Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 48
ÚNGFRU yndisfrið býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? J»að cr alltaf sami lcikurinn í hcnni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og hcitir góðum verðlaunum handa þeim, sem gctur fundið örkina. Ver&launin eru stór kon- fektkassi, fuliur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sœlgætisgcrð- in Nóio Nafn Heimili Orkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Lára Ólafsson, Hellusundi 3, Rvík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. dýrt hobby er álitið kosta um 5 þúsund krónur á ári, en þetta er allt upp í það þrisvar sinnum dýrara. Reikningurinn: 262.000,00 þús. krónur. Annað hobby er líka í upp- siglingu, sem er óðum að færast í það horf að geta verið sæmandi manni af lífskjaramarki II. Það er hestamennska. Það fer mjög í vöxt, að menn af lífskjaramarki II eigi sér hesta til þess að setj- ast klofvega á að loknum önnum dagsins eða vikunnar, og það mega ekki vera neinar venju- legar vagntruntur. Nei, þetta þurfa að vera góðhestar og þeir * helzt tveir, því það er t'sköp lítið fínt að fara einhesta upp að Geithálsi eða Hlégarði. Góður hestur kostar nú milli 12—18 þúsund — reyndar þurfa þeir ekki að vera miklir góðhestar eða góðhestaefni, til þess að fara upp í 18 þúsund. Og fínast þykir að kaupa lítt tamda eða ótamda fola, svo hægt sé að láta líta svo út, sem það þurfi sérstaka snilli og mikla kunnáttu til þess að hemja þá. Ég hygg, að það sé ekki fjarri lagi að áætla hvorn hestinn á 16 þúsund krónur, eða báða á 32 þúsund. Þar við bætast svo reiðtýgi, og þau munu kosta eitthvað um 10 þúsund krónur. Stofnkostnaðurinn við reið- mennskuna er því 42 þúsund krónur. Reksturskostnaður á hvern hest er hins vegar aldrei minni en 10 þúsund krónur á ári, miðað að það verði að kaupa til hans allt fóður og mest alla umhirðu, en það verða flestir borgarbúar að láta sér lynda, þótt á draumastundum telji þeir sér trú um, að það væri hin mesta sæla að geta sjálfir skafið taðið undan klárnum, rifið nið- ur heystabba handa honum og brynnt honum. Reksturskostnað- ur fyrir tvo klára er sem sagt 20 þúsund á ári. Stofnkostnaðurinn er þar með kominn upp í 1.622.000,00 krón- ur, en reksturskostnaðurinn í 282 þúsund krónur. Til þess að bæta sér upp þetta hálfgerða hobbyleysi lífskjara- marks II hefur maðurinn fundið sér nokkur félagasamtök, sem fínt er að vera með í. Helztu samtökin af þessum eru Frí- múrarareglan, Oddfellow, Rotary og Lion. Hver og einn getur ver- ið í öllum þessum félögum, nema oddfellow getur ekki verið frímúrari og öfugt, eftir því sem mér er sagt. En venjulega láta menn sér nægja að vera í einhverjum einum félagsskap af þessum, og það er ekki svo ýkja dýrt, eftir því sem ég hef kom- izt næst, kostar eitthvað um 5 þúsund krónur á ári. Og það er hreint ekki svo mikið. Undir lokin er svo rétt að líta á munaðarvöru, svo sem tóbak og áfengi. Sígarettunotkun hef- ur varla aukizt frá lífskjara- marki I, en þar var hún áætluð einn pakki af Camel á dag, eða um 8 þúsund krónur á ári. Það má gera ráð fyrir að áfengi sé annað eins á ári, eða önnur 8 þúsund. Það er heldur ekki ó- líklegt, að konan hafi nú farið að reykja sígaretturnar, en hann sé kominn út í vindlana, en lítill pakki af Roi tan kostar nú 25 krónur. 25 sinnum 365 eru 9.125, við skulum segja, að vindlarnir séu 9 þúsund á ári. Hins vegar eru það ekki allir, sem fara út í vindlana, nema hvað þeir eiga alltaf Henry Clay og Agio til að bjóða gestum og gera góða lykt á jólunum, svo við skulum skera það niður um rúmlega helming, og segja að munaðarvaran kosti 29 þúsund á ári. Reikningurinn: 307.000,00 kr. Þá eru vextirnir eftir. Það er ekki nema réttmætt að álíta, að maður lífskjaramarks II hafi fengið 600 þúsund krónur fyrir gömlu íbúðina sína og 70 þúsund fyrir gamla bílinn, og þegar við drögum það frá heildarupphæð fastakostnaðarins, 1.622.000,00 krónum, verða eftir 952 þúsund, sem hann þarf að borga í milli. Ef við reiknum vexti af því á sama hátt og við fundum út með- al ársvexti fyrir lífskjaramark I, það er að segja að reikna 7% vexti af hálfri upphæðinni í tíu ár, fáum við út 