Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 43
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. Fréttablað frá Siglufirði Stjórn frímerkjaklúbbsins „Þrestir“ ásamt leiðbeinanda klúbbsins. Talið frá vinstri: Halldór Kristinsson gjaldkeri, Jónas Ragnarsson formaður, séra Ragnar Fjalar Lárusson leiðbeinandi Jóhann Ágúst Sigurðsson ritari. Á Siglufirði er gamalt hús, sem ekki lætur mikið yfir sér, hið ytra, — en að innan er allt samkvæmt nýjustu tísku. Hurðir úr sandblásnu gleri og annað eftir því, sem vitnar um rausn í smáu sem stóru — svo er Síldarverksmiðjum rikisins fyrir að þakka, en Hið snotra afmælismerki, sem Ragnar Páll Einarsson Iistmálari gerði og gaf klúbbnum. þær létu breyta Hertervig- húsinu svonefnda, — i æsku- lýðsheimili og afhentu það æskulýðsráði Siglufjarðar, 24. febrúar s. 1., sem sér um rekstur þess. Á efri hæð er m. a. stór og rúmgóð setu- stofa, eldliús og tvö föndur- herbergi, en á neðri hæð er stórt og haganlega innréttað ljósmyndaherbergi, með stækkara og öðrum nauðsyn- legum tækjum til ljósmynda- starfa. Fjölþætt starfsemi liófst í húsinu, strax eftir vígslu þess og meðal þeirra klúbha, sem þar fengu inni, var frímej’kjaldúbburinn ÞRESTIR, sem átti 5 ára af- mæli 2 .marz s. 1. í frétta- bréfi frá formanni klúbbs- ins segir m. a.: „— — Æskulýðsheimilið var opnað 20. febr. og flutt- um við þangað, svo að segja strax og héldum upp á af- mæli klúbbsins með sýningu 17. marz. Á sýningunni voru m. a.: Öll íslenzku fyrsta- dagsumslögin eftir 1944 og nokkrir sérstimplar, Hópflug Itala, öll merki Sameinuðu þjóðamia, Alþingishátíðar- merkin, bæði almenn og þjónusta. Auk þess nokkur motivsöfn og mikið af göml- um isl. merkjum. Öll merki og umslög voru sýnd á svört- um spjöldum, 35x50 sm., alls 40 spjöld. Sýningin var opin í 41/2 tíma og heppnað- ist. prýðilega. Sóttu liana á annað liundrað manns, þrátt fyrir hleytuhrið og kulda. I tilefni sýningarinnar og af- mælis Þrasta, gaf Ragnar Páll Einarsson, klúbbnum mjög snoturt merki 70x80 sm. að stærð, gert eins og Tómstundaheimilið. Vikuklúbburinn þakkar bréfið og myndirnar, sem hér fylgja frá sýningunni — og óskar Þröstum til hamingju með 5 ára afmælið. ; : Hluti fyrstadagsumslaga, frímerki. Á miðju merkinu eru málaðir 5 þrestir, en í stað verðgildis, stendur: 5 ár. F rímerk j aklúbburinn Þrestir, hefur starfað mikið og vel í vetur, og í tilefni afmælisins hefur verið ákveðið að bæta við nokkrum greinum söfn- unar, svo sem mynt- og eld- spýtnastokkasöfnun, barm- merkjasöfnun o. fl. Heimilis- fang klúbbsins er: Þrestir, Hlíðarvegi 27. Siglufirði. — Veiztu að kvikasilfur hefur eðlisþyngd- ina 13,6 og bráðnar við — 38,9 stig á Celcius? að til þess að breyta fermetrum í ferfet á að margfalda með 10,7639. að eitt skippund er sama og 20 lýsipund eða 160 kg. að myntin í Portúgal heitir es- cudo og í einum escudo eru 100 centavos. að það eru 269594 þúsund íbúar í Sovétríkjunum. VIKAN 25. tbl. 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.