Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 47
„Ég vil ekki a'ð þú farir til þeirra. Farðu ekki.“ „Heyrirðu ekki, að þau er i að kalla á mig?“ Hann svaraði engu. En nú var hann orðinn svo skuggalegur, að í andliti hans mátti sjá, að nú gat verið allra veðra von, þarna sem hann beygði sig yfir kind- ina sem hann var að klippa. Mara yppti öxlum og byrjaði að dansa. Hún var rjóð i andliti. Svörtu augun hennar líktust mest tveimur stjörnum, og ef hún opnaði munninn sást i mjallhvítar tennur hennar. Það stafaði Ijóma af gullskraútinu sem hún bar og það skar sig dá-j samlega úr við hörund hennar,1 einkum kinnar hennar og brjóst,* svo að í sannleika minnti hún|, hvað fegurð snerti á hina hei-f lögu mey. Allt í einu rétti Ieli * úr sér. Hann hélt á löngum fjárklippum i höndunum, og, hann var álika fölur í andliti og faðir lians hafði verið á bana- sænginni, þegar hann lá við eldinn og skalf af kuldalirolli. Hann horfði á Don Alfonso, fína, hrokkna skeggið Iians, flauelsjakkann sem hann var í, gullfestina framaná vestinu —[ hann rétti Möru höndina og bauð henni í dans. Hann sá hann rétta út hendurnar eftir lienni og þrýsta henni að brjósti sér, og hún iét sér það vel líka. Þá, Guð fyrirgefi honum, missti liann þolinmæðina, brá fjár- klippunum á barka Don Alfonso, herti að og klippti sundur háls- inn á honum með snöggu átaki, rétt eins og hann væri að slátra lambi. Seinna meir, þegar hann var leiddur fyrir dómarann, fjötrað- ur og niðurbrotinn, og án þess að hafa sýnt neina mótspyrnu, sagði hann: „Hvað þá. Ég ætlaði mér ekki að drepa liann.“ „En hann tók Möru frá mér LÍFSKJARAMARK. Framhald af bls. 9. að svo virðist sem frumsýningar séu þessum hópi manna ekkert almennt keppikefli. Fatnaður og snyrting er nú stóraukinn kostnaðarliður. Kon- an þarf 25 þúsund á ári til þess að klæða sig fyrir og snyrta. Karlmaðurinn sleppur enn sem fyrr billegar, eða með 10 þúsund krónur, en nú er þessi liður orð- inn ískyggilegur, hvað börnin snertir. Hann er þó ekki mjög tilfinnanlegur, ef hjónin eiga eingöngu stráka; þá sleppa þau með svo sem 15 þúsund krónur yfir árið, en séu það eingöngu stelpur, þýðir ekki að orða minna en 20 þúsund. Það er lík- lega rétt að miða við tvo stráka og eina stelpu og segja að meðal- talið af þeim reikningi sé 27 þús- und krónur. Fatakostnaður fjöl- skyldunnar er sem sagt 62 þús- und á ári. Reikningurinn: 176.850 krónur. Nú er kominn spónhúsanýr reikningsliður, þótt ekki sé hann ýkja hár. Krakkarnir eru sem sagt farnir i skóla. Það kemur náttúrlega ekki fram á öðru en bókakaupum, lítilsháttar í náms- tækjum. Eldri strákurinn er nú kominn í menntaskóla, stelpan er í gagnfræðaskóla en yngri strákurinn er enn í barnaskóla. Það mundi vera mjög nærri lagi, að tvö þau eldri þyrftu 9 þúsund krónur á ári vegna skólakostn- aðar, og ég vona að mér fyrir- gefist, þótt ég lóti yngsta meðlim fjölskyldunnar hafa 150 króna skólakostnað; það er í og með til þess að fá töluna aftur upp í heilt þúsund. Alls er þá upp- hæðin: 186.000,00 kr. Ekki verður hjá því komizt að ferðast eitthvað. Sá í mennta- skólanum vinnur nú orðið sjálf- ur fyrir ferðalögum sínum og smánauðsynjum yfir sumarið, enda fær hann ókeypis fæði og húsnæði heima hjá pabba og mömmu. Hann fær jafnvel að grípa í bílinn við og við, og þarf þá ekki einu sinni að borga benzínið. Hins vegar dugir ekki annað en styðja stelpugreyið eitthvað til ferðalaga yfir há- sumarið, svo sem í Þjórsárdal um hvítasunnuna, Þórsmörk um verzlunarmannahelgina og þesS háttar. Hún er svo sem ekki þurfafrek, greyið, henni dugir svona fimm þúsund kall á ári fyrir nesti og fargjöldum. Sá yngsti fer enn sem komið er ekki langt án pabba og mömmu, hann fær einstaka