33.320,00 krónur á ári. Þar að auki verðum við að reikna blessuðum manninum einhver opinber gjöld, og endur- skoðandinn minn segir, að sann- gjarnt muni vera að reikna með- altal opinberra gjalda lífskjara- marks II milli 30—40 þúsund, og við skulum enn taka meðal- veginn af því og segja 35 þús- und. Samtals er þá kostnaðurinn, ef allt þetta er fengið á einu ári — náttúrlega meira og minna í skuld, — 1.997.320,00 krónur! Á tíu árum er upphæðin 5.375.200, 00 krónur. Fastakostnaðurinn stendur náttúrlega í stað, en vextir, opinber gjöld og beinn reksturskostnaður tífaldast. Á einu ári vérður hann sem sagt að borga 537.520,00 krónur, eða kr. 44.793,33 á mánuði. Nú held ég að ég hætti þessu alveg. Þetta er meira en ég get lagt til hliðar á einu ári, þótt ég rembist eins og rjúpan við staur- inn. Þá held ég sé nær skynsemi að snúa sér að lífskjaramarki I! sh. HN APPURINN. Framhalð af bls. 23. fjarvistarsönnun, og svo brott- hlaupið. Þessu til viðbótar eru aðrir hlutir, sem gera málið ljósara fyrir hann. Það eru engin sjáanleg merki þess, að það hefði verið brotizt inn, eða að Dolly hafi reynt að komast und- an morðingj anum. Hún lá bara þarna friðsamlega á gólfinu í náttkjólnum, með einn af silki- sokkunum sínum um hálsinn.“ „f svefnherberginu?“ „Það var ekkert svefnherbergi í íbúðinni. Þetta var bara kofi. Það gat varla heitið að Cham- pion hjónin skrimtu. Ralph Simpson hjálpaði þeim eins og hann gat. Ég heyrði sagt, að hann hafi greitt allan kostnað þegar barnið fæddist í marz.“ „Getur verið, að Simpson hafi verið faðir barnsins?“ „Hann þvertók fyrir það.“ „Hvað varð um barnið nótt- ina, sem Dolly var myrt?“ Royal hallaði sér aftur á bak, og gretti sig. „Það er nú eitt af því einkennilegasta í þessu öllu saman, og ein af aðalástæð- unum fyrir því, að við grunuð- um Champion strax um morðið. Einhver, sennilega morðinginn, tók barnið úr vöggunni, og kom því fyrir í bíl, sem var lagt fyrir utan næsta hús. Konan, sem þar býr, vaknaði Við það löngu fyrir dögun, að barnið var að gráta í bílnum hennar. Hún kannaðist strax við barnið, og fór með það yfir til Champion hjónanna. Þannig fannst líkið. Hún hafði verið kyrkt milli þrjú og fjögur um morguninn." „Hvar var Champion þessa nótt?“ „Hann sagðist hafa verið í burtu alla nóttina, setið við drykkju þar til barnum var lok- að, og síðan hafði hann ekið eins og vitlaus maður út um all- ar trissur. Þetta er saga, sem hvorki er hægt að sanna né af- sanna. Við tókum hann vitan- lega fastan um klukkan níu um morguninn, þegar hann kom til baka heim til sín. Við höfðum hann í haldi í tuttugu og fjóra tíma, og slepptum honum svo. Þar gerðum við mistökin." „Ef hann er sekur, af hverju stakk hann þá ekki strax af, í stað þess að gera það seinna?“ „Hver botnar í því, hvernig þessi maður hagar sér?“ Þegar við komum niður á skrifstofu lögregluforingjans, fór hann ofan í skúffu, tók; þar upp ferkantað, lítið box og opnaði það. í boxinu var stór, brúnn hnappur, tauklæddur, með leð- urkanti. Ég hafði séð svona hnapp einhvern síðustu daga, en kom ekki fyrir mig hvar. „Það getur verið, að þetta sé eina raunverulega sönnunar- gagnið í þessu máli, þegar allt kemur til alls,“ sagði hann. „Hvar funduð þið hann?“ „Barnið var með hann í hend- inni, þegar konan fann það í bílnum. Hún hafði ekki hug- mynd um hvaðan hann var. Og enginn annar kannaðist við hnappinn.“ Ég var enn að reyna að muna hvar ég hafði séð svona hnapp áður. Ég gróf djúpt niður í minni mitt, en allt sem ég kom upp með, var sjávarlykt og báru- hljóð. Ég náði í flugvél til Los Ange- les morguninn eftir, tók ég bíl- inn minn á stæði þar, og ók til Citrus Junction. Fyrst fór ég að líta á barnið. Amma þess bjó í vesturhluta bæjarins, og allt í kringum hús- ið var upprótaður jarðvegur eftir vegagerðarmennina. Jarð- ýtur ösluðu í rykinu, rétt eins og engir mannabústaðir væru nærri. Mjög þétt og hátt lim- gerði verndaði húsið að nokkru leyti, og græn blöðin voru orð- in grá eins og aska af rykinu. Konan, sem birtist fyrir inn- an flugnahurðina virtist vera of ung til þess að vera amma. Vel sniðinn kjóllinn og háir hælarnir _ VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.