Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 8
Þessi frásögn fjallar um manninn sem einstakling annars vegar og sem félagsveru hins vegar. Af henni má draga þann lærdóm, að auðveldlega getur komið til* árekstra þegar fleiri en einn - til dæmis tveir - eru um eitthvert fyrirtæki ... Veitingakráin var ekki beinlínis nýbyggð, og hún stóð við þjóðveg, sem hafði verið mikið farinn áður en nýja bílabrautin var lögð. Að því er ráða mátti af bílum úti á stæðinu, hlaut á að gizka helmingurinn af gistiherbergjunum að standa auður. Ég ók inn á stæðið og lagði bílnum við hliðina á fjögurra ára gömlum sjevrolett. Þetta var um heitt og muggulegt sumar- kvöld. Fjarst í álmunni grét krakki hátt og frekjulega. Allt innanstokks var svo sóða- legt og úr sér gengið að mig hryllti við. Ég átti ákaflega auðvelt með að skilja að Constantine væri mjög í mun að ljúka loka- framkvæmd áætlunar okkar sem fyrst. Hann lifði eingöngu á voninni um að þurfa þá ekki framar að búa á slíkum stöðum. Ég komst að raun um að hann hafði stað- ið á bak við gluggatjald og fylgzt með komu minni, því að hann gægðist fram í dyragætt- ina á herbergi sínu um leið og mig bar að. Ég vatt mér inn fyrir og hann flýtti sér að skella hurð að stöfum. Svo glápti hann á mig, fór augum um mig frá hvirfli til ilja og varð allur að öfund í framan. „Sá nokkur að þú fórst hingað inn, Cary?“ spurði hann. Ég hristi höfuðið. „Við þekkjumst alls ekki. Það er ekki minnsta samband okkar á milli.“ „Gott.“ Hann gekk yfir að skápnum. Hann var mikill vexti, luralegur og illa limaður, svartur á hár og yfirvararskeggið og mó- brúnt hörundið alltaf gljáandi af svita. „Viltu drekka?“ spurði hann. „Nei, þakka þér fyrir.“ Hann skenkti sjálfum sér dökkt romm úr flösku hátt í glas. Hann drakk alltaf þessi sterku, þungu vín — sætt konjakk, dökk vín, leðjuþykkan líkjör. Syfjuleg augnalokin huldu tinnusvört, stingandi augun til hálfs. „Jæja, hvernig gekk brúðkaupsferðin? “ Ég yppti öxlum. „Og nú er hún dauðadæmd," sagði hann. Hann veitti athygli svipbrigðunum á and- liti mér. „Þú ert alltaf jafn tilfinninganæm- ur?“ varð honum að orði. „Færð sting fyrir hjartað og herping undir bringspalirnar hvað lítið, sem á bjátar.“ Ég lét sem ég heyrði ekki storkunaryrði hans. „Það varð að samkomulagi með okkur þegar í upphafi,“ sagði ég, „að öll fram- g — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.