þegar ég er að skamma kellinguna mína. Ég ætla að kaupa mér lúður og gefa stráknum mínum trommu. Og hana nú! IDUNNARSKÓR A ALLA FJÖLSKYLDUNA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.