Vikan - 21.03.1963, Side 23
SÖFNUÐURINN ÁTTI MIKLAR
ÁVAXTAEKRUR, GRÓÐURHÚS, 72 BÍLAHÓTEL,
BENZÍNSÖLUR OG NÆTURKLÚBB ...
ENDIR FRAMHALDSSÖGUNNAR.
Sérstakur réttur var settur og úr-
skurðaði hann að gefa mætti undan-
þágu, svo að líkið hefði alla mögu-
leika til að rísa upp. Mikill fjöldi
blaðamanna tók þátt í biðinni, og
héldu þeir til á tröppum Demants-
hússins. En þegar hinn tilkynnti tími
Jeið svo, að gamli þrjóturinn gaf
ekki lífsmark frá sér — þó að mörg-
um sýndist reyndar, að hann brosti
í leyni að aðdáendum sínum — fóru
blaðamennirnir til annarra starfa
og létu söfnuðinum eftir að bíða
upprisunnar.
Og þarna í Benton Harbor í Mich-
iganríki bíða sumir þeirra enn þann
dag í dag.
SÖNN SAGA EFTIR
ANTHONY STERLING
að höfðu gegn Benjamín konungi.
En það varð árangurslaust. Mál-
ið var þegar tapað eftir yfirheyrsl-
urnar yfir Esther og hina sorglegu
sögu Hazel Wade. Réttarhöldunum
var slitið, seint í ágúst og það var
ekki fyrr en í desember, að dómar-
inn las upp úrskurðinn, eftir að
hafa kynnt sér málsskjölin, sem
fylltu 15000 blaðsíður — en hann
komst ekki fyrir á minna en 191 bls.
Hús Davíðs var dæmt til að hætta
að starfa, og ástæðan var ógnun við
borgaralegt siðgæði.
Eftir að Michigan ríki hafði feng-
ið þessu framgengt, ætlaði það að
höfða mál á hendur Ben Purnell
fyrir þær þrjár nauðganir, sem hann
hafði verið kærður fyrir. En þó að
sönnunargögnin væru nóg, slapp
síðhærði spámaðurinn við jarðneska
refsingu. Lögfræðingar fsraelsmanna
lögðu fram vottorð frá læknum hans,
um að hann mundi ekki lifa lengi
úr þessu, svo að honum var leyft
að hverfa aftur í nýlenduna — en
hann hafði meðferðis ákveðna skip-
un um það, að hann mætti ekki hafa
neitt samband við ungu stúlkurnar í
söfnuðinum.
Honum var ekki einu sinni treyst
á banabeðinum.
„Hvernig fer nú þegar hann deyr?“
spurði blaðamaður De Whirst.
„Benjamín getur ekki dáið,“ svar-
aði síðhærði lærisveinninn.
„Annað segja læknar hans. Mér
skildist líka, að þið hafið haldið öðru
fram í réttinum.“
„Læknar hafa lækningabækur
sínar, dómstólar styðjast við lög-
fræðibækur, en okkar bók er heilög
ritning, og hún segir okkur að sjö-
undi sendiboðinn geti ekki dáið.“
„En segjum svo, að hann geri það,“
hélt blaðamaðurinn áfram. „Hvernig
fer þá?“
„Ef hann deyr, þýðir það, að hann
hefur ekki verið sjöundi sendiboð-
inn. Heilög ritning segir að slíkur
sendiboði verði hér á jörðu.“
Þann sextánda desember, 1927,
varð andardráttur Benjamíns Frank-
lin Purnell slitróttur og æðasláttur-
inn dofnaði.
„Ég verð aðeins stuttan tíma í
burtu“, hvíslaði hann að sorgbitnum
lærisveinunum. „Það blóð, sem mér
var gefið fyrir jarðneska lífið, sem
ég átti að nota til þess að hreinsa
annarra blóð og gefa þeim eilíft
líf, er mér ekki lengur nauðsyn-
legt. Ég fæ nýjan líkama í næsta
lífi, en ég kem aftur eftir nákvæm-
lega fjóra daga og þá hefst Þúsund
ára ríkið. Verið því viðbúnir.“
Hann kallaði Mary drottningu að
beði sínum. „Ég hef aldrei trúað því
að þú hafir drýgt hór með litla
lambinu þínu“, sagði hann. „En ef
svo hefur verið, hreinsa ég þig af
öllum syndum."
Nokkrum mínútum síðar dró hann
ekki lengur andann.
ísraelsmenn tilkynntu glaðir og
öruggir, að hann mundi rísa upp
frá dauðum eftir nákvæmlega níu-
tíu klukkustundir. En lögin skipuðu
svo fyrir, að lík yrði smurt ekki
síðar en sjötíu og tveimur stundum
eftir dauðann. DeWhirst þrábað yfir-
völdin um frest.
„Gefið okkur fjórða daginn,“ bað
hann.
Eftirmáli.
Rústir kvennabúrsins í Higheyju
hafa molnað niður í jarðveginn, sem
húsið reis af, og söfnuður ísraels-
manna blandaðist smám saman aftur
því þjóðfélagi, sem fóstraði hann.
Aldrei hefur neitt hneyksli gerzt
innan hans síðan Benjamín Franklín
Purnell lézt.
