Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 31
og þar á meðal sjálfum honlini, hefði sézt yfir í marga daga leit. Hann sendi klæðisbótina sanit til þeirra í rannsóknardeildinni. Að nokkrum dögum liðnum barst Chapman lögregluforingja sú tilkynning frá sérfræðingun- um í rannsó'knardeildinni, að þeir hefðu fundið þvottastimpil á klæðisbótinni. Það tók ekki lang- an tíma að liafa uppi á þvotta- húsinu, og þar fengust þær upp- lýsingar, að samkvæmt hókum af- greiðslunnar, hefði frú Karolína Manton fengið kápu úr þessu efni hreinsaða í þvottahúsinu endur fyrir löngu. Mantonhjónin bjuggu ekki all- langt frá þvottahúsinu, svo Chapman lögregluforingi hélt þangað í þessari ferð og hringdi dyrabjöllunni. Miðaldra maður kom til dyra. — Herra Manton? spurði lög- regluforinginn, og þegar maður- inn kinkaði kolli, spurði lög- regluforinginn hvort kona hans væri heima. Það kom bersýnilega hik á mannnin við spurninguna, og lögregluforinginn þóttist sjá ótta bregða fyrir í svip hans rétt sem snöggvast. — Nei, því miður ekki, herra minn, svaraði Manton. Hún . . . hún skrapp til Lundúna fyrir nokkrum dögum. — Þér getið kannske veitt upplýsingar um dvalarstað liennar þar? spurði lögreglufor- inginn. En Manton dró við sig svarið. Hann bauð lögregluforingjanum inn að ganga. — Þetta er eiginlega löng saga, sagði Manton, þegar inn var Ikomið. Ég er hræddur um að hún hafði hlaupizt á brott frá mér. Það hefur að minnsta kosti komið fyrir einu sinni áð- ur; þá hljópst hún á brott með öðrum manni, en í það skiptið kom hún heim aftur að nokkr- um tíma liðnum og ég tók hana í sátt. Ég geri því ráð fyrir að sama sagan endurtaki sig. Eða öllu hcldur — ég vona, að hún komi lieim aftur áður en langt um líður. Chapmann fór fram á að hann fengi að atliuga ibúðina, kvað það vera eins og hvert annað formsatriði, og virtist húsráð- andi ekki hafa neitt við það að athuga. Tókzt Chapman lög- regluforingja þá að stinga á sig flöskum og ýmsu smádóti franuni í eldhúsinu, sem gera mátti ráð fyrir að fingraför frú Manton fyndist á, án þess Man- ton veitti þeirri athöfn hans nokkra athygli. Þegar lögregluforinginn kom aftur til stöðva sinna, fól liann fingrafarasérfræðingi þegar að athuga flöskurnar og smádótið. Niðurstaðan af þeirri athugun varð hin áhrifaríkasta — það voru sömu fingraför, sem fund- ust á flöskunum og tekin hðfðu verið af líkinu. Með öðrum orðum — hin myrta kona, sem líkið í po*kan- um var af, var engin önnur en frú Manton . . . Eiginmaður hennar var úr- skurðaður i varðhald og tek- inn til strangrar yfirlieyrslu. Hann ncitaði því fyrst harðlega að eiga nokkurn þátt í dauða hennar, en lét sig að lokum og meðgekk morðið. Það var ekki með vilja gert, kjökraði hann. — Eigin- kona mín var fikin í skemmtan- ir; hún var úti á hverju kvöldi og sinnti hvorki mér né heimil- inu. Loks liljópst hún á brott frá mér, en kom aftur og ég tók hana í sátt. Þegar hún svo hót- aði að hlaupast á brott öðru sinni, var mér lokið; ég missti alla stjórn á skapsmunum min- um . . . Manton var dæmdur til dauða, en náðaður fyrir málsbætur og dænidur i ævilangt fangelsi. Hann andaðist í fangelsisklefan- um árið 1ÍM7. Hundur, sem var að leik með klæðisbút og athugull lögreglu- foringi, urðu þannig til þess í sameiningu að upplýsa eigin- konumorðið i Luton. Svona — svona — fínt — brostu nú. — Hvað svo næst? en það var ekki að finna á Volvo Amazon. Ég renndi honum hik- laust úr fjórða í annan og jafn- vel fyrsta, án þess það kæmi nokkurt hik á hann. -— Annars fannst mér helzt aldrei þurfa að skipta honum niður, nema þá til að draga úr ferðinni — ég gerði það bara svona af gömlum vana eftir hraðamælinum. Amazonurinn er annars undar- lega mælafátækur, af svona dýr- um og vönduðum bíl. Hann hefur aðeins hraðamæli, hitamæli og benzínmæli, það eru ljós fyrir olíu og rafmagn. Mér finnst það eiginlega lágmarkskrafa, að bíll í þessum klassa hafi að minnsta kosti þá mæla, sem áður voru upp taldir, og þar að auki smur- þrýstimæli, rafmagnsmæli og snúningshraðamæli. Sá sem einu sinni hefur komizt upp á að hafa alla þessa mæla, vill ekki án þeirra vera, og það er engin ástæða til þess að neita sér um þá. Það myndi kannski einhver segja, að hver og einn geti bætt þessum mælum á eftir eigin geð- þótta, en þeir verða þá eins og aukahlutir í bílnum og spilla heildarsvip hans, sem að mínu viti er mjög góður. Mælaborðið er bólstrað með svörtu plasti að ofan en er hvítt það sem að manni veit, mælarnir beint fram- an við ökumann og öll stjórn- tæki þar rétt við höndina, rofar og takkar fyrir innsog, ljós, þurrkur o. s. frv. Þurrkurnar eru með tvískiptum hraða og sjálf- virkt rúðupiss í sama rofanum. Miðstöðvarstillingin er í mæla- borðinu fyrir hægri hendi, og maður þarf ekki einu sinni að halla sér fram til að ná henni. Miðstöðin hitar ágætlega, en blásarinn er óþarflega hávær. Framsætin eru aðskildir stól- ar og aldeilis konunglegar mubl- ur. Ég efast um, að betri sæti finnist í nokkrum bíl. Enda eru sænskir mjög stoltir af þessum stólum og halda því óspart á lofti, að læknir hafi teiknað þá eftir því sem bezt hentar manns- líkamanum. Ég myndi vilja mæl- ast til þess, að þeir settu þann góða doktor í að teikna aftursæt- in líka. 1 stationbílnum, sem þeir kalla reyndar Herragarðsvagn (sbr. sveitamanninn (country- man) hjá Austin) er aftursætið að vísu ekki svo bölvað, ef bakið á því væri ekki svona bratt, en mér hefur fundizt það verra í fólksbílnum. Hann er svo þröng- ur að ofan, að farþegar í aftur- sætinu þjarma hver að öðrum, og setan svo stutt fram, að það er nánast enginn stuðningur við neitt annað en þjóhnappana. Það þarf náttúrlega ekki að tala um farangursrýmið í herra- garðsbílnum; það er yfrið nóg. Hins vegar ekki nema í meðal- lagi á fólksbílnum. En Amazon hefur svo marga góða kosti til að bera, að manni hættir til að gleyma ókostunum, en það er hættulegt, ekki hvað sízt, ef framleiðandinn hefur gleymt þeim líka. ★ VIKAN 32. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.