Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 46
„Konan hans lætur hann standa úti og verða gegndrepa," sögðu nágrannarnir, „meðan annar maður er hjá henni.“ En Ieli vissi ekki að hann var kokkálaður, og enginn tahli jjað ómaksins vert að segja honum frá þvi. Það leit líka lielzt út fyrir að honum væri sama um það, og hefði tekið konuna að sér með kostum hennar og göll- um, eftir að sonur massaro Neris hafði slitið öllu sainbandi við hana, eftir að liann komst að sambandi hennar við Don Al- fonso. En Ieli var sæll og ánægður i fávizku sinni og safnaði holdum eins og göltur, því „þau stinga djúpt in beittu hórdómshorn, þótt húsið vaxi að tímanlegum auð.“ Svo skeði það dag nokkurn að ein smaladrengjanna sagði við hann, er þeir voru að þjarka út af ostsneiðum, sem stolið hafði verið: „Fyrst að Don Alfonso held- ur við konuna þina, þá heldurðu náttúrlega að þú sért mágur hans, og sjálfsálit þitt hefur upp á síðkastið vaxið svo mikið að maður gæti haldið að þú værir krýndur konungur, með þessi líka þokkalegu horn út úr hausn- um.“ „Ráðsmaðurinn og skógar- vörðurinn bjuggust við að sjá blóð fljóta er þeir heyrðu þessi orð, en í stað þess þagði Ieli við þeim, eins og þetta væri málefni sem honum væri með öllu óviðkomandi, og varð svo aulalegur á svipinn, að í raun og veru hefði honum hæft bezt að vera hyrndur. Það kom fast að páskum, svo ráðsmaðurinn sendi alla vinnu- mennina til skrifta í þeirri von að guðhræðslan myndi venja þá af öllum ostaþjófnaði. Ieli fór ásamt þeim til skriftanna. Þeg- ar hann kom út úr kirkjunni, leitaði hann uppi smaladreng- inn sem hann hafði átt orða- skakið við, lagði höndina á öxl honum og sagði: „Skriftafaðir minn sagði mér að fyrirgefa þér, og ég er ekkert reiður við þig út af því sem þú sagðir við mig. Og ef þú hættir að stela osti, þá mun ég láta sem það sé ósagt, sem þú sagðir við mig í reiði.“ Eftir þetta var hann nefndur Gullhyrningurinn, og nafnið festist við liann og fjölskyldu hans, jafnvel eftir það að hann liafði þvegið hornin í blóði. Mara hal'ði gengið til skrifta líka. Þegar hún kom út úr kirkj- unni, dúðuð i sjöl, horfði hún til jarðar og var eins og María Magdalena á svipinn. Ieli beið hennar á svölunum heima, hann tók strax eftir því að hún var enn undir áhrifum altarisgöng- unnar. Hann horfði á hana frá hvirfli til ilja, rétt eins og hann væri nú að sjá hana i fyrsta sinn á ævinni, eða henni hefði verið breytt í útliti, henni Möru hans. Og liann koin sér ekki einu sinni til að horfa á liana meðan hún var að dúka horðið og leggja á það, róleg í hreyfingum og snoturleg eins og vanalega. Eftir að hafa hugsað sig um stundarkorn, sagði liann rólega og æsingarlaust: „Er það satt, að þú haldir við Don Alfonso?" Mara leit á hann með sínum skýru, fögru augum og krossaði sig: „Hvers vegna viltu láta mig syndga á þessum lieilaga degi?“ ságði hún. „Nei. Ennþá vil ég ekki trúa þessu . . . af því að Don Alfonso og ég vorum alltaf saman þegar við vorum drengir, og ekki leið sá dagur að hann kæmi ekki til Tebidi . . . eins og við værum bræður . . . Nú er hann ríkur og á peninga eins og sand. Ef hann þarf á konu að halda, gæti hann gift sig, því hann býr við alls- nægtir.“ Mara missti nú alveg þolin- mæðina og hellti yfir hann slíkum roknaskömmum, að hann leit ekki upp aftur. Að lokum, eins og til jiess að draga úr spennunni sem ríkti á milli þeirra, skipti hún um um- talsefni og spurði hann hvort hann hefði fengið nokkurn til að reita illgresið úr hörskák- inni, sem þau höfðu sáð i á hrossabaunaakrinum. „Já,“ sagði Ieli. „Hörinn verð- ur góður, það er allt í lagi með hann.