Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 30
Glæpasagan: LIKIÐ I POKANUM Þokan lá eins og dökk slæða yfir borginni, úlfgrátt myrkur, sem skinið frá götuljósunum megnaði eikki að rjúfa. Þeir kunningjarnir og samstarfs- mennirnir, Wilkins og Bunner, gengu spölkorn meðfram Lea- fljótinu eins og þeir gerðu yfir- leitt á hverju kvöldi, eftir að þeir höfðu lokað litlu klæð- skerastofunni sinni þann daginn. Það var iitil hætta á að þeir villtust þótt þoka væri yfir; þeir höfðu gengið þennan spöl á hverju kvöldi að heita mátti í full fimmtán ár, svo við sjálft lá að fætur þeirra kynnu leiðina utan- að. En þeim kunningjunum kom samt saman um það, að þeir minntust þess ekki að hafa nokkurntima verið úti í slíkri þoku og var þetta nóveniber- kvöid, árið 1943. — En hvað er nú að tarna? Bunner nam allt í einu stað- ar og benti með staf sínum á eitt- hvert rekald, sem flaut við fljóts- bakkann. Löngun þess varð naumast greind í daufum bjarm- anum frá götuljósinu, en við nánari athugun sáu þeir kunn- ingjarnir, að þetta var allstór sekkur, og þegar þeir höfðu potað í hann stöfum sínum, tóku þeir þá ákvörðun að draga hann á iand. Það reyndist þó hægara sagt en gjört, sekkurinn var ekki nein iéttavara, og þegar þeim hafði loks tekizt að koma hon- um upp á fljótsbaO-ikann, sáu þeir að vandlega var bundið fyrir opið. En þegar þeir kunningjarn- ir virtu fyrir sér það form, sem kom í Ijós þegar blautur sekk- urinn lagðist að innihaldinu, urðu þeir í senn skelfdir og for- viða. — Getur . . . getur það átt sér stað, að það sé manneskja í pok- anum? spurði Wilkins titrandi. Og Bunner kinkaði kolli. — Það lítur helzt út fyrir það. Ætli það sé ek'ki ráðlegast að kalia hingað lögregluþjón? varð Bunner að orði. Þótt Wilkins væri það eigin- lega þvert um geð, varð hann að lieita félaga sínum því að standa vörð hjá pokanum, á meðan hann færi og svipaðist um eftir lögregluþjóni. Sem betur fór tók það ekki ýkja langa stund, og J>egar lögregluþjónninn kom á vettvang, brá hann hnifi sínum á fyrirbandið og opnaði sekkinn. Það kom i Ijós að grunur þeirra kunningjanna reyndist réttur — það var lík af konu í sekknum. Næstu dagana var frásögnin af þessum óhugnanlega fundi við fljótsbakkann og bollaleggingar um hann forsíðuefni dagblaðanna í borginni. Líkið af konunni var vandlega rannsakað. Það leyndi sér að sjálfsögðu ekki að hún hafði verið myrt, en hvorki fannst neitt, sem veitt gæti nokkra vísbendingu um morðingj- ann, né heldur nokkuð það, sem veitt gæti allraminnstu vísbend- ingu um af hvaða konu likið væri, og hvað rannsókn málsins snerti, var það í sjálfu sér öllu lakara við að fást. Hvert tangur og tet- ur, sem hugsanlega gat orðið til þess að borin yrðu kennsl á likið, hafði verið vandlega fjarlægt. Lögreglan athugaði vandlega lista yfir konur, sem horfið höfðu að undanförnu og ekki enn komið í leitirnar, en það sýndi sig að þessi 'l ona gat ekki verið nein af þeim. Það var J)á helzt að fingraför líksins gætu veitt einhverjar upp- lýsingar, en nákvæm rannsókn leiddi í Ijós að þau fingraför fyr- irfundust ekki á spjaldskrá lög- reglunnar. Teiknuð var andlits- mynd samkvæmt því sem gera mátti ráð fyrir af andliti líksins, að konan hefði litið út í lifanda lífi, og teikningin birt í öllum blöðum, bæði ])ar í borg og næstu borgum, en enginn gaf sig fram, sem taldi sig bera kennsl á hana. Löks varð furðuleg hending til þess að.koma lögreglunni á spor- ið, er leiddi til þess að henni tókst ekki