Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 18
Steinunn S. Briem þýddi. Teikning: Þórdís Tryggvadóttir. MNNEM FRAMHALDSSAGAN 8. HLUTI eftir Elizabet Goudge Angus kom aftur þungbúinn á svip. „Já, það eru Englendingarnir .. . að minnsta kosti tólf, ef ekki fleiri, klæddir í lit helvítis". „Og lávarðurinn var rétt að fara .. . Getur verið, að þeir hafi séð hann?“ „Nei, nei, þeir komu eftir veg- inum“. Þau hrukku bæði við, þegar barið var að dyrum. „Opnaðu fýrir þeim, Angus“, sagði Judith rólega. „Ef við tök- um þeim óvingjarnlega, halda þeir, að við höfum einhverju að leyna“. „Þeir brenna húsið“, sagði Angus. ,Gott og vel. Það gerir ekkert til... svo framarlega sem þeir finna ekki lávarðinn“. Angus fór fram, og hún heyrði hann opna dyrnar og hleypa þeim inn. Hún horfði kringum sig eins og herforingi, sem lítur yfir orr- ustuvöll, og kom auga á bakkann með matarleifum Ranalds. Henni gafst rétt tími til að fela hann undir sófanum og setjast sjálf niður með miklum virðuleik, áð- ur en Angus kom inn aftur með tvo herforingja á hælunum. „Englendingar“, tilkynnti hann með ólýsanlegri fyrirlitningu í rómnum. Judith reis tígulega á fætur og beið kyrrlát, meðan annar herforinginn stamaði út úr sér kynningarorðum og hneigði sig vandræðalega. „James Jenkins höfuðsmaður, afsakið, náðuga frú, yðar auð- mjúkur þjónn. dltlaði ekki að gera ónæði, en mér var skipað að handtaka mann að nafni Ran- ald Macdonald, sem við höfum ástæðu til að ætla, að sé hér í nágrenninu". Hinn hneigði sig djúpt. „Leið- inleg skylda, frú, fjandans ó- þægindi allt saman“. Jankins leit reiðilega á hann. „Þegiðu, Thomas. Það er ég sem hef þetta mál með höndum, ekki þú“. Hann sneri sér að Judith og benti á félaga sinn. „Þetta er Thomas Arbuthnot,, frú. Hjartagóður en heimskur“. Judith hneigði sig með yndis- þokka. „Mér þykir leitt, að þér hafið gert yður þarfl'aust ómak. herra minn. Eiginmaður minn féll í orrustunni á Cullodenhæð- inni“. „Jæja, það var merkileg frétt“, sagði Jenkins. „Og ráðsmaður- inn sagði mér, að lávarðurinn hefði flúið til Frakklands". Eitt hræðilegt andartak mætt- ust augu Judith og Angusar. .. Fyrsta glappaskotið .. . Svo náði hún aftur valdi á sér, kerrti hnakkann og mælti virðulega: „Ég held, að ég ætti að vita það bezt, herra minn“. Jenkins horfði aðdáunaraugum á kjól hennar. „Ég veit, að þér hafið mig afsakaðan, frú, þó að ég minnist á það, að þetta eru hin fegurstu ekkjuklæði sem ég hef nokkru sinni augum litið“. „Töfrandi“, samsinnti Thomas riddaralega. „Frú mín góð, það hefur verið okkur þungbær skylda að setja varðmenn allt í kringum hús yðar, svo að þér getið ekki sent skilaboð til hr. Macdonalds eða hann komið á fund yðar, án þess að hlaupa beint upp í ástúðlegan faðm okkar. Þeg" ar við erum búnir að gera ná- kvæma húsrannsókn, munum við beina athygli okkar að fjöllunum. Ég vona að yður falli þetta ekki þungt?“ „Alls ekki, herra minn“, svar- aði Judith festulega. „Ég hef enga löngun til að senda skila- boð til manns, sem er hvergi nærri... Má ekki bjóða ykkur hressingu?" „Það var mjög elskulegt af frúnni". Judith sneri sér að Angusi. „Angus, farðu og biddu Janet að útbúa málsverð handa þessum herramönnum og færa þeim vín með ... Ég býst við að þið séuð þyrstir herrar mínir?