Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 9
SAGA EFTIR TALMADGE POWELL MYNDSKREYTT AF ARNOLD kvæmd áætlunar skyldi vera tvískipt og hvor okkar sjá einn um það, sem hann tók að sér.“ „Já, það veit ég. Og ég er enn sem fyrr reiðubúinn að hlífa þér við öllum umræð- um varðandi fyrirkomulag þess hluta fram- kvæmdanna, sem ég tók að mér. Hve mikils virði er hún annars?“ „Tveggja milljóna —' og vel það.“ Hann skælbrosti út að eyrum. „Tvær mill- jónir dollara," smjattaði hann. „Ein milljón í hlut! Við verðum milljónerar, Cary ...“ „Við erum ekki orðnir það.“ „Nei. Ekki enn. En þess verður ekki langt að bíða. Við verðum það um leið og Gull- fuglinn hrekkur upp af.“ Hann gerðist stöð- ugt æstari og andardrátturinn varð þungur og sogandi, eins og hann væri kominn að köfnun. „Milljón dollara, lagsmaður! Þetta er tækifærið, sem ég hef beðið eftir alla ævi. Hamingjan sanna, Cary!“ En svo varð hann skyndilega gripinn óþægilegum grun. „Hvernig er það með erfðaskrána?" spurði hann. „Það eru vonandi ekki aðrir en þú, sem hún hefur arfleitt?" „Hún er svo ung ennþá.“ Hann fölnaði. „Þú átt þó vonandi ekki við það, að hún hafi alls ekki ...“ „Nei, nei,“ greip ég fram í fyrir honum. „Víst hefur hún gert löglega erfðaskrá. Hún fann upp á því sjálf; já, krafðist þess meira að segja . ..“ „Þú ert nú déskoti slunginn, Cary. Það verður ekki af þér skafið." „Og ég er einkaerfingi hennar." „Þú — og ég!“ Hann bókstaflega engdist sundur og saman af hlátri og sló höndum á lær. „Ef hún hefði nú hugboð um það, að við erfum hana báðir, lagsmaður ...“ „Það hefur hún áreiðanlega ekki hugmynd um.“ i . I ■ 1 HANN hætti allt í einu að hlægja og þrút- in augnalokin huldu augun að mestu. „Þú hefur vitanlega brotið heilann um ráð til að sleppa við að greiða mér minn hluta, er ekki svo?“ „Hvað ber til að þú haldir það?“ „Þú ert ekki nema breizkur maður, lagsm. Og það fer ekki hjá því að þér hefur meir en dottið slíkt í hug. Eða viltu kannski þræta fyrir það?“ „Nei, það get ég ekki, ef ég vil vera þér fyllilega hreinskilinn." Hann sló kumpánlega á öxl mér. „Ágætt, að þú skulir þó ekki vera með nein látalæti. Nei. Þér þýðir ekki að reyna að svindla á mér. Það hlýturðu að gera þér ljóst.“ „Ég er ekki blindur fyrir staðreyndum.“ „Afbragð, lagsmaður. Og ég ráðlegg þér fastlega að gleyma þeim ekki heldur. Það var ég, sem náði miði á þennan einmana gullfugl, sem nýverið hafði misst foreldra sína. Það var ég, sem fann upp á því að egna snöruna. Ég kostaði þig af mínu fé, svo að þú gætir kynnzt henni og komið þér inn undir hjá henni og gert hana ástfangna af þér, lagsm!“ „Það geri ég mér líka ljóst.“ „Og á meðan þú varst að skemmta þér með henni á minn kostnað, bjó ég sjálfur í aumustu rottuholu og átti varla málungi matar ...