Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 44
því hún var smástelpa. En massaro Neri bafði sagt, að hann vænti þess að sonur hans gætti heiðurs síns á sama hátt og hann, og sæi um að sú eina tegund horna er þar kæmi inn- fyrir dyr, væru hornin af uxum þeirra.1) Ieli hlustaði á þessa frásögn ásamt öðrum er sátu umhverfis hádegisverSarborSiS. Hann var að skera sér brauðsneið er frá- sögnin stóð sem hæst. Hann sagði ekkert við þessu, en mat- arlyst hans var lokið þann dag- inn. Meðan liann var að reka féð í haga, fór hann aftur að liugsa um Möru. Hann minntist þeirra daga er hún var lítil stúlka og þau voru saman allan daginn og reilcuðu um í Valle Del Iaci- ano og Poggio Aila Croce. Hann minntist þess hvernig hún horfði á liann, er hann var að ltlifra upp í trjátoppana til að sækja fuglshreiður. Honum varð lika hugsað til Don Alfonso, sem var vanur að koma til hans frá nærliggjandi sveitasetri. Þeir voru vanir að liggja á magan- um í grasinu, þegar þeir voru í knattleik og notuðu litlar trjá- greinar til að leika með. Hann settist niður á lækjarbakka, hélt höndunum um hné sér og lét hugann reika til liðna tim- ans. Hann kallaði fram í huga sér stóra valhnetutréð í Tebidi, liina þykku skógarbrúska í dalnum, brekkur hlíðanna, gráínar af runnagróðri, hin gráu olivutré sem þöktu dalinn og voru tilsýndar eins og þoku- slæðingur, rauða þakið á stóra húsinu, klukknaturninn, sem var í laginu eins og handfang á salt- keri, sem stóð milli appelsínu- trjánna í garðinum. — Hérna blasti sveitin við honum, hrjóstr- ug og cyðileg með sviðnum gras- torfum liér og þar, en livarf með öllu í hitamóðu er lengra dró. Um vorið, eða um það leyti sem fræbelgir hrossabaunanna byrjuðu að lafa niður vegna þyngsla, kom Mara til Salonia með föður sinum og móður, drengnum og litla asnanum. Þau voru komin til að tína baunir, og ætluðu að sofa á bóndabæn- um þá tvo þrjá daga, sem upp- skeran stóð. Ieli hitti hana því kvölds og morgna, og stundum settuzt þau hlið við hlið á kvía- veggnum, meðan drengurinn taldi kindurnar. „Þetta er rétt eins og í Te- bidi,“ sagði Mara, „þegar við 1) Á Ítalíu er það trú almenn- ings, að kokkálar séu hyrndir. Þessi skoðun var þegar mjög al- geng hjá Boccaccio og hjá rithöf- undum ítalska endurreisnar- tímabilsins og barst frá þeim inn í enskar saintímabókmennt- ir. Nú á tímum, þ. e., uppúr aldamótunum, láta ítalir þetta fyrirbrigði einnig ná til eigin- kvenna ótrúrra manna. vorum lítil og lékum okkur við litlu brúna.“ Ieli mundi vel eftir þeim tímum, en hann sagði ekkert, því liann var skynsamur og fámátug- ur piltur. Kvöldið áður en Mara fór og uppskerunni var lokið, kom Iiún til að kveðja hann. Ilann var þá stundina að búa til ost og var að hræra með þvöru i mjólkurpotti. „Ég er komin til að kveðja þig núna, því að á morgun förum við Vizzini,“ sagði hún. „Hvernig var baunauppskcr- an?“ „Þær eyðilögðust allar af drepi í þetta sinn.“ „Það var ekki nóg úrkoma,“ sagði Ieli. „Hugsaðu þér bara, við uroum jafnvel að slátra gimbrarlömbum vegna þess að þau liöfðu ekkert að| éta. í öllu Saloniu-héraði fyrirfannst hvergi gras sem náði tveggja tommu hæð.“ ,Hvaða máli skiptir það þig, þúj færð þó alltaf þitt kaup, hvað sem allri uppskeru liður?“ „Já, satt er það, en ég kveinka mér alltaf við að láta veslings skepnurnar í hendur slátrar- ans.“ „Manstu þegar þú komst á Jónsmessuliátiðina og varst hvergi ráðinn?" „Ætli ég muni ekki það.“ „Manstu, að það var pabbi, sem kom þér i vinnu lijá mass- aro Neri?“ „Og þú, hvers vegna gifistu ekki syni massaro Neris?