Vikan


Vikan - 21.03.1963, Side 37

Vikan - 21.03.1963, Side 37
fyrir neðan flugvélina. Þegar ljós- deplarnir bera hvor 1 annan á yfir- borði vatnsins, eruð þér í réttri hæð.“ Sama dag var ljósverplunum komið fyrir neðan á einni Lancast- ervélanna. Aðferðin bar prýðilegan árangur. Flugmaðurinn kvað einkar auðvelt að fá ljósdeplana til að bera saman og haldast í þeirri afstöðu. Einna beztur árangur náðist þó með 'því, að láta þá aðeins snertast þannig, að þeir mynduðu töluna 8. Loftsiglingafræðingurinn varð að halda vörð í skyggnisturninum aft- an við flugmanninn og stjórna flug- inu með því að 'kalla í sífellu: „Nið- ur, niður, niður . . . ögn upp . . . gott nú.“ Hinar áhafnirnar þrautreyndu einnig þessa aðferð yfir vatni, og náðu fljótt leikni í að halda réttri hæð, svo að aldrei munaði meiru en hálfum metra. Flugmennirnir voru ánægðir, en ekki beinlínis yfir sig lirifnir. Þeim var fullvel ljóst, að áhöfn í sprengiflugvél, sem nálg- ast vel varið skotmark í tuttugu metra hæð, með glampandi ljós- verplum, eru ekki þeir viðskipta- vinir sem líftryggingafélögin láta sig dreyma um. Samtímis þessum tilraunum hafði tveim gerðum af Wallissprengjunni verið varpað í sjóinn úti fyrir Re- culver. Höfðu hylki þeirra reynzt of veik og eyðilagzt. Nú hamaðist Wallis við það niðri í Weybridge sem óður maður, að styrkja sprengjuhylkin, en nýjar tilraunir, sem gerðar voru 22. apríl, tókust ekki vel að heldur. Hin nýju hylki héldu að vísu, en voru þó ekki eins góð og ætlazt var til. Wallis kom varla dúr á auga. Nú voru aðeins þrjár vikur til stefnu. Yrði ekki hægt að gera árásina i maí, varð að fresta henni i heilt ár, eða jafn- vel hætta alveg við hana. Tortryggni stjórnarherranna í Lunúndum jókst dag frá degi, og stöðugt hækkaði vatnið bak við þýzku stíflugarð- ana. Hinn 29. april var lokið við að smíða nýja og endurbætta sprengju. Einn af tilraunaflugmönnum Wick- ers festi hana undir flugvél sína og stefndi til eyðistrandarinnar við Reculver. Regnið helltist úr loftinu, en Wallis tók ekki eftir því, þar sem hann stóð á landi uppi og fylgdist með vélinni, er hún þrumaði í átt til merkidufla tveggja, sem vögguðust á öldunum. Flugmaðurinn liélt 415 km. hraða á klukkustund í tuttugu metra hæð. Sprengjan féll með hægð til sjávar á hárréttum stað — og stóð sig prýðilega. Þegar hann sneri við til heimferðar, varð lionum litið á hvít- an depil, sem hoppaði og dansaði uppi 1 fjörunni. Það var Wallis, sem hafði rifið ofan hatt sinn í rigningunni og hrópaði nú og hring- snerist af himinlifandi gleði. ÞRIÐJI KAFLI. 1 byrjun maí sveif einkennilegt flugtæki inn yfir Scampton með dunum og dynkjum. „Hvaða skrimsl er nú þetta?“ varð Martin að orði. „Á það að heita Lancasterflugvél?" Nýtt Toni Væntanlegt á markaðinn f næsta mánuði með tilbúnum bindivökva liðar hárið a fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- Mjög auðveit. Kiippið Með nýja Toní bindivök- A A spíssinn af flöskunni og vanum leggið per hvern kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bmdiyokHnn er tiibúinn sérsukan íokk jafnt oj liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning I/m 7C Tip Toni, minni pakkning, til að |/„ rn til að liða allt hárið. l\I fu liða hluta hársins eða stutt hár. m ull VATN ÓNAUÐSYNLEGT — ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR LU UUlNUUtU. it.giuiL;gci og uyggiu uiu leið betri og varanlegri hárliðun. Fyrsta umbyggða vélin var likust því, að byggingameistarinn hefði verið að fljúgast á við draug, með- an á smlðinni stóð. Sprengjuhler- arnir höfðu verið rifnir frá, sömu- leiðis miðturninn og nokkuð af brynvörninni. Og niður úr henni gægðust margir furðulegir hlutir. Þær vélar sem eftir voru, komu á næstu dögum. Yfirvélvirki flugflot- ans athugaði þær nákvæmlega og flugmennirnir kváðu óaðfinnanlegt að fljúga þeim, þó þær væru að vísu ekki eins léttar i hreyfingum og venjulegar Lancastervélar. Nokkrum dögum síðar gerðu þeir Gábson, Martin og þriðji flugmaður- inn „árás“ á gerviturnana. Vörpuðu þeir sprengjunum eftir hinum ein- földu krossviðarmiðum. Það var un- un að horfa á árangurinn. Þrjár sprengjur beint í mark! Nú mátti lieita að allt væri tilbúið, en þá hafði sprengjuráð fengið ó- 'þægilcgt vandamál til viðureignar. Þrjá daga í röð höfðu könnunar- flugmenn komið heim meði Ijós- myndir, er sýndu að Þjóðverjar höfðu eitthvað ókennilegt fyrir stafni uppi á Möhnestfflunni. Þar djarfaði fyrir einhverjum dökkleit- um mannvirikjum. Skiptust þau í fimm hópa, er líkastir voru litlum, svörtum ferhyrningum. Ljósmynda- fræðingar brutu lieilann um þetta, tímum saman. Þar virtist naumast vera um nema eitt að ræða — ný fallbyssustæði. Einhvern veginn hlaut leyndarmálið að liafa borizt út. . . . UM MIÐNÆTTI hinn 13. mai rann lest hlaðinna og yfirbreiddra vöru- bifreiða upp að sprengjugeymslunni í Scampton. Verðir slógu hring um þær, sprengjurnar voru fluttar inn í birgðaskemmuna og faldar undir yfirbreiðslum. Nú tóku þeir Gibson og sérfræð- ingur i þýzkum loftvarnastöðvum að afmarka flugleiðirnar. Þegar um er að ræða lágflug til árásar, varð- ar mestu að hægt sé að fljúga eftir afmörkuðum leiðum, til að forðast loftvarnahreiður óvinanna. Þeir breiddu landabréf fyrir framan sig og drógu með blýanti ýmsar leiðir, er bugðuðust inn á milli þeirra loft- varnastöðva þýzkra, sem vitað var um. Gert var ráð fyrir að framkvæma árásina i þrem hópum. Skyldu níu flugvélar fara syðri leiðina, með Gibson i fararbroddi. Fimm véla sveit átti að halda norðurleiðina, Framhald á bls. 4$ VIKAN 12. tbl. — 07

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.