Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 15
Vikan tylgist með_________ byggingu einiaýlisliúss frá fyrstu Iramkvæmd- um til enda úthlutað lóð í vor, nánar tiltekið að LindarflÖt 51. Þar með hafði fyrsti á- fanginn náðst. Lóðin var á fallegum stað ofarlega í hverfinu; útsýni fram yfir Hafnarfjörð, vestur yfir Álftanes og í norður sést inn \'fii- Reykjavík og Kópavog. Garðahreppur hefur skuldbundið sig til þess að vera búinn að ganga frá öllum götum og gangstéttum innan þriggja ára og bandliafar lóðanna munu einnig hafa ein- hverjar viðlíka slculdbind- ingar um frágang utan- búss. Það lítur út fyrir, að þarna rísi fyrirmyndar hverfi með fallegum einbýlishúsum og götum eins og tíðkast hjá menningarþjóðum. Að fenginni lóð, er teikningin næsta skrefið. Það er afar þýðingarmikið, að vel takist til um skipulagningu og útlit á einu liúsi og ber að yfirvega slilct af gætni. Þau Bára og Haukur leituðu til Kjartans Sveinssonar, byggingatæknifræðings, sem nýlega var kynntur á síðum Vikunnar. Hann hefur einmitt teiknað mjög mikið af húsum þarna suður í Garða- lireppi og þau höfðu séð eitthvað eftir hann þar.sem þeim leizt vel á. Kjartan tók erindi þeirra vel svo sem vera bar og skilaði von bráðar tillöguteikningunni samkvæmt þeim óskum, sem hjónin höfðu látið í té. Það var hitzt á ný og enn gerðar breytingar. Það var sem sagt búið að teikna þetta nokkrum sinnum, þegar allir aðilar voru ánægðir. Þá var farið að líða á vorið og Haukur átti að vei’a byrjaður á framkvæmdum fyrir 1. júlí sam- kvæmt fyrirsögn Garðahrepps. Nú er ærið misjafnt, hvaða hátt menn hafa á byggingum og fer þar mest eftir aðstöðu. Sumir kjósa að nýta eigin tíma og krafta sem bezt og vinna sjálfir að byggingunni, sem mest þeir mega. En þá tekur verkið venjulega alllangan tinxa. Sunxir ráða iðnaðar- menn til að gei’a foklielt en anxxast sjálfir íxxótahreinsun og allar útréttingar. Og enn aði’ir fá einfaldlega byggingaixxeistara til þess að annast vei’kið í lieild þar til húsið er fok- iielt, jafnvel þar til það er tilbxiið undir tréverk. Framhald á bls. 40. Eftlr aö teikningin hefur verið sainþykkt í hyggingarnefnd, er hægt að láta mæla fyrir húsinu á lóðinni. Hér sést IXaukur Pétursson hjá Forverk. Ilann hefur sett upp mælitæki og gerir merkingar þar sem á að grafa. í baksýn: Vífilstaðavegurinn og fjær Esjan. Anrað stig framkvæmda á sjálfri Ióðinni. Að mælingu Forverks lokinni, fékk byggingameistarinn, Einar Ágústsson, vélskáflu hjá Véltækni li.f., og hér sjáum við hana skófla upp túninu. Það er tiltölulega grunnt þarna niður á fast. VIKAN 32. tbl. — Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.