Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 33
Fyrir því úrskurðast Aí réttarsambandi Reykjavíkur- borgar og Felixar Franzsonar er það ijóst, að borgin hefur verið réttur og löglegur eigandi vörubifreiðar- innar. Hún lánaði Felix bílinn sem framfærslustyrk. Enda þótt Felix væri skráður eigandi bílsins í bif- reiðaskránni, öðlaðist hann enga eignarheimild með þeirri skráningu. Þar hefði þurft annað og meira til að koma. Réttarafstaða Felixar gagnvart borgaryfirvöldum er með þeim hætti, að þar komast engin vafaatriði að. En sé aftur á móti litið á afstöðu Jóns Jónssonar til Reykjavíkur- borgar, rísa upp atriði, sem orka tvímælis. Jóni var algerlega ó- kunnugt um það, með hvaða hætti Felix var kominn að umráðum bíls- ins og hvaða ástæður lágu til þess, að hann var skráður eigandi bílsins í bifreiðaskránni. Hann hafði því ekki hina minnstu ástæðu til annars en líta svo á, að Felix hefði lögmæta eignarheimild. Aðalreglan er sú, ef maður selur öðrum verðmæti, sem er eign þriðja aðila, þá getur hinn rétti eigandi brigðað verðmætunum til sín. Þessi regla gildir einnig, þótt kaupandinn hafi verið í góðri trú og ekki haft ástæðu til annars en ætla, að hann væri að eiga viðskipti við lögmætan eiganda. Frá þessari reglu eru undantekn- ingar, sem þó að meginstefnu varða hin svokölluðu viðskiptabréf, t. d. peninga, víxla, tékka og farmskír- teini. f viðskiptum með slík bréf getur það iðulega átt sér stað, að kaupandi, sem er í góðri trú, fái meiri og betri rétt, en heimildar- maður hans hafði. í lagamáli er þetta réttartilvik nefnt traustnám eða traustfang. Reglurnar um traustnám eru að vísu ekki ein- skorðaðar við peninga og önnur við- skiptabréf, þótt mjög verði að fara varlega í þeim efnum, að viður- kenna þessar reglur á fleiri sviðum. Spurningin, sem úrslitaáhrif hef- ur í framangreindu máli, er þessi: Verður sú háttsemi borgaryfirvalda að láta það viðgangast í langan tíma, að einstaklingur sé í bifreiða- skránni talinn eigandi bifreiðar, sem í rauninni tilheyrir borginni, túlk- uð á þann veg, að Jón Jónsson hafi eignazt bifreiðina fyrir traustnám? Þegar þess er og gætt, að Jón var algerlega grandlaus um eignarheim- ild Felixar, verður framangreindri spurningu svarað játandi. Dómur Hæstaréttar frá 13. desember 1940 verður lesinn þannig, að heimilt sé að láta traustfangsreglurnar ná til tilviks sem þessa. Svo mikið álita- mál var hér á ferðinni, að héraðs- dómari kvað upp gagnstæðan dóm. Ályktunarorð: HIN UMBEÐNA INNSETNINGAR- GJÖRÐ SKAL EKKI NÁ FRAM AÐ GANGA. J. P. E. litið á húsbúnaðinn hjá húsbúnaði , , , EKKERT HEIMILI ÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA laugavegi 26 simi 209 70 HOLLAR KÖKUR. Framhald af bls. 24. Vi bolli appelsínusafi af flöskum, 2 matsk. sítrónusafi af flöskum (eða sherry-bragðefni). Hakkið ávextina og hneturnar einu sinni í hakkavélinni. Bland- ið saman sykri og kryddi og setj- ið í ávaxtablönduna. Bætið á- vaxtasafanum í og hrærið vel. Þrýstið deiginu vel ofan í smurt ílangt form og notið til þess smurðan smjörpappír. Gerið deigið jafnt og slétt að ofan og þekið með margföldum smjör- pappír. Setjið formið í ísskáp og látið standa í a. m. k. 10 klukku- stundir áður en kakan er borin fram. Þá eru skornar af henni þunnar sneiðar eins og af venju- legri ávaxtaköku. Það má strá á hana flórsykri. Það er hægt að geyma hana í margar vikur í ís- skáp. HAFRAMJÖLS-KRYDD SMÁKÖKUR. 2 bollar heilhveiti, % tsk. sódaduft, Vz tsk. salt, Vi tsk. kan ill, 1 tsk. negull, 1 bolli smjör- líki, IV2 bolli púðursykur, 2 egg, IV2 bolli haframjöl (fíngert), 1 bolli hakkaðar hnetur, 1 bolli rúsínur, Vi bolli súrmjólk, eða sýrð mjólk. Blandið saman hveitinu, sóda- duftinu, saltinu og kryddinu. Hrærið smjörlíkið og sykurinn þar til það er hvítt og blandið svo eggjunum, sem hafa verið hrærð vel saman, í sykurinn. Svo er haframjölið, hökkuðu hnet- urnar og rúsínurnar sett í og hrært vel. Síðast er svo þurru efnin sett í ásamt mjólkinni. Sett með teskeið á smurða plötu með góðu millibili. Látið standa í nokkrar mínútur, og ef óskað er eftir flötum smákökum, má fletja þ«r út m«ð því að þrýsta á með gaffli eða setja votan, hreinan klút á botninn á glasi og ýta með því hverja smáköku. Bakað við lítinn hita í 10—15 mín. HNETU-MARENGSKÖKUR. 2 stífþeyttar eggjahvítur, V2 bolli púðursykur, þrýst vel í boil- ann, Ví tsk. salt, Vi tsk. möndlu- dropar, 1 bolli hakkaðar hnetur eða möndlur. Þeytið eggjahvíturnar, þar tii þær standa einar, en eru ekki of þurrar. Blandið sykrinum var- lega í og saltinu. Möndludroparn- ir og hneturnar settar í og deigið sett með teskeið á smurða plötu. Bakað í meðalheitum ofni í 15— 20 mín. Tekið strax af plötunnL þ^gar þær eru bakaðar. HNETU-MAKKARÓNUR. 2 stííþeyttar eggjahvítur, 1 bolli púðursykur, V2 tsk. vanillu- VJKAN ZC. íbL — 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.