“ Jenkins þurrkaði svitann af enninu. „Ja, það er óvenju heitt í veðri, frú“. Hann leit á Thomas. „Taktu tvo menn með þér og leitaðu í húsinu. Og gættu þess, að þeir sofni ekki á verðinum fyrir utan. Við verðum að fylgj- ast með öllum dyrum og glugg- um“. Thomas hneygði sig fyrir Jud- ith. „Þér afsakið, frú? Þetta er mjög hvimleið skylda fyrir til- finninganæman mann“. „Haltu þér saman, Thomas“, greip Jenkins fram í og ýtti und- irmanni sínum út úr stofunni. Síðan gekk hann aftur til Judith. „Má ég fá mér sæti, frú? Ég er ekki eins ungur og hérna áður fyrr, og allur þessi eltingarleik- ur við uppreisnarmenn uppi um fjöll og firnindi í mesta hitanum er þreytandi fyrir mann, sem kominn er af bezta aldri“. „Gjörið þér svo vel“, svaraði Judith kuldalega, og þau settust bæði niður. „Nú langar mig að tala ofur- lítið við yður kæra frú“. „Velkomið, herra minn“. Hún leit á hann. Meðaumkun- in skein út úr hverjum drætti í stórgerðu, rjóðu og góðlátlegu andlitinu. Hún fann til ótta innra með sér ... Vonandi yrði hann ekki of góður við hana. Þá yrði margfalt erfiðara að leika það hlutverk, sem hún hafði áform- að ... Vorkunnsemi var verri en allt annað. Hann ræskti sig. „Það þýðir ekkert að leyna sannleikanum, frú. Eiginmaður yðar komst lífs af úr orrustunni á Cullodenhæð- inni og flýði út á eyjarnar. Við höfum verið að eltast við hann lengi, en árangurslaust. Þessir upproisnarmenn eru mjög slyng- ir að fela sig.“ „Þér hljótið að vera uppgefinn, en ég bið yður að þreyta yður ekki um of á því að leita að eiginmanni mínum. Lávarður- inn er dáinn“. „Já, frú .. . Jæja, það sem ég ætlaði að segja, er þetta: Spilið er tapað, frú. Ef þér viljið segja mér, hvar felustaður hans er, sparar það okkur öllum mikla fyrirhöfn“. „Gröf lávarðarins er á Cullod- enhæðinni“. Hann yppti öxlum. „Gott og vel, frú, þér getið haft það eins og yður þóknast“. „Ég geri ráð fyrir“. sagði Jud- ith í angurværum rómi eftir dá- litla þögn, „að þið brennið húsið til kaldra kola?“ ,Þannig hljóða fyrirmæli mín, frú“. Hún horfði á harpsíkordið sitt, gluggatjöldin, skrifborðið og aðra kæra muni. „Mér er ■ víst ekki leyft að bjarga neinu af innan- • stokksmununum? “ Hann brosti hlýlega til henn- ar. „Þegar mér er fagnað af gest- risni, álít ég stundum nægilegt að kveikja bál úr blautum viði í garðinum. Reykurinn, sem sést langar leiðir, sýnir yfirmönnum mínum, að ég sé að rækja ó- geðfelld skyldustörf mín“. Judith greip andann á lofti. „Þér meinið, að þér ætlið ekki að brenna húsið?“ „Þetta er fallegt, gamalt hús, frú, og ég hef veitt því athygli að yður þykir vænt um það“. „Ó, herra, þér eruð góður maður.“ Hjartahlýja hans hafði þau áhrif á Judith, sem hún hafði óttazt. Hún var ekki lengur her- foringi á orrustuvelli, heldur óttaslegin, ung stúlka í dauðans angist út af elskhuga sínum. Hvað yrði gert við hann, ef hann næðist? Var orðrómurinn, sem hún hafði heyrt, sannur? Hún spennti greipar. „Ó, herra, Jg — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.