einungis að upplýsa hver hin myrta hafði verið, heldur og hver hefði myrt hana. Það bar við þegar Chapman lögregluforingi rannsakaði stað- inn og nágrennið, þar sem lik- pokinn hafði fundizt, að hann veitti athygli hundi nokkrum, sem var þar að leik með klæðis- bót í kjaftinum. Lögregluforingj- anum kom til hugar, að kannski væri rétt að athuga klæðis- hótina, þar eð hundurinn hefði að öllum líkindum fundið hana á þessum sömu slóðum. Lögreglu- foringinn reyndi að lokka hund- inn til sín og ná af honurn klæðis- bótinni, en ])að ætlaði ekki að ganga greiðlega. Hundurinn tók þetta scm leik, og hljóp spölkorn á brott með hótina i kjaftinum í livert skipti sem foringinn ætlaði að hrifsa hana af honum. Það var ekki fyrr en lögreglufor- inginn tók upp þá aðferð, að láta sem hann tæki ekkert eftir hundinum, að hann varð loks leiður á þessu leikfangi sínu og skildi það eftir. Lcigregluforinginn hirti þá klæðisbótina og stakk henni á sig, ekki þar fyrir, að hann tryði því með sjálfum sé, að hundur- hefði fundið þarna eilthvað merkilegt, sem lögreglumönnum, með þeyttum rjómanum. Kjötið sett á fat og grænmetinu raðað í kring og franskar kartöflur bornar með. Munið að taka tré- pinnana úr áður en það er sett á borðið. BOURGUIGNONNE. Þetta er líka fínn og dýr rétt- ur, en í hann fer: 2 gulrætur, 125 gr smáir laukar, 50 gr smjör- líki, 1 kg meyrt nautakjöt úr læri, 100 gr bacon, 40 gr hveiti, Vt tsk. hvítlaukssalt, 14 tsk. timian, hvítur pipar, 2 dl rauð- vín, 2 dl kjötsoð, 375 gr sveppir, 25 gr smjör. Gulræturnar skornar í lengj- ur og laukurinn saxaður smátt og brúnað í smjörlíkinu í 4—5 mín. Kjöt og bacon skorið í ten- inga, bætt á pönnuna og brúnað. Hveiti og krydd sett saman við og hrært vel í pottinum. Rauðvín og kjötsoð sett saman við og lok sett á pottinn. Látið malla við lítinn hita í ca. 214 tíma. Svepp- irnir saxaðir gróft og soðnir litla stund í smjöri og svo settir í pottinn síðasta kortérið. Fransk- ar kartöflur hafðar með þessu. ★ BÍLAPRÓFUN VIKUNNAR. Framhald af bls. 29. með 75 ha vél og 90 ha. Flestir þeirra sem hingað koma eru með 75 ha vél, og svo var um þann, sem ég prófaði. Ég gat ekki fundið, að hann hefði neitt að gera við sterkari vél, því hún er prýðileg til átaka í öllum þeim tilvikum, sem fyrir koma hér. 90 ha vélin er að mínu áliti ein- göngu fyrir erlenda staðhætti, þar sem raunverulega er hægt að notfæra sér mikla vélarorku í daglegri umferð. Með 75 ha vélinni er hægt að fá hvort vill þriggja gíra kassa eða fjögurra. Flestir munu nú orðið taka fjögurra gíra kassa, enda gefur hann miklu meiri möguleika og er skemmtilegri. Að því er lýtur að aksturseigin- leikum, er þessi kassi vel úr garði ger; bíllinn er mjög „flexible“ (vill nú ekki einhver finna gott orð yfir þetta hug- tak?) í öllum gírum. Því til sönnunar get ég getið þess, að þegar ég hóf prófaksturinn og ætlaði í fyrsta sinn að skipta úr fyrsta í annan, en fór óvart í fjórða, því óvönum hættir á- reiðanlega til þess. Það eina sem gerðist var það, að kveikjan glamraði nokkrum sinnum, en hætti því svo rétt strax. Ég hugs- aði: Hvaða anzkoti þarf að keyra hann hátt upp í fyrsta! En í sama bili sagði maðurinn frá umboðinu, sem með mér var: Nú fórstu með hann í fjórða. Gírkassinn er al-samstilltur, og þessi samstilling er mjög góð. Maður verður stundum var við, að það er eins og skiptingin standi örlítið á sér, þegar hún á að vera samstillt og snurðulaus, 0Q — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.