Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 51
HVERNIG DÆMIR ÞÚ? bflaverzlun Jón Jónsson leitaði til bifreiðasala í þeim tilgangi að fá keypta vöru- bifreið. Eftir að hafa skoðað nokkr- ar bifreiðar, kom Jón auga á eina, sem honum fannst myndi henta sér. Eigandi þessarar bifreiðar var Felix nokkur Franzson. Þarf ekki að orð- lengja það, að þeir Jón og Felix náðu samkomulagi um söluskilmála á bifreiðinni. Undirrituðu þeir sölu- tilkynningu til Bifreiðaeftirlitsins. Felix afsali Jóni bifreiðinni, og varð hann samdægurs orðinn skráður eigandi hennar, enda hafði hann að fullu staðið Felix skil á kaupverð- inu. Tveimur vikum eftir að kaup þessi fóru fram, fékk Jón tilkynn- ingu um að mæta á skrifstofu borg- arfógeta. Þegar þangað kom, var honum skýrt frá því, að borgarstjór- inn f. h. borgarsjóðs krefðist þess að fá þá þegar í sínar hendur umráð vörubifreiðarinnar með beinni fó- getagjörð. Það tók Jón nokkurn tíma að átta sig á því, hvað hér væri að gerast. Talsmaður borgarstjóra, sem mætt- ur var í fógetaréttinum, útskýrði viðhorf borgaryfirvalda á þessa leið: Felix Franzson átti við heilsu- leysi að stríða. Hann hafði á fram- færi sínu fimm börn í ómegð og gat ekki séð heimili sínu farborða af eigin rammleik. Þurfti hann því við og við að fá framfærslustyrk úr borgarsjóði. Fyrir tveimur árum töldu læknar heilsu hans þannig farið, að hann gæti ekki stundað al- menna erfiðisvinnu, en bílaakstur gæti hann haft með höndum. Því var það, að borgaryfirvöldin keyptu umrædda bifreið og afhentu Felix hana til afnota. Það varð að ráði, að bifreiðin var skráð á nafn Felixar í bifreiðaskránni. Vildi Reykjavíkurborg með þessu firra sig fébótaábyrgð samkvæmt um- ferðarlögunum á tjóni, sem ökumað- urinn kynni að valda. Meðan bifreiðin var í umráðum Felixar, sá hann um rekstur og við- hald hennar á sinn kostnað. Ekki hefur hann þurft á framærslustyrk að halda, síðan hann fékk bílinn. Hann hefur aldrei greitt neitt upp í andvirði bílsins. Talsmaðurinn sagði, að eignar- réttur borgarinnar væri ljós á um- ræddri bifreið og væri hann í raun- inni óvéfengjanlegur. Skráningin í bifreiðaskrána gæti í engum efnum hrundið eignarheimildinni. Þar hefði aðeins verið um öryggisráð- stafanir af hálfu borgarinnar að ræða gagnvart hinum ströngu skaðabótaákvæðum umferðarlag- anna. Krafðist talsmaðurinn þess, að innsetningargjörðin færi fram. Jón sagði, að sér væri andsk... sama, hvernig þessum viðskiptum Felixar við borgaryfirvöldin hefði verið háttað. Hann byggði eingöngu rétt sinn á viðskiptum sínum við Felix. Hin opinbera bifreiðaskrá hefði gefið til kynna, að Felix væri löglegur eigandi bifreiðarinnar. Hann hefði afsalað sér bifreiðinni. Þessi eignarheimild sína, sagðist Jón hafa látið færa inn í bifreiða- skrána. Þess vegna hefði hann síð- an verið lögmætur eigandi bifreiðar- innar. „Þessi eignarréttur minn er óum- deilanlegur“, sagði Jón Jónsson, „og þess vegna mótmæli ég fram- gangi innsetningargjörðarinnar". Spurning Vikunnar: NÆR INN- SETNINGARGJÖRÐIN FRAM AÐ GANGA? Sjá svar á hls. 32. R AFM AfiNSFJ -DAVELAR MARGAR GERÐIR 25 'tK A Kl l VSI. t Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins- un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.