sinnum að fara með strákunum rétt út fyrir bæinn, en það kostar aldrei meira en 1000 krónur á ári. Saman fer fjölskyldan ekki margt. Stundum skreppa þau í eina og eina sunnudagsferð á bílnum, en sá elzti vill ekki fara með, nema hann fái að aka. Ein- hvern tíma á sumrinu fer hús- bóndinn í veiðiferð með kunn- ingjunum, og loks fer húsmóð- irin í nokkrar berjaferðir að haustinu. Þetta er ekki dýrt, kostar kannski að meðreiknuðu veiðileyfinu svona 10 þúsund kall. Hins vegar er utanlandsferð alveg hugsanleg. Það er ekkert fráleitt að skreppa til Mallorca einhvern smátíma, eða til Kan- aríeyjanna, kannski til Spánar eða suður til ítalíu; einnig koma Rínarlönd til greina. Það er bara eitt í þessu;' maður lífskjara- marks II má helzt ekki fara með hópferð á vegum neinnar ferða- skrifstofu. Það getur gengið, að láta ferðaskrifstofuna skipu- leggja ferðina fyrir sig, útvega farmiða, panta hótel og þess hátt- ár. Það er líka afsakanlegt að fara í innkaupaferð til Bretlands, þótt í hópferð sé; það er nefni- lega bíssnis í því. Meðaltal ferðakostnaðar og hótelgjalda í slíkri ferð er mjög nálægt því að vera 20 þúsund fyrir manninn eða 40 þúsund fyrir hjónin, og úr því þau eru nú að fara þetta má varla minna vera, en að þau hafi svo sem eins og 35 þúsund í spandas bæði til samans. Það þykir gott að fara slíka ferð á svo sem þriggja ára fresti; ferða- kostnaður verður því ca. 25 þús. á ári. Reikningurinn er nú orðinn 227.000,00 krónur. Maður lífskjaramarks II hefur líka sitt stolt, og það kemur iðu- leg'a fram í því, að hann leggur mikið upp úr því, að konan hans getið verið dýrt og fínt klædd, þegar það á við, að dómi sam- tímans. Ég hef af ásettu ráði undanskilið þetta frá hinum venjulega kostnaði við föt, vegna þess, að mér finnst þetta frekar eiga að heyra undir sér lið. Það er nefnilega nauðsynlegt að geta látið konuna standa í 20 þúsund krónum, þegar farið er á virðu- legar samkomur og skemmtanir. Það sem til þess þarf er náttúr- lega kjóll af algerum „topp- klassa", refur um hálsinn o. s. frv. Þannig er hægt að reikna það út, að þegar t. d. Þjóðleik- húskjallarinn er fullur af fólki af fínu tilefni, er þar kvenfólk fyrir um 200 þúsund — ég meina auðvitað búningur þess. En sem sagt, í 20 þúsundum skal frúin geta staðið, og þá er reikningur- inn kominn í 247 þúsund krónur. Það eru dálítil vandræði með tómstundaiðju, sport og þess háttar, fyrir mann af lífskjara- marki II. Golf hefur takmarkað- ar vinsældir hér vegna veðrátt- unnar, skyttirí hefur aldrei þótt fínt, og það er komið of mikið af alls konar kálfum af lífs- kjaramarki I og þar undir í lax- veiðarnar, til þess að það sé nokkuð varið í þær. Þrautalend- ingin hefur þá orðið frímerkja- söfnun, því ef hún er stunduð af nokkurri kostgæfni og alúð, getur hún orðið dýrari en flest annað sport. Svo frimerkjasöfn- un er helzta sport lífskjara- marks II. Fínast þykir að safna seríum, svo sem Olympíuseríunni, flótta- mannaseríunni, hungursneyðar- seríunni og einnig að ná sem flestum frímerkjum frá sama landi. Sé regluleg alúð lögð við svona seríusöfnun, fer kostnað- urinn allt upp í 10—15 þúsund á ári í frímerkjakaup, bókakaup og tækja. Og það er afskap- lega fínt að geyma a. m. k. hluta af safninu í sínu bankahólfi, eld- traustu og þjófheldu. Það þykir líka fínt að standa í biðröð á út- komudegi nýrra frímerkja til þess að krækja sér í nýjan spón í askinn. Hve dýrt hobby þetta er, sést glöggt á því, að meðal- Jackie sumarpeysa og buxur nýkomið í verzlanir. Heildverzlunin ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON h. f. Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 og 20920. VIKAN 32. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.