Vikan


Vikan - 21.03.1963, Síða 16

Vikan - 21.03.1963, Síða 16
SMÁSAGA HÚN hafði með brögðum komizt undan því að fara með foreldrum sínum í fjölskylduheimsókn yfir helgi, og gerði nú sínar eigin áætl- anir. Ilún ætlaði að vera alein, — alveg alein, með Hans. En einhvern veginn var það ekkert spennandi á þennan hátt. Fyrstu geislar morgunsólarinnar þrengdu sér inn á milli gluggatjaldanna í dimma bjálkakofanum, sem stóð í birkilundi niður undir litla vatninu. Kyrrð næturinnar var skyndilega rofin af fyrsta fuglakvakinu, sem eftir nokkrar sekúndur var orðið að sigri hrósandi fagnaðarskvaldri. Morgungolan rak , á undan sér mjúk, ljós ský yfir heiðbláan himininn, nokkrir mávar syntu í reiðileysi í spegilsléttu vatnsborðinu, og styrkleiki sól- argeislanna óx stöðugt. Brátt var sem him- inninn logaði allur, og niðri í vatninu splundraðist spegilmynd sólarinnar í ægi- fagurri óreiðu vatns og ljóss. Pia vaknaði við það, að henni var kalt. Eins og venjulega lá sængin hennar til fóta í rúminu og lakið samanvöðlað uppi við höfðagafl. Nátttreyjan hafði runnið upp, og það lá við, að hún hefði gæsahúð á magan- um af kulda. Hún lagaði á sér treyjuna, dró sængina upp að höku, og vafði henni vel utan um sig. Það, að vakna á maímorgni, alein í óupphituðum, rökum sumarbústað, var hreint ekki eins spennandi og frumlegt eins og margur gat haldið. En skyndilega rann upp fyrir henni, hvað hafði skeð kvöldið áður. Og hún velti fvrir sér ástæðunni til þess, að hún nú var niður- komin alein í þessum kalda, raka kofa, þrátt fyrir það, að í raun og réttu átti hún að vera heima hjá sér í hlýjunni. Hún beit í neðri vörina, dró sængina skjálfandi upp að höku, í því að hún settist hægt upp. Síðan lagði hún vangann á hné sér, og tók að hugsa. Hún hafði með klækjum komizt hjá því að fara með foreldrum sínum að heimsækja Hedvig, móðursystur sína um helgina. Eftir að hún hafði komið með ótal undanfærslur, höfðu þau gefizt upp, — með vissum skil- yrðum samt — og leyft henni að verða eftir, aleinni í íbúðinni. Þau höfðu ausið yfir hana fyrirmælunum áður en þau fóru — ekki henda logandi eldspýtum í bréfakörfuna, eins og þú ert vön, sjáðu um, að það sé skrúfað fyrir gasið áður en þú ferð að sofa, læstu vandlega á eftir þér ef þú ferð út, skrúfaðu vel fyrir vatnskranana, vertu nú ekki of lengi úti, gleymdu ekki lyklunum, spilaðu ekki á grammafóninn alla nóttina, svo þú vekir ekki nágrannana, og svona hélt listinn óendanlega áfram. Það hafði verið eins og heil eilífð, þar til þau höfðu loksins komið sér af stað. Þegar Pia hafði gengið úr skugga um, að þau hefðu ekki gleymt neinu, og væru nú örugglega komin af stað, hleypti hún einni vorflugu út um gluggann, setti The Platters á fóninn, og stillti hann reglulega hátt, svo það mætti heyrast vel. Síðan fór hún fram í eldhús, smurði sér brauðsneið með lifrakæfu, fékk sér glas af ávaxtasafa, þaut inn í stofu aftur og fleygði sér í bláa hægindastólinn við hlið- ina á símanum. Hún teygði sig eftir símtól- inu, og með brauðsneiðina milli tannanna hringdi hún í þetta vanalega númer. Það var Hans sjálfur, sem svaraði. „Sæll, það er ég,“ sagði hún, og fékk sér stóran bita af brauðinu. „Sæl. Eru þau farin?