Vikan


Vikan - 21.03.1963, Qupperneq 9

Vikan - 21.03.1963, Qupperneq 9
 SMÁSAGA EFTIR UNNI JÖRUNDSDÓTTUR Frú Helga hafði ákveðið að fara í uppgötvunarferð um aðalgötur bæjarins. Hún athugaði gaumgæfilega búðirnar til þess að sjá hvaða breytingar hefðu orðið siðan hún var síðast á ferðinni. Útvarpssölumaðurinn hafi látið nýja skreytingu í glugg- ann sinn, og það var eins hræðilegt og venjulega. Njáll kaupmaður hafði ekki breytt neinu i glugganum hjá sér síðasta hálft ár. Það var nú fyrir sig hvernig þar var umhorfs, en frú Helgu fannst reyndar að hann gæti látið dóttur sina þurrka af öðru hvoru. í búð frú Ólafíu var ekki heldur neitt nýtt, utan þess að brúnu skinnhanzliarnir, í vinstra horni gluggans, höfðu vikið fyrir dökk- grænum, þykkum ullarvettlingum. Æ, já, veturinn var á leiðinni. Vonandi voru lianzkarnir ekki seldir. Frú Helga ætlaði sér að kaupa þá, þegar hún hefði ráð á því, en maður hennar var ekki neitt sérlega duglegur að afla sér peninga, jafnvel ekki eftir að hann hafði fengið vinnu í nýja veitingahúsinu. Þegar frú Helga fór rannsóknarleiðangur, voru búðarathuganir aðeins aukavinna, því um leið festi liún sér vandlega í minni hvað skeði fyrir utan þær. Sjá, þarna rölti Lárus gamli með hundinn sinn. Fróðlegt væri að vita hvor lifði nú lengur. Vinnu- Framhald á bls. 50 VIKAN 12. tbl. 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.