Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 20
Hann vildi vekja undrun, koma á óvart og dáleiða fólk. Gjadkerum í banka birtist hann sem vofa með hvítan klút um andlitið með sólgler- augu og hatt. Hann fór í loft- köstum yfir bankaborðið og stóð þar allt í einu mitt á meðal þeirra með skamm- byssu í hendi. Meðan þeir stóðu þar of agndofa til þess að æpa eða aðhafast nokkuð, hljóp hann frá skúffu til skúffu og sópaði bankaseðlum ofan í bréfpoka. Síðan stökk hann atfur yfir borðið og út um dyrnar. „Höfrungurinn“, ævintýralegasti bankaþjófur þessarar aldar hafði enn ver- ið á ferð og sloppið. Hann vildi berast mikið á. Hann ferðaðist um alla Evrópu eins og fursti. Hann heimsótti bankastjóra sína í Genf og London, leit inn í listmuna- verzlanir og til forngripasala og talaði þar reiprennandi fjögur tungumál og festi þar kaup á gróðavænlegum hlut- um. Föt hans voru sniðin af beztu klæðskerum Lundúna- borgar, og skór hans voru keyptir eftir máli hjá beztu skósmiðum ítalíu. í París, þar sem hann bjó, ók hann hvítum Mercedes-Benz bíl frá íbúð sinni í Rue St. Ferdinand 27 til Maxim eða í Lídó eða í óperuna, eða í dýrustu veit- ingastaði eða klúbba. Hann vildi koma sér vel. í Williams- town, Massachusetts, birtist hann í leigðum bil fullum af postulíni, vösum, málverkum, húsgögnum og knipplingum handa móður sinni og systur, sem hann tilbað báðar. Stúlk- um á borgarskrifstofunni, en þar hafði hann áður gegnt lágt launuðu starfi, færði hann ilmvatn og konfekt. Hann heimsótti gamla kunningja, veitti þeim smálán og hlust- aði á raunir þeirra. Hann eyddi fúlgu til þess að endur- bæta hús foreldra sinna, og þar veitti hann vinum sínum ríkmannlega, og öllum fannst þeim hann dásamlegur. Allar þessar marmlýsingar Hann var elskulegur maður og vinsæll í vinahópi. Öðru hvoru lifði hann eins og greifi í París og gaf ættingjum stórar gjafir. Teknanna aflaði hann aftur á móti með fífldjörfum bankaránum. eiga við Robert Francis Urbano, einhvern djöfullegasta og slungn- asta glæpamann sinnar samtíðar. Á minna en áratug — þó einginn viti raunar hvenær hann hóf glæpaferil sinn — rændi hann að minnsta kosti 13 banka og þrjár stórverzlanir — enginn veit þó tölu þeirra með vissu — og bar úr býtum kvart- milljón dollara. Enginn getur for- tekið að upphæðin sé miklu meiri, allra sízt Urbano sjálfur. Hann myrti mann og gekk svo frá öðr- um, að hann var bæklaður ævilangt, en slíkt er álit vina hans á honum, að þeir geta ekki fengið sig til að tala illa um hann. Og þeir geta ekki almennilega losnað við þann grun, að lögreglan hafi farið mannavillt. Húsvörður hans í París, sem stærði sig af því að vita um og virða leyndarmál leiguliða sinna, varð al- veg agndofa þegar henni barst sú frétt, að hinn tiginmannlegi og menntaði gestur hennar væri fíkinn í að ræna banka, og í smábæ í Arizona settist læknir nokkur niður og skrifaði skammarbréf til lögregl- unnar og kvað kjaftshögg eða meið- yrðamál mátulegt á þann, er eitt- hvað hefði niðrandi um Urbano að segja. En í New Jersey sagði reyndar lögregluforingi um hann: „Hann er einhver sá frekasti, samvizkulaus- asti og hofmóðugasti þorpari, sem ég hef kynnzt. Mann langar til að berja hann.“ Og opinberi saksókn- arinn fyrir Bergen County, New Jersey, játar: „Hann er sérkennileg- asti glæpamaður, sem ég hefi með höndlað.