Þegar von þeirra um upprisuna
brást, hóf DeWhirst þegar tilraun-
ir til að fá dóminum um það, að ný-
lendan skyldi lögð niður aflétt.
Hann benti á, að margir óbreyttir
safnaðarmeðlimir mundu verða
bjargarlausir, ef þeir ættu að standa
á eigin fótum. Þann 3. júní, 1929
kvað hæstiréttur Michiganríkis upp
dóm sinn. Hann staðfesti dóm Fead
dómara um sekt Bens konungs, en
hann leit svo á, að nýlendan væri
ekki lengur nein ógnun við almennt
siðgæði. Æðri máttarvöld hefðu tek-
ið þarna í taumana og numið burt
orsök ósiðseminnar.
Um leið féll baráttan um fjár-
muni konungsríkisins niður. Ange-
lina, hin eina rétta eiginkona Bens
var erfinginn og um tíma leit út
fyrir, að þessi litla, gamla sveita-
kona yrði ein af ríkustu konum
landsins. En DeWhirst fékk því af-
stýrt með röksemdum, að það væri
eðlilegt að eignin héldist hjá þeim,
sem mest höfðu lagt af mörkum
við uppbyggingu hennar — hjá
þeim, sem með vinnu sinni höfðu
skapað konungsríkið.
Mary drottningu varð skyndilega
ljóst, að DeWhirst var að verða all
valdamikill í söfnuðinum. Með hjálp
Francis Thorpe reyndi hún að bola
honum frá. En það fór á annan veg,
því að bað varð hún sjálf, sem þurfti
að hrökklast frá völdum. Meiri hluti
Israelsmanna fylgdi DeWhirst — af
fimm hundruð manns í söfnuðinum,
fylgdu aðeins rúmlega tvö hundruð
Mary Purnell. Hún reyndi að fá sér
dæmd yfirráðin, en hún mátti sín
lítils gegn jafn slsegum manni og
DeWhirst. Loks sætti hún sig við
nokkur skipti. Hún fékk í sinn hlut
eitt hótel, töluvert land og hluta af
innihaldi peningaskápanna. Hún fór
með fylgismenn sína úr gömlu ný-
lendunni og byggði nýja rétt hjá.
Það var ekki lengra á milli en svo,
að flestir ferðamenn vissu ekki ann-
að en þetta væri allt sama nýlendan.
Nýi söfnuðurinn kallaði sig „ísra-
elssöfnuðinn, endurskipulagðan af
Mary Purnell“. Þessi deild hélt þess-
um gömlu trúarbrögðum vel við og
fór smám saman að telja sér trú
um, að Mary hefði skrifað hin heil-
ögu rit með Ben. Það var farið að
líta á hana sem guðlega veru. Hún
lagði mikinn hluta peninganna, sem
í hennar hlut kom, í útvarpsstöð og
í sorpeyðingarstöð, og höfðu þegnar
hennar allgóðan hagnað af því.
En sá hópur, sem fylgdi DeWhirst
hagnaðist stórkostlega, ekki aðeins
á íþróttaliðinu og skemmtigörðun-
um, heldur einnig á margs konar
fyrirtækjum, sem söfnuðurinn stofn-
aði eða tók þátt í. Þar á meðal voru
miklar ávaxtaekrur, gróðurhús, sjö-
tíu og tvö bílahótel, benzínsölur
og meira að segja næturklúbbur með
fjölmörgum skemmtikröftum og síð-
hærðri, alskeggjaðri hljómsveit.
Þegar DeWhirst dó í október 1947,
hafði söfnuðurinn árlega stórtekjur
af allri þessari starfsemi.
Hvorugur hópurinn hefur hvatt
fólk til þess að ganga í söfnuðinn
og minnka þeir báðir óðum. Ekkert
ungt fólk er lengur í þeim. Eftir svo
sem einn áratug verður þessari und-
arlegu sögu, sem hófst með ensku
hreingerningarkonunni, lokið að
mestu.
Mary Purnell varð níutíu og eins
árs gömul, lézt í ágúst 1953.
„Systir Mary verður ódauðleg,"
sögðu ísraelskonurnar grátandi við
blaðamennina, sem komu í tilefni
af dauða hennar.
„Enginn getur komið í hennar
stað.“ tók hvítskeggjaður öldungur
undir.
En almenningur í söfnuðinum var
þögull — eins og hann hafði verið
þegar sem mestur styrr stóð um
konung þeirra. Hið óbreytta, ein-
falda fólk hélt áfram að lifa því
eina lífi, sem það þekkti, og að
bíða eftir því eina, sem máli skipti
fyrir það — Þúsund ára ríkinu.
Líkami konungsins, sem ætlaði að
rísa upp frá dauðum og leiða hjörð
sína í þúsund ára ríkið, hvílir í
Demantshúsinu.
Benjamín Franklín Purnell liggur
þar vel geymdur, því að líkami hans
var smurður fyrir 13000 dollara, af
manni, sem hélt því fram, að hann
hefði komizt yfir gamlar egypzkar
aðferðir til þess. Hendur hans eru
krosslagðar á brjóstinu og Ijósbleik
silkislaufa bindur saman sítt og hvítt
hár hans. Smurningavökvi hefur ver"
ið í æðum hans í þrjátíu og tvö ár,
en ennþá virðast augu hans brosa.
ENDIR.
VIKAN 12. tbl. — 23