Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 36
fimmtíu kíló, en ég er sextíu og sex. Þar að auki erum við að sjálfsögðu ólík að líkamsbygg- ingu. Afgreiðslumaðurinn hlýtur því að hafa séð að fötin færu einkennilega á henni. Lögreglufulltrúinn yppti öxl- um. — Hann er áreiðanlega ekki neinn tízkusérfræðingur. Og auk þess var hann önnum kafinn við að dæla á bílinn. — En hann þóttist samt bera kennsl á mig. — Það var andlitið. Var þessi Marjorie kannski svipuð yður í sjón? Ég starði á hann. - Já, ef til vill. Nema hvað hún var að sjálf- sögðu öll kvenlegri. Líka í andliti. — En í karlmannsfötum . .. Nú rann allt í einu ljós upp fyrir mér. — Ætli hún hafi þá ekki setið þarna í veitingastof- unni og beðið þess, að einhvern þann náunga bæri þar að garði, sem hefði einmitt það útlit sem hæfði. Ungan mann, sem væri svipaður henni á velli, ljós á hör- und og sem líkastur henni að andlitsfalli? spurði ég. Hann kinkaði kolli. — Marjor- ie er ekki neitt blávatn, sagði hann. — Þér trúið mér þá? — Það hef ég aldrei sagt. Annars höfum við spurzt fyrir á landsímastöðina. Þar vinnur ekki nein stúlka, sem heitir Marjorié. Þetta varð mér langur dagur og leiður. Ég var peningalaus og vinfár. Átti enga ættingja á þessum slóðum. Þekkti ekki neinn, sem ég gat snúið mér til. Verjandinn, sem þeir skipuðu í máli mínu, var kornungur lög- fræðingur og lítt reyndur. Á ald- ur við mig. Hann hlýddi frásögn minni af þolinmæði og það leit út fyrir að hann tryði mér. — Hafa þeir nægar sannanir til þess að dæma mig sekan um þetta morð? spurði ég. — Þeir hafa allveigamiklar sannanir, svaraði hann. Þeir hafa rannsakað blóðið á fötunum, og það reyndist vera blóð úr Sperry. Þeir hafa og fundið spor úti fyr- ir húsdyrunum, og þau reyndust eftir skóna yðar. — Ég er ekkert hissa á því, varð mér að orði. Hún var með þá á fótunum. Mér kom ekki dúr á auga þessn nótt. Þarna li ég bak við lás og slá og fékk engum vörn- um við komið, á meðan lögregl- an hrúgaði óvefengjanlegum sönnunum á hendur mér til að fá mig dæmdan málsbótalaust fyrir morð, sem ég hafði ekki komið nærri. Um morguninn kom Bentz inn í klefann til mín. Þeir höfðu verið að rannsaka fingraför í búð hins myrta. — Og þið hafið að sjálfsögðu ekki fundið mín fingraför þar, sagði ég sigurglaður. Þarna sjáið þér. Það sannar ... — Það sannar ekki annað en það, að þér hafið ekki skilið þar nein fin'Traför eftir. — En hvað um hnífinn? Fund- uð þið fingraför mín á honum? - Nei. Skeptið var svo útatað, að þar voru ekki nein greinileg fingraför finnanleg. — Enn eitt, lögreglufulltrúi. Ég þykist vita, að þið hafið einn- ig athugað allt heima í minni íbúð. Funduð þér nokkrar sígar- ettur þar, öskubakka, eldspýtur eða annað, sem benti til að ég reykti? — Nei. — Hvað skyldi þá hafa komið mér til að fara að kaupa sígarett- ur þarna á benzínstöðinni? Hann yppti öxlum. Mér var Ijóst að ég hafði ekki afsannað neitt. Ef til vill höfðu rök mín þó vakið með honum nokkurn efa. Skömmu áður en ég var opin- berlega ákærður fyrir morð, sagði lögreglufulltrúinn mér hvers hann hefði orðið vísari um ástir Sperrys. - Hafi þessi Marjorie myrt hann, hefur þar ekki verið um ránmorð að ræða, heldur hefur það án efa verið framið í hefndarskyni. Sperry hefur svikið hana á einhvern hátt. Kannski heitið að kvænast henni, en síðan reynt að koma sér hjá að efna það. Hann var ekki við eina fjölina felldur í ástamálum, en gætti það vand- lega að engum fjötrum yrði þar á hann komið. SVO hófust réttarhöldin. Enda þótt þetta „morð mitt“ vekti svo sem ekki neina þjóðarathygli, var réttarsalurinn fullsetinn á- heyrendum. Lögfræðingurinn ungi, Arthur Karnes hét hann, annaðist vörn- ina þar sem ég hafði ekki efni á að fá mér dýran og reyndan málafærslumann fyrir verjanda. Saksóknarinn, MacGahan, var aftur á móti bæði reyndur og harðskeyttur, og mér varð það brátt ljóst að málið hallaðist stöðugt meir á mig í hvert skipti sem hann opnaði munninn. Raun- ar líka í hvert skipti sem verj- andi minn tók til máls, svo lak- lega hélt hann á spilunum. Það leyndi sér ekki heldur, að ég hafði alla áheyrendur á móti méár. Og þegar saksóknarinn sýndi þeim blóðblettuð klæðin, var andúðin gegn mér svo rík, að mér fannst sem ég gæti bók- staflega þreifað á henni. Ég var hins vegar ekki í nein- um vafa um það, nú orðið, hvernig Marjorie hefði farið að. Hún hafði bókstaflega káfað höndunum í blóð hins myrta til þess að geta útatað fötin. — Sér fólk ekki að það er eitthvað bogið við þetta? hvísl- aði ég að verjanda mínum. Eitt er að myrða mann, annað að — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.