“ „Mmmmmmm. “ Hans hafði fallega rödd í síma. Það var varla hægt að gera sér í hugarlund, að hann væri aðeins átján ára, þegar maður talaði við hann í síma. Röddin hljómaði eins og hann væri að minnsta kosti tuttugu og eins. „Hvað ertu að gera?“ spurði hún, og setti annan fótinn upp á stólarminn. „Pæla í enskunni.“ „Nú, hvers vegna? Er ekki laugardagur?“ „Ég var að bíða eftir að þú slæir á þráðinn, og hafði ekki annað að gera á meðan.“ „Þú ert skrítinn fugl.“ „Finnst þér það?“ „Mmmmmmm." Hún renndi niður síðasta bitanum, og horfði hugsandi á fótinn, sem hún vingsaði á stólarminum. „Hvað eigum við að gera í kvöld?“ „Veit ekki. Hefur þú einhverja uppá- stungu?“ „Getum við ekki komið í bíltúr?" „Jú, jú. Ég kem þá til þín um sjöleytið, er það ekki í lagi?“ „Stórfínt. Bless á rneðan." Pia lagði símtólið á, og tæmdi glasið af ávaxtasafanum. Hún velti sér upp úr stóln- um, og fór með glasið fram í eldhúsið. Síðan inn í stofu aftur, og snéri við plötunni. Hún raulaði með: „They asked me how I knew, my true love was true ... dadadimda .. •“ Skyndilega þagnaði hún, og hnyklaði brýrnar, hugsandi. Henni hafði allt í einu dottið svolítið í hug. Ja, þarna hafði hún al- deilis fengið hugmyndina, — alveg glimr-. andi hugmynd. Hún þaut fram í forstofu, rótaði til í efstu kommóðuskúffunni, og fann hann, — lykil- inn að sumarbústaðnum! Að henni skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! Hans og hún gætu svo vel ekið þangað, fengið sér kaffisopa og hlustað á ferðaútvarpið, og bara yfirleitt haft það indælt. Það var þó betra en að hanga inni á sjoppu með öllu hinu fólkinu. Vera einu sinni ein saman. En for- eldrarnir (nú stakk samvizkan upp höfð- inu), hvað myndu þau segja, ef þau kæmust að því? Hún hafði verið neydd til þess að lofa að hleypa Hans ekki inn í íbúðina, þeg- ar hún væri ein heima, ekki vegna þess, að þau myndu gera neitt, en það myndi kannski ekki líta vel út í augum nágrannanna og svo- leiðis. En sumarbústaðinn? Þar voru engir nábúar á næsta leiti, sem myndu smjatta á því, þó hún væri ein með Hans. En hún vissi svo sem vel, hvað foreldrar hennar meintu með allt þetta tal um nábúana. Þau bara treystu ekki Hans og henni. En þau þekktu ekki Hans. Þau gátu ekki þekkt Hans eins vel og hún gerði. Hún vissi alveg, að Hans myndi aldrei gera neitt gegn henn- ar vilja. Það var sko hægt að treysta honum Hans. Svo höfðu þau ekki heldur sagt neitt um sumarbústaðinn áður en þau fóru af stað. Og lykillinn að honum lá á sínum venjulega stað. Nú . .. Það gat heldur ekki verið svo mjög kalt þar útfrá núna á þessum tíma árs, í lok maí. Svo var líka ofn í bústaðn- um, og hitamælirinn fyrir utan eldhúsglugg- ann sýndi sautján gráður þrátt fyrir það, að klukkan var farin að ganga sex. Hún var viss um, að Hans myndi vera til í ráðagerðina. Hún blístraði glaðlega, og var óvenju kát er hún tók að skipta um föt. Hún klæddi sig með fyrirhyggju, hlýtt og vel. Hún fór í svörtu síðbuxurnar, grænröndóttu skíðapeysuna og græna hárbandið setti hún um ljóst taglið. Hún málaði aðeins á sér var- irnar, og þá var hún tilbúin. Nú var bara að setjast niður og bíða eftir Hans. Þetta var eitt af þeim kvöldum, þegar þau voru svo heppin, að bílgarmurinn gekk skammlaust. Pia dró niður rúðuna. Það var svo gaman að láta vindinn leika um andlitið. Framhald á bls. 48

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.