“ Og ríkislögreglan, sen. hafði leitað hans árangurslaust í áratug, segir með nokkurri aðdáun um Urbano: „Borið saman við Urbano eru alræmdir bankaræningj- ar hreinustu villimenn.“ Aðferð hans var snilldarleg, og mætti vel hafa dugað honum enda- laust, ef ekki hefði það komið til, hvað kvenfólkið er óútreiknanlegt. Hann leigði sér bíl og ók í róleg- heitum til Philadelphiu, Baltimore eða Washington, eða jafnvel til Pittsborgar, og settist þar að á ný- tízku hóteli. Þaðan var hann van- ur að fá sér gönguferðir til að skoða sig um eins og hann orðaði það, en það var nú reyndar til þess að finna bíl með lyklana í. Þegar hann hafði fundið nothæfan bíl, ók hann honum á opinbert bílastæði, svo enginn annar gæti stolið honum. Síðan tók hann leigubíl heim á hótelið. Næstu daga ók hann svo um borg- ina í leigða bílnum sínum í leit að hentugum banka. Hann var ekki kröfuharður. Allt sem hann fór fram á var, að bankinn eða útibúið væri eftir nýjustu tízku, heldur af- skekkt og með lágum bankaborðum. Síðan þurfti haw* að f*ra í ýmsar búðir til þess að kaupa dulargervið. Þetta var nauðsynlegt, því andlit Urbanos var svo sérkennilegt. Það var bæði uppsprungið og bólugrafið, nefið þykkt og fyrirferðarmikið, að minnsta kosti þangað til hann lét laga það með uppskurði. En það sem engum gleymdist voru augu hans, þau voru útstandandi eins og á froski. Hann var lágur vexti — 5 fet og 7 þumlungar — en sterkur og fjaðurmagnaður. Hann gekk full- um skrefum og lyfti sér á táberg- inu. Daginn, sem ránið átti að ske, gerði hann upp á hótelinu og kvaddi þar, ók síðan þangað sem stolni bíllinn var geymdur og skipti þar um vagn. í stolna bílnum ók hann til bankans og kom þar rétt fyrir lokunartíma. Þar fór hann í frakk- ann, setti upp gleraugun, hattinn og hanzkana. Vasaklúturinn var bundinn um hálsinn. Hann lagði bílnxun fyrir framan bankann — þó ólöglegt væri — og gekk inn og lyfti vasaklútnum um leið og hann steig yfir þröskuldinn. Á því augnabliki breyttist hann í stökkvandi kengúru. Hann þeyttist gegnum anddyrið og yfir banka- borðið, veifandi starfsmönnum og viðskiptavinum út að vegg með byssu sinni. Steinþegjandi tók hann til óspilltra málanna og lét greipar sópa um borð og skúffur, hvar sem peningar voru fyrir hendi, en hirti þó ekki um smápeninga. Aldrei revncii hann til við peningaskáp, hruð im var honum fyrir öllu. Hann varð „ð Ijúka sér af, áður en nokkur áttaði sig og reyndi að grípa hann. Pegur pokinn var úttroðinn, stökk hann aftur yfir borðið og út um dyrnar og burt í stolna bílnum. Að fáeinum mínútum liðnum kom lögreglan í vælandi bílum og leitaði hans í nágrenninu og víðar. Þeir höfðu tal af fórnarlömbunum, lýs- ing á „Höfrunginum" var send öll- um lögreglubílum í borginni. Grun- samlegir menn voru spurðir spjör- unum úr. Þann dag var miður heppi- legt að vera klæddur hermanna- frakka og halda á bréfpoka. Dag- blöðin sendu fréttaritara og ljós- myndara á staðinn. Útvarp og sjón- varp slitu hvaða dagskrárlið sem var sundur til þess að skjóta inn fréttaþætti. Bankamenn fölnuðu er þeir heyrðu tíðindin. Trygginga- menn andvörpuðu. En hvar var Urbano? Hann var í „öðrum heimi“. Hann skipti aftur á stolna bílnum og leigða bílnum og ók síðan í hægðum sínum til New Yorkborgar og tók sér þar far með flugvél til Parísar, en þar varð hann sjálfkrafa Robert F. Urbano y de Blonquart, heimsmaðurinn al- kunni. Á vissan hátt hagaði hann sér 20 VIKAN 25. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.