“ „Þá get ég búið þér til tvær skyrtur til að lialda á þér hlýju i vetur,“ sagði Mara. Sannast að segja skildi Ieli ekki hvað „kokkáll“ þýddi, og enn síður vissi hann hvað af- brýðissemi var. Sérhver nýjung komst svo sorglega treglega inn í vitund hans, og þetta tilfelli var svo stórkostlegt, að það tók hann óratima að átta sig á þvi, ekki sízt þegar hann virti Möru sína fyrir sér, svona fagra, hvíta i andliti og snyrtilega búna. Ilún liafði kosið sér liann sem eigin- mann, og hann elskaði liana svo heitt og innilega. Ilann hafði hugsað svo mikið um hana árum saman, eða siðan hann var dreng- ur. Þegar verið var að segja hon- um sögurafþvi aðhún ætlaði sér að giftast einum eða öðrum, hafði liann gjörsamlega misst matarlystina þann daginn. Og þegar honum varð hugsað til Don Alfonso, fannst honum ó- hugsandi að liann hefði hagað sér svona skepnulega gagnvart honum. Hann sá liann fyrir sér í huga sér eins og hann hefði litið út í Tehidi, vingjarnlega augnaráðið og síbrosandi munn- inn. Hann minntist þess lika að alltaf þegar liann kom i heim- sókn, var hann hlaðinn brauði og sælgæti. En nú var svo lang- ur timi liðinn — og svo þurfti þessi andstyggð að koma fyrir. Það voru liðin mörg ár sem þeir höfðu ekki sézt, því hann, fá- tæki hjarðmaðurinn var alltaf bundinn við störf sín i svcitinni árið um kring. Þegar honum varð hugsað til hans, kom hin sama mynd æskuáranna fram i huga hans. En þvi miður átti fundum þeirra eftir að bera saman aft- ur. Og þegar Ieli sá Don Alfonso aftur, var hann orðinn fullorð- inn maður. Það orkaði á hann eins og reiðarslag að sjá hann, svona hávaxinn og gjörvulegan. Eða klæðaburðurinn: gullkeðja framan á vestinu, flauelsjakk- inn og snyrtilega yfirskeggið, sem sló á gullinni slikju. Hann var ekki vitund stoltur í fram- komu er hann hitti Ieli, heldur heilsaði honum kunnuglega, klappaði á öxlina á honum og ávarpaði hann með sldrnar- nafni. Hann var i fylgd með eiganda stórbýlisins og nokkr- um vinum þeirra, sem höfðu skroppið i smá skemmtiferð í sveitina um rúningstimann. En svo einkennilega vildi til, að Mara kom alveg óvænt þangað um sarna leyti, undir því yfir- skyni að hún væri þunguð og hefði þvi gott af að borða nýjan ost. Það var dásamlega fagur, heit- ur dagur, gullnum bjarma sló á akrana og hér og þar sáust hlómstrandi runnar og langar raðir af grænum vínviðarrunn- um. Kindurnar brugðu á leik og jörmuðu af ánægju yfir því að vera lausar við ullina. í eldhús- inu liafði kvenþjóðin gert stór- an eld til að matbúa úr öllum þeim forða, sem eigandinn liafði dregið að. Meðan á undirbún- ingnum stóð, biðu fyrirmennirn- ir sem komnir voru i skugga trjánna og skemmtu sér þar við bjöllubumbur og sekkjapipur, og sumir voru að dansa við stúlkurnar á stórbýlinu. Ieli, sem tók þátt i rúning- unni, fann til óróa. Það var ein- liver vanlíðan innra með lion- um, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir af hverju stafaði, eitthvað sem líktist því að ver- ið væri að rífa innýfli lians i sundur. Eigandinn liafði skipað svo fyrir, að slátrað yrði tveim- ur lömbum, veturgömlum sauð, nokkrum hænsnum og kalkún- hana. í stuttu máli, liann vildi sýna rausn og skera ekkert við nögl, en sýna gestum sínum að vel væri veitt. En þegar slátur- dýrin öskruðu af kvölum og lömbin kveinkuðu sér undan sláturhnífnum, varð Ieli altek- inn af skjálfta svo að liné hans hristust og honum sýndist stundum, að ullin sem hann var að ldippa og grasið sem féð var að leika sér i, væri fljótandi i blóði. „Farðu ekki,“ sagði hann við Möru, þegar Don Alfonso kall- aði á liana til að dansa með fólkinu. „Farðu ekki, Mara,“ „Hvers vegna ekki?“ Svitalögurinn ilmandi sem allar konur hafa beðið eftir með óþreyju, er nú kominn aftur í allar snyrtivöruverzlanir og apótek. Heildverzlun PÉTUR PÉTURSSON Hafnarstræti 4. — Símar 190-62 og 112-19. —----------.------- -------------i II _ VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.