Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 50
— hérna er VIKAN afgreidd á Laugavegi 133. Það er húsið, sem þið sjáið hér á myndinni. Örin vísar á dyrnar, þar sem gengið er inn. Þetta hús er mjög nálægt þeim stað þar sem Laugavegur og Hverfisgata mætast. Skammt frá húsinu stanza fjölmargir strætisvagnar (við Rauðarárstíginn) og til hægðarauka höfum við tekið saman skrá yfir þá. Þessir vagnar stanza við Rauðarárstíg, en þaðan er styzt að ganga, ef farið er í Blaðadreifingu: Leið 3 — Kleppur Leið 4 — Sundlaugar Leið 6-7-8 — Sogamýri (Rafstöð, Blesugróf, Bústaðahverfi) Leið 13 — Kleppur, hraðferð Leið 14 — Vogar, hraðferð Leið 17 — Austurbær Vesturbær, hraðferð Leið 18 — Bústaðahverfi, hraðferð Leið 21 — Álfheimar Leið 23 — Háaleiti Leið 25 — Safamýri Þessir vagnar stanza líka allir í bakaleið við Rauðarárstíg nema leið 8, leið 14, leið 17 og leið 18. Auk þess stanza þessir vagnar við Rauðarárstíg í bakaleiðinni: Leið 12 — Lækjarbotnar Leið 15 — Vogar, hraðferð Leið 16 — Vesturbær Austurbær, hraðferð Leið 20 — Bústaðahverfi SÖLUBÖRN og hún hafði bjargað lífi Ran- alds ... Hún haf ði ekki gert neitt glappaskot... Hún stóð teinrétt og tíguleg í hvíta kjólnum, sem þyrlaðist um hana eins og ský... Hún hafði ekki gert neitt glappa- skot. . . Það var einkennilega kyrrlátt núna eftir að storminum hafði slotað. Ekkert heyrðist nema regnið fyrir utan og fótatak, sem nálgaðist hægt og hikandi, eins og einhver drægist áfram eftir malarslóðinni .. . Fótatak? ... Hún hrökk við og lagði við hlust- irnar. Tjöldin bærðust, eins og einhver væri að reyna að kom- ast inn . .. O, Guð, hvað mundi hún sjá í miðglugganum? Von bráðar vissi hún það. Tjöldunum var svipt til hliðar, og þama stóð hann og hallaði sér upp að gluggakarminum. Hann andaði ótt og títt, og eld- ingarnar blossuðu fyrir aftan hann. Annarri hendinni þrýsti hann að síðu sér, og milli fingr- anna vall fram rautt blóðið. Andlit hans var náhvítt, og hún vissi, hvað komið hafði fyrir. SÍGILDAR MEO ^MYNDUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. „Ranald,“ hvíslaði hún. „Ég skaut þig“. Hann sleppti karminum og steyptist fram yfir sig á gólfið. Hún kraup á kné við hlið hans, ísköld af skelfingu, en fullkom- lega róleg. „Þú bjargaðir mér frá þeim“, hvíslaði hann með erfiðismunum, „en þú — hvað ætlar þú að að gera?“ „Bíða“, svaraði Judith. „Eftir hverju?" ... Þegar lifið og ástin eru ekki lengur til...“ Framhald i næsta blaði A K-7-3 y 5-2 y D-9-5-4 A G-7-5-4 A G-9-5-4 y K-8 y G-7-3-2 4» 9-8-3 A-10-8-6-2 10-7-4 K-10-8-6 6 D A-D-G-9-6-3 A A-K-D-10-2 A V ♦ * Áður en þér byrjið að lesa þennan þátt skuluð þið birgja spil austurs og suðurs. Síðan skuluð þið fá ykkur sæti í vestur og spila út gegn sexlaufasamningi suðurs. Suður á sennilega 10—11 spil í hjarta og laufi eftir sögnum hans að dæma. Þú ákveður að spila út tígul- tvisti, sagnhafi lætur drottning- una, austur kónginn og suður drepur slaginn á ásinn. Suður spilar nú laufatíu, sem hann drep- ur í borði á gosann. Síðan spilar hann hjarta og lætur drottning- una. Þú drepur á kónginn og spil- ar síðan sigri hrósandi út tígul- gosanum, er það ekki? Sagnhafi trompar og vinnur slemmuna auðveldlega. Nú skuluð þið athuga allt spilið. Suður er kunnur bandarískur spilari, Sam Fry, Jr. frá New York. Honum var það ljóst, að ef hjartakóngurinn væri hjá vestri, þá væri slemman glötuð — nema vestur spilaði spaða. Þess vegna lét hann tíguldrottninguna í fyrsta slag, til þess að fá vestur til þess að halda að hann ætti tvo tígla. Hver nema asni (eða sér- fræðingur) myndi láta drottning- una með ásinn einspil heima? Getið þið álasað vestri fyrir að spila tígulgosanum? Var ekki sennilegt að sagnhafi hefði átt ásinn annan í tígli? Hefði hann ekki einmitt látið drottninguna, ef hann hefði átt ásinn annan? Hefði vestur í rauninni spilað spaða en ekki tígulgosa, þá hefði það verið mjög óeðlileg spila- mennska. Það er hugmyndarík blekki- spilamennska eins og hér að ofan, sem skilur hinn sanna sérfræðing frá fjöldanum. gQ _ VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.