Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 35
dropar, 2 bollar corn-flakes, V2 bolli saxaðar hnetur, 1 bolli kókósmjöl. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum varlega saman við. Setjið síðan vanilludropana, corn- flakes, hneturnar og kókosmjölið varlega saman við og setjið með tesk. á smurða plötu með nokkru bili á miili. Bakið í meðalheitum ofni í 15—20 mín. Ef óskað er eftir að makkarónurnar séu reglulegar í laginu, má setja þær á plötuna með kúptri mæliskeið. Takið plötuna úr ofninum og setj- ið á votan klút og losið kökurnar strax með flötum hníf eða jafn- vel beittum hníf. Ef kökurnar nást ekki nógu fljótt af plötunni, má láta hana aftur inn í ofn, til þess að þær losni betur. HUNANGS-HNETUKÖKUR. % bolli heilhveiti, Mtsk. sóda- duft, % tsk. salt, % bolli smjör, Ya bolli hnetusmjör (peanut butter), Va bolli púðursykur, % bolli hunang, 1 egg, safi úr 1 appelsínu. Blandið saman hveitinu, sóda- duftinu og saltinu. Hrærið smjör- ið í sérskál og bætið hnetusmjör- inu í bað, síðan sykrinum og hun- anginu. Þurru efnin sett í og allt hrært vel saman. Eggið sett í, en það á að hræra aðeins áður, og appelsínusafinn og hrært áfram. Sett með teskeið á smurða plötu með góðu millibili. Þrýstið gaffli ofan á hverja köku og bakið í meðalheitum ofni í 10—13 mín- útur. SSTRÓNU-MAKENGS PIE. Pieið: 2% bolli heilhveiti, 1 tsk. salt, % bolli ískalt smjör, smjörlíki eða plöntufeiti, 7—9 matsk. vel kalt vatn. Blandið saman hveitinu og saltinu og skerið feitina með tveimur hnífum saman við, þar til kögglarnir eru á stærð við litlar grænar baunir. Bætið 1 matsk. af vatninu í einu í deigið og haldið áfram að saxa í það með hnífunum þar til myndast hafa margar litlar kúlur. Þær eru svo hnoðaðar saman, en ekki meira en nauðsynlegt er til að deigið haldist saman. Skiptið í tvo hluta og fletjið út á borði, sem hveiti hefur verið stráð á. Snúið deiginu ekki við og fletjið ekki út á enda, svo að loftið fari ekki úr því. Tertuform eru svo þakin að innan með deiginu og bakað í vel heitum ofni í 15 mín- útur. Þetta gerir tvo deigbotna, en fyllingin er í einn botn, en það sparar tíma að baka tvo í einu og geyma svo annan botninn þar til þarf á honum að halda, en auðvitað má líka baka aðeins úr helmingnum. Fyllingin: 1 bolli sykur, 3 mat- sk. hveiti, 3 matsk. kartöflumjöl, Vi tsk. salt, 2 bollar sjóðandi vatn, 1 matsk. smjör, safi úr 2 sítrónum, 6—8 matsk. sítrónusafi úr flösku, 3 eggjarauður. Sykur, hveiti, kartöflumjöl og salt er sett í efri hluta tvöfalds potts og sjóðandi vatninu bætt smám saman í og hrært stöðugt í á meðan. Síðan er efri potturinn settur beint á plötuna og hitað að suðu og þar til það þykknar. Sett aftur í tvöfalda pottinn og soðið í 20 mín., hrært í öðru hverju. Smjörið sett saman við. Sítrónusafinn er hrærður í eggja- rauðurnar og það síðan þeytt í heitu blönduna og soðið í 1 mín. og tekið af hitanum. Kælt og sett í pieformið. Þakið með: 2 stíf- þeyttum eggjahvítum, 4—6 mat- sk. sykur og Vi tsk. vanilludrop- um. Bakað í ofni við lítinn hita í 15 mín., eða þar til það er mjög ljósbrúnt. ★ Bankaþjófur með þrjú andlit. Framhald af bls. 21. og innti þá eftir heilsunni. Hann var kurteis og háttprúður þessi Urbano y de Blanquart. Aldrei skipti hann skapi, en var jafnan kurteisin einber og hugulsemin. Og hvað hann var reglusamur! Alltaf skyldi hann borða morg- unverð sinn á sama kaffihúsinu, kaffi með brauði. Vitaskuld var hann mikið á ferðalögum, um Júgóslavíu til ítalíu og Grikk- lands, og í hvert skipti kom hann aftur hlaðinn listmunum. Til Svisslands fór hann í skemmti- ferðir og heimsótti bankastjóra sína. Hann þurfti einnig að hitta bankastjóra sína í Lundúnum, einnig klæðskera og listmunasala og eyddi þar gjarnan nokkrum dögum. Og á öllum þessum slóð- um átti hann mikilsmetna kunn- ingja, sem komu honum í kynni við aðra mikilsmetna menn, og allir voru þeir jafn hrifnir af þessum Urbano. Hann var velþekktur á dýr- ustu veitingastöðum, þar sem góðir drykkjupeningar til yfir- þjónsins er bezta ráðið til að kynna andlit sitt. Þegar hann var í París veitti hann konunglega amerískum vinum sínum búsett- um þar í borg og öðrum löndum sínum gestkomandi. Einn þessara gesta hefur sagt frá boðum hjá honum, þar sem vínið flaut - í stríðum straumum, allt var mjög ríkmannlegt og gjafir gefnar. Al- veg dásamlegur maður þessi Urbano. Það var svo sem von, að vinir hans söknuðu hans, þegar hann VIKAN 25. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.