Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 48
• • • • • • SOLUBORN - GONGUFOR A ESJU NÚ FER AÐ VERÐA SPENNANDI AÐ SELJA VIKUNA - ALLTAF EYKST SALAN OG ÞIÐ SEM DUGLEG ERUÐ, FÁIÐ VERÐLAUN. ÞETTA VERÐUR SKEMMTILEG HÓPFERÐ í SUMAR. ÞAÐ VERÐUR FARIÐ UPP Á AUÐ- VELDUM STAÐ OG ÞIÐ FÁIÐ AÐ GEFA YKKUR GÓÐAN TÍMA. ÖLL SÖLUBÖRN, SEM SELJA 20 BLÖÐ AF ÞESSARI VIKU OG FJÓRUM ÞEIM NÆSTU, FÁ RÉTT TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSARI SKEMMTIFERÐ. STÁLHÚS BIFREIÐA. Framhald af bls. 31. kg Yfirbygging samtals .......... 153.0 Framhjól meS öllum búnaði . 64.0 Afturhjól með öllum búnaði . 49.6 Vél ásamt gírkassa ........... 100.0 Gluggarúður (1.78 m2) ......... 24.0 Fram- og aftursæti ............ 31.9 Benzingeymir (fullur), rafgeym- ir, lelðslur, mælaborð, luktir og varahjól ................ 142.5 Heildarþyngd bílsins ...... 565.0 Leyfileg byrði ............... 435.0 Bíllinn með fullum þunga .. 1.000.0 Þess ber að gæta, að Prinzinn er byggður eins léttur og verða má. Til marks um það má nefna, að ýmsir hlutar vélar og hemla- búnaðar eru gerðir úr léttum málmum, ef þyngri málmar gegna sama hlhtverki í engu bet- ur. Hins vegar er ekkert til þess sparað, sem lýtur að öryggi í akstri. Hjóla- og stýrisbúnaður er hafður svo voldugur, að þjösnalegur akstur með fullfermi á vondum vegi sé honum engin ofraun. (Fréttatilkynning frá Fálkanum h.f., Laugavegi 24, Reykjavík). MIÐGLUGGINN. Framhald af bls. 19. gluggann og til skógarins. Þú verður að vara lávarðinn við. Þið getið flúið saman. Ef þeir ná ykkur dreptu hann þá. Hann má ekki komast lifandi í þeirra hendur“. Hún opnaði skúffu í skrifborð- inu og tók upp hárbeittan rýt- ing. „Drepa lávarðinn?" muldraði hann. „Ertu gengin af vitinu?“ „Nei, en allt vil ég heldur en að hann verði hengdur. Ef þú vilt ekki gera þetta, fer ég sjálf ... Það er verst, hvað hvíti kjóll- inn minn er áberandi í myrkr- inu“. Angus leit á hana. Augu henn- ar voru dökk og starandi í ná- fölu andlitinu ... Henni var al- vara! ... Hugrökk var hún, unga húsfreyjan hans! Hann rétti fram skjálfandi hönd og tók við rýtingnum. „Þú ert brjáluð", sagði hann, „en ég skal reyna“. Hann læddist varlega út um miðgluggann, en lenti beint í fanginu á Thomasi. „Við leyfum starfsfólki yðar ekki að fara í gönguferðir í þess- um hita, kæra frú“, sagði Thom- as elskulega og sneri rýtinginn úr hendi gamla mannsins. „Ætl- aði hann kannski að lesa yður blóm með þessu verkfæri? Má ég gera það í staðinn?" Judith hristi höfuðið, mállaus af örvæntingu, og Thomas hneigði sig hæversklega og fór út aftur með rýtinginn í hend- inni. Angus kom höktandi inn. „Jæja, hvað sagði ég?“ „Hvað eigum við að gera?“ stundi Judith og tók um brenn- heitt ennið. „Ef ég gæti bara hugsað í samhengi! Mér finnst endilega, að ég hljóti að gera einhverja vitleysu — eitthvert óbætanlegt glappaskot, áður en dagurinn er á enda.“ „Það væri þér líkt“, nöldraði Angus blíðlega. „Allar konur eru heimskingjar". „Ó, Angus, Angus, hvað verð- ur úr þessu? Er ómögulegt að bægja ógæfunni frá? Er ekkert hægt að gera?“ „Nei“, svaraði Angus lágt. Hún huldi andlitið í höndum sér. Hann stóð við hlið hennar, klóraði sér á kinninni og starði tómum, vonlausum augum út í bláinn ... Langur og heitur dag- urinn drattaðist áfram ofurhægt. Jenkins og Thomas sátu í stofunni og biðu.. Þeir höfðu læst Angus inni, og Judith var uppi í svefnherbergi sínu. Tekið var að bregða birtu, og húmið var þrungið kæfandi ógn. Jenkins þurrkaði svitann af enn- inu og dæsti. Hann ætlaði sér að fanga lávarðinn, það var skylda hans sem hermanns, en að valda húsfreyjunni slíkri kvöl BIFREIÐA-FERÐA- FULLKOKAIN ÞJÓNUSTA. TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI - GREIDDUR TRYGGING TEKJUAFGANGUR SIÐAN 1949: 37 MILLJÓNIR KR. SÍMI 20500. SAMVINNUTRYGGINGAR — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.