“ „Af því að það var ekki Guðs vilji .... Pabbi hefur orðið fyr- ir óhöppum upp á síðkastið,“ bætti hún við eftir dálitla þögn. „Siðan við komum til Marincro hefur allt verið svo mótdrægt, hrossabaunirnar, liveitið og vín- yrkjan, sem við rekum hérna. Svo ofan á allt annað var bróð-» ir minn kallaður í herinn, og til að kóróna allt saman misstum við mjög verðmætt múldýr.“ „Ég veit, jarpa múldýrið," sagði Ieli. „Núna, þegar við Iiöfum orð- ið fyrir svona miklu tjóni, hver heldurðu að kæri sig um að giftast mér?“ Mara Iiélt á litlum plómu- stöngli, sem hún muldi milli fingra sér meðan hún var að tala. Hún laut höfði og liorfði niður fyrir sig, og eins og af tilviljun snerti hún olnboga hans með sínum. En Ieli var þögull og horfði stöðugt á pott- inn. Hún hélt áfram: „í Tebidi sagði fólkið alltaf, að einlivern tíma yrðum við hjón. Manstu eftir því?“ „Já,“ svaraði Ieli og ýtti þvör- unni niður með brún pottsins. „En ég er aðeins fátækur fjár- hirðir, sem varla þorir að láta sig dreyma um að giftast stúlku eins og þér, dóttur annars eins manns og faðir þinn er.“ Mara þagði um stund, en sagði að lokum: „Ef þú elskar mig, þá er ég fús til að giftast þér.“ „Meinarðu það?“ „Já, auðvitað meina ég það.“ „Og hvað heldurðu að mas- saro Agrippino segi um það?“ „Faðir minn segir að þú sért kominn vel inn í starf þitt núna. Og hann segir líka að þú sért ekki einn af þeim, sem hendir peningunum út í ráðleysi, held- ur verði þér hver og einn pen- ingur að tveimur, þú dragir við þig matinn i sparnaðarskyni, svo að það muni ekki líða á löngu þar til þú eignist þínar eigin kindur og verðir efnaður maður.“ „Úr þvi svona er, þá er ég ekki síður fús til að giftast þér,“ sagði Ieli. „Jæja,“ sagði Mara við hann, eftir að dimmt var orðið og kyrrð var komin á kindurnar. „Ef þig langar til að kyssa mig núna, þá sé ég ekki að neitt sé þvi til fyrirstöðu, þar sem við höfum ákveðið að giftast.“ Ieli tók þessu tali hennar með hógværð og vissi varla livað hann átti að segja, en sagði þó að lokum: ,Ég hef alltaf elskað þig, jafn- vel lika á þeim tima þegar þú gazt hugsað þér að- taka son massaro Neris fram yfir mig...“ En hann hafði ekki brjóst í sér til að minnast á hinn manninn. „Sjáum til, okkur hefur verið ætlað að giftast,“ sagði Mara. Það stóð ekki á samþykki massaro Agrippino, hann gaf jáyrði sitt hiklaust, og Lia rauk i að sauma nýjan jakka og buxur úr baðmullarflaueli á tengda- sonarefnið. Mara var blómleg eins og ný- útsprungin rós, hún var með hvítt sjal um herðarnar, sem var mjalllivítt eins og skinn af páskalambi, með hálsfesti úr rafi um hálsinn, sem lét háls hennar sýnast enn hvitari en hann var. Ieli gekk við hlið liennar á götunni. Ilann var stífur í hreyfingum og gekk þráðbeinn, klæddur nýjum jakka úr ullarefni og buxum úr baðmullarflaueli. Hann þorði ekki einu sinni að bera rauða, nýja silkiklútinn upp að nef- inu af ótta við að vekja athygli almennings á sér. En nágrann- arnir, og allir sem þekktu sög- una af Don Alfonso, hlógu opin- skátt að honum. Þegar Mara hafði sagt: „Ég vil,“ og prestur- inn hafði krossað yfir hana, svo að nú var hún hans löglega eig- inkona, leiddi Ieli hana heim, og honum var innanbrjósts eins og manni sem hefur eignazt allt gull heimsins og allar jarðeign- ir, sem hann hefur augum litið. „Núna, þegar við erum orðin hjón,“ sagði hann við hana er þau komu heim og gerði eins Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húðlitunni — frá því stafa hin góðu áhrlf þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea íi andlitíS að kveldl: Þá verður morgunraksturlnn þægilcgri og auðveldari. Og eftir raksturlnn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fulikomna raksturlnn. — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.