Vikan


Vikan - 21.03.1963, Side 18

Vikan - 21.03.1963, Side 18
ÝMISLEGT ÚR EPLUM HAFRAMJÖLS-EPLAKAKA. 2 bollar haframjöl, 2 bollar hveiti, 1 bolli sykur, % kg smjörl., 1 tsk. sódad., 14 kg epli, ca 100 gr ljós púðursykur. Hveiti, haframjöl, sykur og sódaduft hálfhnoðað með ssmjörlíkinu — ekki meira en að það tolli rétt saman. Eplin flysjuð og skorin í þunnar sneiðar. Eldfast fat er smurt og botninn þakinn með helmingnum af deiginu, eplasneið- arnar lagðar ofan á og púðursykri stráð yfir. Síðan er það sem eftir er af deiginu lagt yfir. Kakan bökuð við ca. 200 gr. hita í u. þ. b. 40 mín. Ef ekki er til hentugt eldfast fat, en það á að vera lágt og breitt, má smyrja málmpappír og gera úr form, sem kakan er bökuð í. Skorin í ferhyrnd stykki í forminu. BÖKUÐ EPLI. Þvoið eplin og takið kjarnann úr þeim, en látið þau vera heil að neðan. Flysjið efri hlutann. Fyllið kjarnahúsið með hvítum sykri eða púðursykri, og stráið svolitlum sykri yfir eplin. Hæfilegt er að ætla 2 matsk. sykur á hvert epli. HclHð svolitlum sítrónusafa yfir eða stráið kanil á þau og setjið lítinn smjörbita efst. Setjið í eldfast mót, látið vatn hylia botninn og bakið með loki (má gera lok úr málmpappír) í meðalheitum ofni í u. þ. b. 35 mín. Takið eplin úr forminu og sjóðið löginn áfram þar til hann er þykkur og hcllið honum svo yfir eplin. Kælið og berið fram með þeyttum rjóma. Það má líka baka þau án þess að hafa lok yfir, en þá þarf að ausa leginum yfir öðru hverju. Sama aðferð er notuð við: j i FYLLT EPLI. Rúsínur, kúrennur, saxaðar hnetur, marinn ananas, hakkaðar döðlur eða grífíkjur má setja saman við sykurinn, sem eplin eru fyllt með. í ■ ■ ' .' v-,, ■ . SYKURHÚÐUÐ EPLI. I I Búin til eins og bökuð epli, nema þau eru flysjuð heldur lengra niður. Fyrir 6—8 epli er soðinn sykurlögur úr 1 bolla af sykri og 1 bolla af vatni, og honum hellt yfir eplin í fatinu. Bakað loklaust í meðalheitum ofni í 25-—30 mín. eða þar til þau eru næstum meyr og leginum ausið oft yfir þau. Tekin úr ofninum og sykri stráð á hvert epíi og sett undir sterkan yfirhita í ofninum og höfð ofarlega.Meiri sykri er stráð á öðru hverju og leginum ausið yfir oft meðan þau bakast í u. þ. b. 15 mín. EPLA-CHUTNEY (Indversk uppskrift). 214 kg epli, helzt græn, 14 kg rúsínur, 1 kg púðursykur, 3 lauf úr hvítlauk, 14 kg laukur, 50 gr sinnepskorn, 20 gr salt, 1 1 edik, 2 st. grænn pipar, 2 tsk. engifer, 1 tsk. cayenne. Epli, rúsínur, .laukur, grænn pipar og hvítlaukur er hakkað saman og soðið með edikinu í 15 mín. Síðan er púður- sykur og krydd sett í og allt soðið áfram í ca. % klst. og hrært í öðru hverju. Bæta má meira ediki í, eftir því hve eplin eru súr, en síðast eru settar 2 matsk. rotvarnarefni, eftir að potturinn hefur verið tekinn af eldinum. Munið að skola glösin einnig með efninu. Chutney er gott með ýmis konar kjötréttum og mikið notað með öllum austur- lenzkum mat. Framhald á bls. 43. 18 — VIKAN 12. tfal.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.