Vikan


Vikan - 18.07.1963, Qupperneq 2

Vikan - 18.07.1963, Qupperneq 2
HVERSVEGNA ER VOLKSWAGEN eftirlætis-bílPallra sem eiga 9 Af því, meðal annars að sætin í Volkswagen eru eins þægileg og á verður kosið Það eru til stærri bílar en Volkswagen og líka minni. Margir eru dýr- ari en þeir eru líka til ódýrari. — Volkswagen er þægilegur bíll og um leið hagkvæmur bíll og varanlegur. Það er aðeins Volkswagen sem hefur tekist að sameina þessa megin kosti. Margir framleiðendur hafa reynt að koma með nýjan „Volkswagen“ en það hefur þeim ekki tekist. Það er undravert hve miklu þér komið fyrir í Volkswagen — og það er ekkert plássleysi í Volkswagen — en takið eftir, ... bezta plássið er ætlað þeim, sem ferðast í Volkswagen. Á milli lijólanna er um þá búið á hagkvæmari, þægilegri og vandaðri hátt en í öllum öðrum sambæri- legum bílum. Hvort sem þér cruð stór eða lítill þá er alltaf nægilegt rúm yfrir yður í Volkswagen, sem er einmitt framleiddur fyrir yður. — ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN — Vinsamlegast gerið samanburð á varahlutaverði í Volkswagen og aðra bíla. — FERÐIST í V^OLKSWAGEN — Verð kr. 125.995,- Innifalið í verðinu: Miðstöð — Rúðuþveglar — Varadekk á felgu — Vara- viftureim — Verkfæri — Lyftari — Innisólskyggni beggja megin — Innispegill Hliðarspegill bílstjóramegin — Benzínmælir — Ljósamót- staða í mælaborði — Leður- líki á sætum, hliðum og toppi — Hreyfanlegir stólar með stillanlegum bökum — Fest- ingar fyrir öryggisbelti — Vagninn yfirfarinn og stilltur við 500 og 5000 km. Heildverzlunin HEKLA h.f. UuS«‘" — VIKAN 29. tbl. I fullri alvöru: ÁHRIF HEIMILANNA Margir glöggir menn hafa bent á það í ræðu og riti, að vaxandi borgarmenningu fylgir minnk- andi áhrifavald heimilanna á unglinga. Þetta er hlutur, sem við verðum að kyngja og þýðir ekki að hrista höfuðið eða setja upp hneykslunarsvip. Aðeins þarf að snúast við vandanum á rettan hatt. Gleðskapurinn frægi í Þjórsardal um hvítasunnuna hefur vakið margan til umhugs- unar. Fyrir marga var það reið- arslag og enn einn vitnisburður þess, að unga fólkið sé að fara í hundana. En fyrir þá, sem sjá ögn lengra nefi sínu, var þetta aðeins staðfesting a því, að einn ágalli nútíma borgarmenningar hafði komið i ljós. Svo er spurt: Hvað er hægt að gera? Af hverju stafar þetta? Sveitakona, sem flutti til Reykjavíkur með barnahóp, sagði. „Það sem mér finnst verst við Reykjavík er það, að ég el ekki lengur upp börnin mín sjálf. Það hafa ýmsir aðrir tekið að sér að verulegu leyti. Jafnaldrar þeirra á götunni ala þau til dæm- is upp meira en ég. Þau fara mjög eftir þeim fordæmum, sem félagar þeirra úr skólanum og af götunni gefa þeim. Sumt af Því er gott, annað slæmt. Ég fæ minnst um það ráðið.“ Þarna er einmitt kjami máls- ins. Meðan heimilið var sterk eining í þjóðfélaginu eins og átti sér stað til sveita þegar afar okk- ar og ömmur voru að alast upp, þá var auðveldara að móta börn- in. Aðrir utanaðkomandi aðilar tóku naumast þátt í því. f þorg getur þetta aldrei orðið þannig. Þar er ekki hægt að einangra börn og útiloka þau frá miður heppilegum félögum og áhrifum. Aðeins verða heimilin að gefa börnunum svo gott vegarnesti sem þau megna og treysta svo á það, að þau týni ekki sjálfum sér. En það er því miður ekki gert. Alltof mörg heimili gera ekkert til þess að hæna börnin að. Fjölmargir foreldrar eru þvert á móti guðsfegin, þegar krakkarnir eru einhversstaðar úti, því þá er friður fyrir þeim. Sambandið milli barna 0g for- eldra versnar yfirleitt eftir því sem líður framá unglingsárin. Framhald á bls. 30. 2

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.