Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 47
„Ég tek ekki við neinu án þess að gefa eitthvað í staðinn. Ann- ars naer sá sem gefur tangarhald á manni.“ „Ég skil. En ég hef ekki verið að dunda við þessar myndir í þeim tilgangi að selja þær. Ef þú vilt þær, getur þú fengið þær fyrir ekki neitt.“ „Nei. En ég vil fá þær í skipt- um fyrir vodka. Ef ég tæki við þeim fyrir ekki neitt, þá næðir þú tangarhaldi á mér.“ „Allt í lagi. Um hvað eigum við þá að semja?“ „Ég fæ fimmtán myndir fyrir þessa vodkaflösku," svaraði Dmitri og dró upp litla flösku af góðu vodka, sem hann hafði orðið sér úti um á leiðinni. „Og ég vil fá þig til að skera út fleiri svona myndir fyrir mig, og þá get ég útvegað þér meira af vodka í skiptum fyrir þær.“ Grant virti þennan lágvaxna og alvarlega dreng fyrir sér. Hann gat ekki hlátri varizt. „Gerirðu þér ljóst hvað þú ert að fara fram á? Þú ert að hjóða mér vinnu hjá þér. Þú ætlar að gerast vinnuveitandi minn.“ Dmitri þagði um hríð og hugs- aði málið. „Já,“ sagði hann. „En er nokkuð ljótt við það?“ „Ég hélt að stjórnarvöldin mættu ein veita mönnum vinnu, hér í Rússlandi," sagði Grant glettnislega. „Þú vilt þá ekki ganga að þess- um skiptum?“ „Jú, vitanlega. Því ekki það? Ég er Bandaríkjamaður og að- hyllist frjálst framtak.“ „Hvað er það? Þetta, sem þú nefndir?" Grant hló enn og reyndi að koma drengnum í skilning um hvað átt væri við með frjálsu framtaki. Drengurinn kinkaði kolli. Grant sá að hann reyndi að átta sig á skýringum hans og augnatillitið varð ígrundandi og fullorðinslegt. ÞEIR Dmitri og Grant héldu verzlunarviðskiptum sínum á- fram vorið og sumarið. Með þeim tókst gagnkvæmur skilningur og jafnvel nokkur trúnaður. Enskukunnátta drengsins jókst smátt og smátt fyrir tilsögn Grants. Samræðuefni þeirra urðu fjölbreyttari og víðfeðmari, og Grant hlaut að dást að skiln- ingi drengsins og þroska. Hvað Grant snerti, þá var hann Dmitri í rauninni hin fyrsta ráðgáta lífsins. Maður, sem hafði allar aðstæður til að græða fé og eignast alla hluti, en gerði ekkert til þess. Bókstaf- lega ekkert. ÞEGAR Þjóðverjar tóku aftur að gera loftárásir á borgina og höfnina eftir margra mánaða hlé, var Dmitri staddur langar leiðir frá hafnarsvæðinu og langt frá hellunum. Hann hljóp álútur sem mest hann mátti eftir götunni og gætti þess að halda sig alltaf í skjóli, unz hann sá sér færi á að skjótast ofan í kjallara undir rústum. Þar var tiltölulega öruggt og hlýtt. Þar lá hann um hríð, hlustaði og reyndi að gera sér grein fyrir hve alvarleg þessi árás væri og fylgdist með mjóum leitarljós- unum, sem rufu tjöld myrkurs- ins. Hann sá: sprengju lenda á íbúðarhúsi við götuna, spölkorn frá; loftþrýstingurinn þeytti ryki í augu honum, svo að hann hálfblindaðist, og steinsteyptir bitamir yfir fylgsni hans bifuð- ust og nokkrir steypumolar hrundu ofan á hann, en loftið hélt. Og allt í einu vissi Dmitri það fyrir eðlisávísun sína að loftár- ásinni væri lokið í bili og öllu óhætt. Hann hélt úr fylgsni sínu, var nærri kominn yfir götuna, þegar eitthvert vein, eins og frá særðri skepnu, náði eyrum hans. Það kom úr rústum eins af steypuhúsunum við götuna, og Dmitri nálgaðist þær með gát. Hann heyrði veinin mjög greini- lega og eins hvaðan úr rústunum þau bárust. Dmitri svipaðist um eftir ein- hverju graftóli, og fann loks undna járnplötu, sem hann gat notað til að róta brakinu frá. Hann kepptist við og loks tókst honum að rjúfa gat niður í myrkrið, á stærð við tunnubotn. Hann gægðist niður og kallaði: „Er nokkur þarna?“ Veinin þögnuðu ekki, en nokk- uð dró úr æðinu í þeim, að því er virtist. „Geturðu ekki svarað mér?“ kallaði hann, en hikaði við að skríða niður í myrkrið af ótta við að brakið gæti hrunið á hann ofan, eða lokað honum útgöngu aftur. „Geturðu ekki talað? Ég get ekki hjálpað þér nema þú svarir mér.“ Það var kvenrödd, sem svar- aði, varla skiljanleg vegna grát- ekkans: „Ég er hérna hjá pabba og mömmu og Garnov bróður mínum.“ Honum tókst að skríða niður í myrkrið, en brakið skrikaði til og skriðnaði undir fótum hans; hann féll við og hrapaði, en kom undir sig fótum. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hann þegar stúlkan herti grátinn. „Reyndu að vera róleg.“ Dmitri rótaði í vösum sínum og fann loks eldspýtur. Þegar hann kveikti og litaðist um, sá hann að hann var kominn ofan í kjallara, og telpa, á að gizka tólf ára, starði á hann felmtr- uðum augum, þar sem hún lá í hnipri við fætur honum, fötin rifin og tætt utan af henni og ötuð ryki og óhreinindum. Allt í kring var loftið yfir kjallaran- um hrunið, svo að það var eins og þau væru þai-na í hellisskúta, alltraustum, að því er séð varð. Framhald á bls. 50. MTÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls- konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu- box. Leitið upplýsinga. HILNIR hf Skipholti 33. — Sími 35320. VIKAN 29. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.