Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 8
 , Lffskjaramark II Hann cr ennþá veikur fyrir „veiðigræjum", enda þótt hann fari nú æ sjaldnar í laxveiði af ástæðum, sem sagt er frá í greininni. En maður, sem skammt er kominn á leið að lífs- kjaramarki II, eyðir talsverðum fjármunum í veiðiáhöld. Hjónin okkar fara stundum út með hópi kunningja og borða á einhverjum góðum stað. Það er cftirtektarvert, að herrann eyðir litlu I föt á sjálfan sig, (ca 10 þús. á ári) en aftur á móti vill hann hafa frúna vel klædda og hún fer mcð nálægt 25 þús. kr. í föt á sig á ári. Hér cr frúin stödd á Astrabar í Sögu, klædd afar fallegum svörtum kjól frá Par- ísartízkunni í Hafnarstræti. Það hafa skapazt talsverð vandræði í sambandi við sport í flokki lífskjara- marks II. Það er komið svo mikið af „alþýðu“ í laxveiðina, að hún freistar herrans ekki lcngur. Aftur á móti hefur hann snúið sér að dýru og „fínu“ hobbýi sem sé söfnun frímerkja. Hér er hann að vinna í frímerkja- safninu sínu. Til að draga fram lííið Algert lágmark til lífsafkomu fyrir hjón með eitt bam: Húsnæði, leigt Hiti og Ijós Fargjöld Matur Fatnaður Snyrting Alls 92 þús. kr Lágmarks stofnkostnaður: Mataráhöld 3000 kr. Heimilistæki ............................... 5700 - Húsgögn 18000 - Alls 26.700 kr. Lágmark reksturskostnaðar, án allra skemmtana, munað- arvöru og annars þess, sem ekki er strangt tekið til þess að draga fram lífið og ganga sæmilega til fara: 7.666,66 kr. pr. mán. Er þá aðeins miðað við leiguhúsnæði — gamalt og ódýrt að krónutölu, ef miðað er við nýrra húsnæði — lágmark ljósa og hita, fargjöld aðeins með strætisvögnum, mat á borð við þann, sem Vesturislendingarnar í Vestmannaeyjum kvarta mest undan: Kindakjöt og fisk. í fatnaði er miðað við hið allra nauðsynlegasta, og sömu- leiðis í snyrtingu. í stofnkostnaðinum er aðeins reiknað með því bráðnauð- synlegasta: Þremur pottum, pönnu, fáeinum diskum, glös- um og bollum, hnífapörum o. þ. h. Af heimilistækjurn er aðeins gert ráð fyrir eldavél, straujárni og óhjákvæmilegri lýsingu. Af húsgögnum er einungis reiknað með einhverju tn að sofa á, eldhúsborði og stólum, tveimur skárri stólum, útvarpsviðtæki og nauðsynlegum hirzlum. pr. ár. 30 þús. kr. 5 - 6 - 36 - 13 - 2 - i:r,a glaðir í sinni þriggja herbergja blokkarlbúð, sem þeir eiga nú orð- ið langt til skultllausa, ferðast um á sínum Volkswagni án þess að líta öfundaraugum til þeirra, sem eru betur akandi; leggja sem sagt meira upp úr andanum en efninu. Um þennan hóp þarf ekki að skrifa frekar; um hann vísast til fyrr- greindrar greinar í 30. tbl. Hinn hópurinn setur markið hærra og vill nú öðlast önnur og aukin lífsþægindi. Fyrsta skilyrðið er húsnæði, sem sæmir þeirra aldri og stöðu. Það er náttúrlega fyrst og fremst einbýlishús, en þó getur stór (120—140 ferm.) ný íbúð í tví- býlishúsi eða raðhúsi vel komið til greina, ef húsið er glæsilegt og á góðum — það er að segja virðing- arverðum — stað. Slíkt húsnæði kostar eina milljón — það er fyrsta talan, sem við fáum í þessum reikn- ingi. Þegar maður setur sér nýtt lífs- kjaramark, verður hann að losa sig við allt það, sem bindur hann við hið fyrra mark. Þar af leiðandi verður maður lífskjaramarks II að fá sér ný hsúgögn, þegar hann kemur í húsnæði hins nýja marks. Þar að auki verður hann að teppa- leggja út í hom, að minnsta kosti stofurnar og gangana, helzt meira. Miðað við sjö herbergja hús eða íbúð kosta húsgögn og teppi því sem næst 150 þúsund, og vantar þó enn tvö veigamikil húsgögn lífs- kjaramarks II. Hér vantar t. d. sjónvarpstækið. Og það má ekki vera neinn smá- kassi, eins og fátæklingar veita sér. Nei, þetta verður að vera fínn grip- ur, og mér er sagt, að Nordmende sé einna hæst skrifað. Og það verð- ur að kosta 30 þúsund, þegar það er full frá gengið. Og auk sjónvarps- ins þarf útvarpsskáp, sem inniheld- ur útvarpstæki, plötuspilara og seg- ulbandstæki, allt auðvitað hi-fi og stereo. Slíkt húsgagn kostar að minnsta kosti 35 þúsund, ef það á að vera frambærilegt, og þá er reikningurinn kominn upp í 1.215. 000,00 krónur. Þá er röðin komin að farartæk- inu. Nú dugir engin smápúta leng- ur. Nú verður það að vera „bíll af klassa“. Helztu bílarnir, sem nú sæma lífskjaramarki II 'eru Volvo Amazon eða Mercury Comet. Amazon kostar rúm 200 þúsund, en Comet um 250 þúsund, og til þess að gera engum órétt, skal hér enn farinn millivegurinn, og bíllinn reiknaður á 225 þúsund krónur. At- hugið vel, að það má alls ekki selja gamla bílinn, fyrr en sá nýi er kom- inn í gagnið. Heildarupphæðin er þá 1.440.000, 00 krónur. Betur má enn, ef duga skal. Hér skal sumarbústað til líka, Hann g — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.