“ „Varstu tilneyddur?" „Já, ég var tilneyddur. Það sakar ekki að minna þig á það. Festa þér nokkrar stað- reyndir í minni, lagsm. Mér hefur alltaf mis- heppnazt allt í lífinu, Cary. í hvert skipti, sem mér hefur dottið eitthvert gróðabragð í hug, eða boðizt sæmilegt tækifæri, hefur mér brugðizt allt á síðustu stundu og einhver annar hrifsað til sín allan ágóðann beint fyrir framan nefið á mér, en ég setið eftir með sárt ennið. Þannig hefur það alltaf farið, lagsm. En nú vil ég ekki að það endurtaki sig einu sinni enn. Þess vegna vara ég þig við, Cary. Ég er tekinn að gerast gamlaður og þreyttur. Misheppnist þetta, stend ég alls- laus uppi. Skilurðu það? Ég er búinn að fá meir en nóg af lífinu í viðurstyggilegum fangelsum og aumustu rottuholum. Þú getur ekki svindlað á mér. Við erum félagar um þetta fyrirtæki — höfum verið það frá upp- hafi, erum það og verðum það, þegar fram- kvæmdum er lokið. Og ef þú gerir minnstu tilraun til að svindla á mér, þá ertu dauða- dæmdur, lagsm.“ „Jafnvel þó að það verði um leið þinn eigin dauðadómur?“ „Já,“ svaraði hann rólega. „Ég kýs það heldur en að lifa lengur því lífi, sem ég hef orðið að sætta mig við hingað til. Það máttu bóka, lagsmaður. Ég hræðist ekki dauðann. Það gerir þú aftur á móti. Jæja, skiljum við þá ekki hvor annan fullkomlega?" „Fullkomlega." „Þá er allt í stakasta lagi, lagsm. Og kannski að þú þiggir nú eitt glas?“ „Já. Ég hef þörf fyrir það.“ Við skáluðum. „Jæja, hefurðu gert einhverja áætlun?“ spurði hann. „Það er þitt, en ekki mitt.“ „Það er laukrétt, lagsmaður. Þú hefur að sjálfsögðu kynnzt ýmsu mektarfólki fyrir at- beina hennar?“ „Jú, að vísu. Annars er hún ekki vinmörg.“ „En við þurfum á mektarfólki að halda í sambandi við fjarvistarsönnun þína.“ „Ég er þegar orðinn meðlimur í nokkr- um klúbbum.“ „Hvernig fellur henni það? Vill hún ekki hafa stöðugt eftirlit með þér?“ „Alls ekki. Hún er einmitt ákaflega frjáls- lynd og skilningsrík hvað það snertir. Henni er það meira að segja áhugamál, að ég skreppi út og viðri fjaðrahaminn öðru hverju, skilurðu." „Þá skulum við láta sem fyrst til skarar skríða. Það er að segja, ef hún heldur sig þá heima við á kvöldin, þegar þú ert úti.“ „Já, hún situr heima og les.“ „Og á meðan hún situr heima við lestur — eigum við að segja næstkomandi fimmtu- dagskvöld — brýzt svo þjófur inn í húsið klukkan tíu. Hann myrðir hana og hefur eitthvað af verðmætum munum á brott með sér. Sem ég fleygi að sjálfsögðu 1 fljótið, skilurðu. Þegar það er allt afstaðið, sezt þú að í New York til að gleyma sorg þinni. Þar hittumst við svo fyrir hendingu eftir nokkra daga. Tveir bláókunnugir menn. Og hvorugur okkar stendur í minnsta sambandi við dauða hennar. Ekki heldur í sambandi við neina áætlun í tveim framkvæmdar- liðum." Ég kinkaði kolli og þagði. „Smámsaman tekst svo með okkur allnáin vinátta," mælti Constantine enn. „Að sjálf- sögðu vitum við einir, að það eru eingöngu milljónirnar, sem vinátta okkar byggist á. Þeim verðum við svo að skipta með okkur smátt og smátt. Sennilega verður öruggast að hafa Viðskipti við erlenda banka, og við Framhald á bls. 45. VIKAN 25. tbl. — 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.