Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 15
BJARNI VIBORG FRH — Það munaði oft mjóu. Það eitt að riffillinn lenti þversum undir mér, þegar við grófumst í skotgröfinni, bjargaði lífi mínu. Svona urðum við að fikra okkur eftir jörðinni, þegar við ekki höfðum skotgrafir; stunðum undir stöðugri skothrið. Þá var farið að nota flugvélar til hernaðar, en þær voru frum- stæðar. Flugvélin, sem sést á myndinni var notuð til að njósna. Ég hef ræktað þennan blett þar sem áður var melur og urð. Og húsið byggði ég með hjálp góðra granna. Það lá oft nærri að illa færi eins og nærri má geta. Einu sinni fékk ég kúlu gegnum hattinn og hún tók með sér skúf af hárinu. Ég var lengi með hárlausa blesu aftur eftir höfðinu og örið sést enn í hársverðinum. í annað skipti fór kúla eftir endilangri neðri vörinni á mér, þó sködduðust tennurnar ekki neitt. Síðan er dálítil missmíði á vörinni. Skotar höfðu mikla trú á skeifum. Þeir sögðu, að ég hefði skeifu um hálsinn og gæti ekki drepizt. Ég var orðinn hundkunnugur í Frakklandi þegar stríðinu lauk. Við vorum búnir að þvælast fram og aftur frá Ermarsundi og suð- ur til Monte Carlo. Frakkland var allt sund- urgrafið. — Það hafa verið reistir hermannaskálar til að búa í? — Stundum bjuggum við í húsum bak við víglínuna, sem höfðu verið yfirgefin. Stund- um voru reistir skálar. Yfirleitt var reynt að sofa það langt að baki víglínunni, að þeir næðu ekki til okkar með fallbyssunum. Það voru allir jafn uppgefnir undir lokin. Ekki síður Þjóðverjar. Við tókum þá oft til fanga og þá voru þeir reknir í gaddavírs- girðingar eins og fénaður. Ég var aldrei við fangagæslu. En einu sinni var ég þó látinn fara einsamall með þrjátiu fanga frá víg- línunni til aðalstöðvanna. Ég gekk bara á undan þeim og þeir hefðu getað ráðizt á mig og drepið mig ef þeir vildu. En mér > f ramma uppi á vegg í Ráðagerði: Bréf frá kónginum í Englandi, tvær medalíur, tveir heiðurspeningar og mynd af ungum hermanni: Bjarna Viborg. sýndist það á þeim, að þeir væru þúnir að fá nóg. Uppi á vegg fyrir ofan borð- ið hangir gamall rammi með brotnu gleri og undir því mynd af ungum manni með einkenn- ishúfu og búninginn hneppt- an upp í háls. Fyrir ofan myndina hanga tvær medalíur með borða og tveir stakir heiðurspeningar. Og til hliðar við þetta: Bréf frá hans há- tign, Georgi Bretakóngi: Buckingham Palace Drottningin og ég, óska þess, að yður megi vel famast og heill heim koma til vina og vandamanna. Föðurlandið er þakklátt og stolt af frábærri þjónustu yð- ar, sem hefur sýnt sig í trú- mennsku og dugnaði svo ekki verður betur gert. George R I. — Þetta eru minjagripir, sagði Bjarni eins og til skýringar. — Fékkstu medalíurnar fyrir einhver sérstök afrek? — Það veit ég andskotann ekkert. Þær voru hengdar á mig eftir að stríðinu lauk, áður en ég fór aftur til Kanada. Þær eru einskis virði. ,I?n hefði ég fengið Viktoríukrossinn, þá hefði maður fengið 50 pund á ári upp frá því. Það var nú ekki svo vel. — Svo var stríðið allt í einu búið. — Já, þá breyttist margt. Fyrst á eftir var ég á spítala í Liverpool. Það var útaf kjaftinum á mér. Þegar kúlan fór í vörina, þá blæddi heilmikið og bólgnaði svo að ég gat ekki étið. Ég var á spítalanum í tvo mánuði meðan þeir græddu vörina. Ég fór ekki strax vestur að stríðinu loknu. svo ótrúlegt, sem það kann að virðast, fékk ég stöðu í dýralandi konungs. Það var einhversstaðar fyrir utan London. Ég var vörður þar. Þar var heil- mikill skógur og fullt af dýrum, sem tóku sprettinn, þegar þau sáu menn. Svo voru veiðikofar hingað og þangað í skóginum. Kóngafólkið kom stundum til að skjóta dýrin; þá fór það ríðandi á gæðingum sínum. Dýraveiðar eru kóngasport eins og allir vita. Þau komu oft í dýralandið Edward konungur og Mary drottning. Edward prins af Wales var líka oft þar; hann virtist hafa góðan tíma og ég kynntist honum talsvert. Það var hann sem síðar afsalaði sér konungdómi fyrir frú Simpson. Það skildi ég aldrei. — Varst þú ekki kvæntur, Bjarni? — Jú, ég kvæntist á stríðsárunum enskri stúlku af írskum ættum. Við bjuggum ekki lengi saman og eignuðumst ekki börn. Svo þegar ég hætti í dýralandi kóngsins og sneri aftur til Kanada, þá varð hún eftir og við skildum nokkru seinna. ‘Ég veit ekki hvað kallaði mig vestur aftur. Kannski ævintýraþrá, eða rótleysi. Ég gerðist beykir vestur í Kanada og var við það starf í þrjú ár. Þá ákvað ég ag flytjast aftur til íslands. — Hversvegna? — Mér fannst niðurdrepandi og þýðingarlaust að vera í Kanada. Það var afskaplega slæmt ár- ferði og eymdartíð. Fjöldi manna atvinnulausir og allir hálfmatarlausir. Það var mikil svartsýni ríkjandi í Kanada á þeim árum. Ég var ekki í vafa um, að betra væri að vera á íslandi. Því hafði ég alltaf trúað, að þar væri bezt að vera. Svo ég sneri baki við hermennsku og beykisiðn, óvissu og ævintýrum. Ég tók mér far heim til íslands á því herrans ári 1932 og vissi þá ekki hvernig ástandið var hér. Kreppan var í hámarki með allri þeirri eymd og öllu því vonleysi, sem henni fylgdi og þeir muna, sem komnir voru til vits og ára á þeim tíma. Það vildi mér til happs, að ég átti góða að. Systir mín var gift Pétri Magnússyni, bankastjóra. Ég fór til þeirra allslaus og hjá þeim fékk ég Framhald á bls. 46. VIKAN 25. tbl, 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.