Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 19
ég þakka guði fyrir, að eigin- maður minn féll á Cullodenhæð- inni, því að mér hefur skilizt, að þið leikið fanga ykkar grimmi- lega“. „Jæja, .var yður sagt það, frú? Það var illa gert.Þér skuluð ekki trúa öllu, sem yður er sagt, góða mín“. Hann horfði á hendur hennar, sem skulfu óstjórnlega, hvað sem hún reyndi að stilla sig, og hún vissi, þegar hún heyrði samúð- ina í rödd hans, að hún hafði aftur talað af sér ... Annað glappaskotið ... Hún stökk upp. „Ég hlýt að vera brjáluð að tala svona við yður! Ef eiginmaður minn væri hér, mynduð þér taka hann höndum. Þér mynduð senda hann til Englands, þar sem hann yrði hengdur og — og — ég sit hér og tala við yður, eins og við værum vinir! O, guð fyrirgefi mér!“ Jenkins átti þrjár ungar dæt- ur, og hann gat varla afborið að sjá sálarkvalir hennar. Hann gekk til Judith, tók um titrandi hendur hennar og klappaði henni á öxlina. „Svona, svona, elskan mín, þér eruð öll í uppnámi. Hvers vegna farið þér ekki held- ur upp í svefnherbergið yðar og bíðið þar, þangað til öllu er lokið?“ „Snertið mig ekki!“ hrópaði Judith og sleit sig lausa, um leið og Angus kom inn með könnu á bakka. „Látið húsfreyjuna í friði. öskraði hann og rétti Jenkins bjórkolluna. „Drekkið þetta og verið bölvaður!“ Hann kastaði frá sér bakkan- um. „Maturinn er tilbúinn“, urr- aði hann. Jenkins flýtti sér út úr stof- unni, og Angus hrækti á eftir honum. Judith settist í sófann, lémagna af áhyggjum. Hvorugt þeirra tók eftir, að Thomas var á gangi fyrir utan gluggann. „Angus“, sagði Judith. „Annað hvort okkar verður að fara og vara lávarðinn við“. „Nei, nei. Veiztu ekki að það eru menn á verði allt í kring- um húsið? Enginn getur komið eða farið án þeirra vitundar. ,,Já, en lávarðurinn kemur í kvöld? Hann getur ekki séð nema rönd af húsinu úr skógin- um, og hann veit ekki, að þeir eru hér“. „Ef miðglugginn er myrkvað- ur kemur hann ekki“. Allt í einu stökk Judith á fæt- ur. „Angus, ég veit, hvað við eigum að gera. Farðu út um Framhald á bls. 48 Judy Camcron er ásamt foreldrum sínurn og unnusta í Hálöndum Skotlands í sumardvöl. Ekkert þeirra hefur komið þar áður, en þcgar við komuna þekkir Judy hvern stein og þúfu. Angus ráðsmaður tekur henni sem kunningja og kallar hana Judith. Ifenni kemur allt kunnuglega fyrir, meira að segja cigandi hússins, Ian, og verður vinátta þeirra heit. Á afmælisdegi hennar sendir Ian hcnni áritaða ljóðahók, og þekkir hún þar sömu rithönd og á gamalli hók, sem Ranald, forfaðir Ians og fyrrxim cigandi þessa húss, gaf Judith konu sinni árið 1745. Um kvöldið verða þau ein í stof- unni, sem einhvern tíma hefur haft þrjá glugga, en nú hefur vcrið múrað upp í miðgluggann. Ian rifjar upp þær áætlanir, sem Ranald forfaðir hans hafði um þennan stað, en Judy biður hann að rifja þetta ckki upp, „þið minnir mig á það, sem ég gerði þér *. Þegar Judy er orðin ein, heyrist henni að einhver dragist með erfiðismunum í áttina að stofuglugganum, og f sama bili kemur hann á gluggann, heldur um síðuna og blóðið vellur milli fingranna. Þegar að er komið, liggur Judy meðvitundarlaus við miðgluggann. Nú víkur sögunni nokkra mannsaldra aftur í tímann, til þess cr Ranald og Judith koma heim til Kinmohr að kvöldi brúðkaupsdagsins, en sama kvöld cr hann kvaddur í hcrinn og fer, þrátt fyrir mótmæli brúðar sinnar. Hann er lengi í burtu, en síðan berzt þeim boð um það, að herinn hafi verið sigraður á Cullodcnheiðunum og fáir komizt undan. Um svipað leyti drcymdi Juditli, að Ranald væri að koma og að citthvað voðalcgt myndi koma fyrir hann, en hún gat ekki varað hann við í draumnum. Daginn eftir kemur Ranald, horaður og óhreinn. Þeim kemur saman um, að það sé of hættulcgt fyrir hann að dvelja heima, því það hafði sézt til hers Englcndinga. Ilann fer, en ætlar að koma aftur um kvöldið, þegar hún gefi honum merki með því að setja ljós í miðgluggann. Undir kvöldið heyrist í her Englendinga, og Judith vissi, að nú var hennar barátta að hef jast ... VIKAN 25. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.