Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 6
Þegar ég hafði lokið við greinina um lífakjaramark I, sem birtist í 30. tbl. Vikunnar á þessu herrans ári, gaf ritstjórinn mér fyrirmæli um að skrifa á stundinni aðra slíka grein um lífakjaramark II. Sú grein átti að koma strax í næsta blaði á eftir. En svona greinar skrifar enginn fyrr en eftir nákvæma rannsókn og hálfgerða Gallup-könnun, svo að ég fékk frest fram í 32. tbl., og nú þegar ég sezt við að yrkja um lífskjaramark II, er ég kominn langt aftur úr allri áætlun, svo að ég neyðist sennilega til þess að nota alla tíu fingurna á ritvélina, svo að greinin komist í prent í tæka tíð. Það er nefnilega ekki hrist fram úr erminni að skrifa um lífskjaramark II. Það er miklu óljósara og víðara en lífskjaramark I. Þetta er eins og með aldurinn. Meðan fólk er innan við þrítugt, er það annað hvort tuttugu og fimm ára eða tuttugu og átta ára eða sem sagt á ákveðnu aldursári. En þegar það er til dæmis fjörutíu og tveggja, er það aðeins um fertugt — það er að segja, aldursákvörðunin verður miklu óljósari. Sama sagan er um lífskjara- mörkin. Lífskjaramark I er nokkuð ákveðið og skírt, en lífskjaramark II er miklu loðnara og óskírara. Þó er þar til nokkuð sem heitir millivegur, og það er hann, sem ég ætla að reyna að þræða í þessari grein. Nú kann einhver að spyrja, hvað eiginlega í fjandanum þetta lífskjara- mark II sé. Það þýðir í stuttu máli þau lífskjör, sem maður í góðri stöðu um fertugt eða rúmlega það telur sjálfsagt að hafa, hvort sem hann hefur nú náð svo langt eða ekki. í þessari grein ætla ég að miða við slík hjón, sem hafa þrjú börn á framfæri sínu. Áður en lagt verður af stað, verð ég þó að greina frá því, að innan lífs- kjaramarks II eru tveir hópar, og skilin milli þeirra eru alveg hrein. 1 öðr- um hópnum eru þeir, sem hafa orðið nægjusamir með árunum og láta sér nægja þau lífsþægindi, sem þeir skópu sér með lífskjaramarki I. Þessir menn Hér eru hjónin umkringd af þeim hlutum, scm efst eru á óskalistanum fyrir lífskjaramark II. Það er annaðhvort ný 140 fermetra hæð í tvíbýlishúsi, raðhús eða einbýUshús — helzt á virðulegum stað. Farartækið verður að vera „af klassa“ og fólk, sem nú á tfmum kepplr að þessu marki, hrífst einna mcst af Volvo Amazon (200 þús.) eða þeim, sem sést á myndinni: Mercury Comct (250 þúsund kr.). íbúð af þvl tagi, scm áður er taUð kostar hinsvegar 1.000.000,00. Iljón sem keppa að lífskjaramarki II, miða við að geta skroppið öðru hvoru til Mallorca eða Kanaríeyjanna, auk þess sem þau fara annað eða þriðja hvert ár í innkaupaferð til Englands og hafa þá álitlegt skotsilfur. Frúin er í ljós-drapplitaðri dragt sam- kvæmt nýjustu tízku; hún fæst í Verzi. Parísartízkan í Ilafnar- stræti. Hann er aftur á móti í ljósgráum sumarfrakka, með skinn- hanzka og svartan hatt, allt frá Herradeiid I’&Ó. Annars lífskjaramarks hjónin okkar eru um fertugt, en þau miða við að hafa náð þessu lífskjaramarki áður en þau vcrða fimmtug. Þau eru frekar hófsöm í skemmtana- og samkvæmislífi. Þau eyða fjórum þúsundum í bíóferðir fyrir sig og börnin á ári, borða útl fyrir 12 þúsund á ári, tína upp helztu leiklistarviðburðina og cyða samtals kr. 21.500 í skemmtanir á ári. Hér eru þau að fá sér kaffi á sunnudagseftirmiðdegi I Hótel Sögu. 0 — VIKAN 32. tbl. ibúð fyrir 1.00Q000.00 annao eftir þvi Fyrir tveim vikum birtist grein í Vikunni um Lífskjaramark I, það mark lífskjara, sem flest hjón milli tvítugs og þrítugs setja sér. Nú tökum við lífskjaramark II, það keppikefli, sem fjölmargt fertugt fólk í sæmilegum álnum hefur. II. Hvert er lífskjaramark íslendlnga?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.